Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 30

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 30
lægra miÖa, svo sem til Grænlands, ís- lands og Nýfundnalands og fleiri staða. Marsvínaveiði hefur lengi, ásamt fær- eyska dansinum, verið einkennandi fyr- ir Færeyinga. Marsvínaveiði eða grinda- dráp á máli heimamanna, hefur oftar en einu sinni bjargað soltnum mönnum frá hungri, þegar hart hefur verið í búi fyrr á dögum. Hér áður fyrr, þegar ein- hver varð var við grind (marsvín), var kveikt á stóru báli og þannig komið hoðum um alla eyna og til næstu eyja, en nú er þetta auðveldara, þegar sím- inn er til taks, því næst safnast allir bát- arnir saman og stefna til hinna bát- anna, sem fundið hafa og passað grind- ina, hjálpa þeim síðan annað hvort að króa hana inni og drepa hana þannig á sundi, eða bíða þar til fjara tekur (það er að segja ef sandbotn er í fjör- unni) og þegar fjara tekur, reka þeir gr.indina þar til hún strandar og stöðv- ast í sandinum, þá er hún drepin. Er þessi síðarnefnda aðferð hentugri og ekki eins átakanleg og hin fyrrnefnda. Grindin er ekki útflutningsvara, en Færeyingar borða grindina og fituna, sem nefnist spík, með góðri lyst. Einnig stunda Færeyingar fuglatekju í björgum, og eru þeir góðir bjargmenn. Stunda Færeyingar náttúrlega margt fleira en þessar atvinnugreinar, sem ég hef nefnt hér að ofan, en það yrði bara upptalning ef ætti að fara að skrifa um það, en samt ætla ég að geta þess, að miklar breytingar hafa orðið í færeysk- um atvinnumálum nú á síðari árum. Um aldaraðir hafa Færeyingar að mestu leyti verið einangraðir, en nú fyrst síðan Flugfélag íslands fékk lend- ingarleyfi í Vogey í Færeyjum, má segja að einangruninni sé lokið. Má einnig segja, að fólkið sé öruggara eftir að Flugféiag íslands byrjaði sínar sumar- ferðir þangað. Samgöngur á milli Fær- eyja og annarra landa hafa verið mjög litlar, við og við höfðu erlend fiski- og flutningaskip viðkomu þar, og einstakir færeyskir bátar sigldu með aflann til útlanda. Að vísu hafa reglubundnar ferðir verið á milli Danmerkur og Is- lands með viðkomu í Færeyjum í báð- um leiðum, og Tjaldur, flaggskip Fær- eyinga, hefur vanið komur sínar til Dan- merkur nú á síðustu árum, en oft hafa samgöngurnar verið treglegar. Má nefna sem dæmi, að öll bréf, sem fara loftleið- is, verða fyrst að fara til Danmerkur og svo til áfangastaðar. Því fyrr því betra að Flugfélag íslands fái lendingarleyfi í Færeyjum allt árið. Skólar í Færeyjum hafa lengra skóla- ár en skólar hér. Hafa nemendur bara 6 vikna sumarfrí þar, á móti 4 mánaða hér, einnig er tekið strangara á hegð- un nemendanna í skólanum, skyldunám- ið er það sama og hér, og taka nem- endurnir eins konar barnapróf 14 ára, en mega fara í gagnfræðaskóla 12—13 ára. Þeir nemendur, sem þess óska, geta tekið stúdentspróf í Færeyjum, en ef lengra skal halda, verða þeir að fara utan. Hafa orðið mjög miklar framfar- ir í skólamálum nú á síðari árum í Fær- eyjum, og eru þeir ekki neinir eftirbát- ar grannþjóðanna í þeim efnum. Mikil áherzla hefur verið lögð á að varðveita færeyskuna fyrir dönskum slettum, en hingað til hefur allmikið af slettum ver- ið í málinu. 124 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.