Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 18

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 18
GLEÐI SNÝST í GRÁT ViS skulum nema staðar við lítið, fagurt fjallavatn. Þögul, indæl ágústnótt sveipar allt mjúkri rökkurblæja. Á ströndinni norðan við vatnið ligg- ur lítill bátur. Hann er hálfur úti í vatn- inu og árarnar liggja þvert yfir bátinn. Nokkurn spöl ofan við vatnið brennur ofurlítið bál, sem setur hátíðasvip á umhverfið, er það ber við næturhimin- inn. 1 kringum bálið sitja fjórir mið- aldra menn á þúfum eða steinum. Þeir eru kátir og skiptast á gamanyrðum. Yfir eldinum hangir ketill, svartur og sótugur. Nokkurn spöl frá mönnunum liggur dálítill drenghnokki endilangur í lyng- inu. Hann er með hendurnar fyrir aftan hnakkann og starir upp í himininn, þar sem einstaka stjörnur sjást tindra. En allt í einu stendur hann upp og gengur niður að vatninu, þar sem bátur- inn liggur. Hann ýtir honum út á vatn- ið, stígur út í hann og rær svo hægt með- fram ströndinni. Hann er ekki vitund hræddur hann Sverrir litli, því svo hét drengurinn, en hann veit að báturinn er slæmur og því rétt að fara var- lega. Grynningarnar standa til og frá nærri því upp úr vatninu, og ef ógæti- lega er róið, getur bátnum hvolft. Hann er svo lítill. Hann rær nokkrum sinnum meðfram norðurströndinni, en allt í einu sér hann einhverja gullna rák á vatninu. Hann hélt í fyrstu að hún stafaði frá bátnum, en hann sá brátt, að svo var ekki, heldur stafaði frá tunglinu, sem var að gægjast upp fyrir fjallsbrúnina, — stótrt og ljómandi. Litla fjallavatnið og umhverfi þess er allt í einu orð.ið að einhverjum ævin- týraheimi, og Sverrir fyllist hrifningu litla stund, en svo rær hann til lands og gengur til mannanna, sem sitja við bálið. „Halló, drengur minn! Það var á- gætt að þú komst! Þú hefur gott af því að fá þér einn kaffibolla í nætursval- anum.“ Það var bankastjórinn utan úr borginni, mikill vinur föður hans, sem talaði til hans, en Sverrir hneigði sig, og tók við kaffibollanum. „Þetta verður nú karl í krapinu,“ sagði bankastjórinn við póstmeistarann, föður Sverris. „Þú ert karl í krapinu, vinur minn. Nú ert þú í góðum félags- skap, og nú skalt þú vera einn af okkur, þótt þú sért ekki fullorðinn maður enn- þá.“ Sverrir skildi ekki vel, hvað banka- stjórinn átti við. Hann hefur aldrei heyrt þessa menn tala jafn einkennilega og í kvöld, og allir eru þeir eitthvað öðruvísi en venjulega, rauðir í andliti, og hlæja að öllu, sem sagt er. Pabbi hans, sem ætíð er hið mesta prúðmenni, liggur nú á grúfu í lynginu og öskrar af hlátri út af einhverju, sem Hansen toll- stjóri sagði. Fjórði maðurinn er full- trúi hjá lögmanninum, en allir eru þeir 112 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.