Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 28

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 28
regluþjónn 6 stundir á hverjum sólar- hring. Þess vegna sjáið þið mig ekki nema stundum. — Lögregluþjónn? Hér veljum við stærstu og sterkustu mennina fyrir lög- regluþjóna. Er það ekki hættulegt fyrir þig svona lítinn? — Hér skjátlast þér, góði vinur. Um leið og ég tek við starfi lögregluþjóns- ins stækka ég um hehning. Og þá er enginn, sem ræður við mig. Og hann brosti hæðnislega. — Hvað heitir þú? — Eg heiti Karl — en ég er kallaður Karl káti, af því að ég er svo léttlyndur. Eg hæðist að þeim á tunglinu eins og ykkur á jörðinni. — Þú ert þó ekki svo v.itur, að þú getir hæðst að öllum öðrum? — Jú, ég sé hvað aðrir haga sér heimskuiega, og þá get ég ekki stillt mig um að hlæja. Og nú gat ég ekki stillt mig um að koma og segja þér, að þetta hefði verið mesta bull, sem kenn- arinn sagði. Og eftir stutta stund verð ég aftur kominn upp í tunglið og glotti að ykkur á jörðinni. — Þú ert grobbinn karl. Þú skalt ekki heita Karl káti. Þú ættir að heita Karl grobbni. — Gættu nú að, hvað þú segir, Sveinn litli. Eg gæti tekið þig með upp í tungl- ið, ef þú ferð að gera þig merkilegan. Þá kemst þú ekki aftur heim til pabba og mömmu. Og þá mundu mennirnir á jörðinni sjá hrínandi strák við hliðina á Karli káta í tunglinu. — Ég vil vera hjá pabba og mömmu. Ég vil ekki fara upp í tunglið. — Já, þetta vissi ég. — En nú þarf ég að fara, Sveinn litli. Bráðum þarf ég á vakt í tunglinu. Vertu sæll. -— Vertu sæll, sagði Sveinn, og sam- stundis var hann aleinn. Þegar hann vaknaði um morguninn, mundi hann drauminn. Karlinn í tungl- inu hét Karl káti og var lögregluþjónn. Hann var ekki klettar og gjár, heldur lítill, glettinn karl, sem gaf jörðinni langt nef. Og Sveinn leit út um gluggann og sá hvar tunglið rambaði fullt á himninum og hugsið ykkur: í því miðju var Karl káti með glott yfir allt andlitið, eins og hann hefði betra vit á öllu en vísinda- mennirnir á jörðinni. E. Sig. FRÁ VERÐLAUNASAMKEPPNINNI Nú hefur verið unnið úr ritgerðuni þeirn, sem bárust í ritgerð'arsamkeppin Vorsins og Flugfélags Islands. Ritgerð'- irnar voru dæmdar af Hannesi J. Magn- ússyni og Sveini Sæmundssyni, blaða- fulltrúa hjá Flugfélagi íslands. Leikar fóru þannig, að fyrstu verð- laun — flugferð til Færeyja og heim aftur með viðkomu í Glasgow — hlaut ANN MIKKELSEN, BústaSavegi 71, Reykjavík — 16 ára. Þá voru einnig veitt tvenn aukaverð- laun — flugferðir innanlands eftir eig- in vali, •— og hlutu þau: Sigurgeir SigurSsson, Hverjisgötu 42, Hajnarfirði, 14 ára, •— og Ásbjörn Dag- bjartsson, Álftagerði, Mývatnssveit. Sá, sem fékk 1. verðlaunin, verður að skrifa ferðasögu, sem birtast mun svo með myndum í Vorinu. Gott væri einnig að fá stutta ferða- sögu frá hinum með myndurn, ef til verða. Ritgerðir bárust ekki mjög marg- ar, en þessar báru auðvitað af. — Beztu þakkir fyrir ritgerðirnar. — GóSa ferð! Útgefendur. 122 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.