Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 19
1 sumarleyfi og skemmtiferð þarna uppi
tyá fjallavatninu.
En þegar bankastjórinn skömmu síð-
ar opnar bakpokann sinn, og Sverrir sér,
hvað hann hefur að geyma, verður hon-
uni ljóst, hvað hér er um að vera. Pabbi
hans og allir félagar hans eru orðnir
ölvaðir, og nú ætla þeir ennþá að bæta
á sig.
Honum rann kalt vatn milli skinns
°§ hörunds, er hann minntist orðanna:
~ »Nú ert þú í góðum félagsskap,“ en
Sverrir vissi betur en sá, sem talaði.
Hann hafði oft séð drukkna menn áður,
°§ fyrir sitt leyti vissi hann vel hvað
HANN vildi. Hann var í bamastúku.
»Gerðu svo vel, drengur minn! Eitt
staup fyrir fjórtánda aldursárinu.“
Bankastjór.inn talaði hátt og kump-
anlega, en Sverrir bandaði staupinu frá
Ser með hendinni og sagði:
»Ég drekk ekki áfengi.“
»Ekki áfengi? Hvað segirðu? Þegar
fullorðnir menn bjóða þér það! Held-
Ur þú, að við viljum þér eitthvað illt?“
Bankastjórinn var ekki orðinn eins
Elíður í málrómnum og hann var vanur
að vera, þegar hann talaði við vin sinn.
En Sverrir hrissti höfuðið og sagði:
’iÉg vil ekki áfengi.“
Bankastjórinn sneri sér frá honum
sótrauður af gremju.
»Þú ættir að fara og leggja þig,
'Hengur minn. Ég sé það nú, að þú ætt-
lr að ganga í pilsum.“
Sverrir vissi ekki, hvað hann átti að
Segja eða gera. Gráturinn og reiðin
lifutust um í honum yfir þessu ómaklega
^áði bankastjórans, og hann sneri sér
föður síns í því trausti að fá ein-
hverja hjálp frá honum. En hann lá á
bakinu í lynginu og hló háum, kjána-
legum hlátri, sem hann virtist ekkert
ráða við.
Sverrir hefði aldrei getað trúað því,
að pabbi hans gæti orðið svona, og gagn.
tekinn af sorg, viðbjóði og blygðun
gekk hann burt frá þeim félögum og
lagðist í lyngið alllangt frá. En söngur-
inn og hávaðinn héldu áfram, og nú
stóðu þeir félagar á fætur og héldu nið-
ur að vatninu. En Sverrir reis upp og
horfði á eftir þeim.
Tveir héldu áfram meðfram vatninu,
æpandi og syngjandi og mjög valtir á
fótunum, það voru tollstjórinn og full-
trúinn. Hinir tveir námu staðar við
bátinn, og eftir langa mæðu tókst þeim
að koma sér fyrir í honum, eftir að
liann liafði margsinn.is oltið um, sitt á
hvað, og tekið inn vatn.
„Ó, pabbi minn!“ sagði Sverrir við
sjálfan sig, „að þú skulir geta orðið
svona!“
Hann var svo yfirkominn af sorg yfir
þeirri vitneskju, að pabbi hans skyldi
drekka áfengi, að hann fann það, að
þessi ferð, sem hann hafði hlakkað svo
mikið til, var nú alveg eyðilögð. En
sárast sveið honum þó hið bitra háð
bankastjórans, fyrir það, að hann vildi
ekki drekka áfengi og verða eins og
þeir hinir. Hann var viss um, að liann
mundi aldrei geta gleymt því. En hann
var einnig viss um, að hann skyldi
ALDREI svíkja bindindisheit sitt. Hann
ætlaði að verða því trúr, hvað sem það
kostaði, og enn eitt var honum ljóst:
Hann mundi ekki geta borið sömu virð-
VORIÐ 11 3