Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 45

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 45
ii' mínn allt í einu: „Krakkar, eig- um við elcki að prófa að setja þrjú af eggjunum undir krunkið?“ (en það er hæna, sem vill liggja á eggj- uin) Við gerðurn góðan róm að þessu, og var þetta þegar frarn- kvæmt. Dagarnir liðu hver af öðrum, og loks voru komnar 3 vikur. Nú fór- um við að vonast eftir, að ungarnir kæmu úr eggjunum. Svo var það einn góðan veður- dag, er 28 dagar voru liðnir frá því að við settum eggin undir hæn- Una, að við heyrðum tíst úr einu egginu. Og viti menn! Morguninn eftir voru 3 litlir gæsarungar undir kænunni. Ungarnir döfnuðu fljótt og vel. Hænan hugsaði af sannri móðurást um ungana og var ekki annað séð en að hún héldi að þeir væru hænu- Ungar. Ve gna þess að hæna lá á eggjun- Utn, mátti ekki láta þá synda, fyrr en eftir 3 vikur, því að ef villtur ^ugl hefði legið á eggjunum mynd- ast fyrr fita, sem varnar því að þeir blotni. Þegar þrjár vikur voru liðnar frá því að þeir komu úr eggjunum, leyfðum við þeim að synda við há- tíðlega athöfn í kerinu, sem mjólk- Urbrúsarnir eru kældir í, og var ekki annað séð en þeir yndu sér hið bezta. Er hænan sá, hverju fram fór, varð hún viti sínu fjær af reiði. Hoppaði hún á mjólkurbrúsunum og gargaði einhver ósköp. Einn góðan veðurdag leyfðum við ungunum að fara út. Þeir voru frelsinu fegnir, hlupu um og hám- uðu í sig nýgræðinginn af mesta kappi. En nú dró ský fyrir sólu. Það var einn sunnudagsmorgun, er sólin skein og fuglarnir sungu, að bóndinn á næsta bæ kom í heim- sókn og hafði hundinn sinn með sér. Ekki hafði hann stanzað lengi, þegar hann og pabbi heyra mikið garg fyrir utan. Hlupu þeir þá strax út og sáu þegar hundurinn frá næsta bæ var að bíta einn grágæsarung- ann á háls og var búinn að bíta ann- an unga í löppina. Þegar þeir voru búnir að skamma seppa rækilega, fóru þeir að gæta að ungunum. Sáu þeir þá að einn unginn var dáinn, en hinn haltur, sá þriðji særðist ekkert. Þessi atburður tók okkur krakk- ana mjög sárt. En þó að einn væri dáinn ,höfðum við ómetanlega gam- an af hinum tveim, sem eftir lifðu. Loks kom að því, að ungarnir færu að fljúga. Mikla ánægju höfðum við krakkarnir af því að sjá þá fljúga. Að lokum fór svo að útþráin kom í gæsirnar, og voru þær alltaf á flakki, en kornu þó heim aftur. VORIÐ 139

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.