Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 23

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 23
Aki fann enn hitann í eyrunum, þeg- ai hann hugsað.i um það, og fannst hann finna enn sviðann í hnefanum. — En á eftir steinlá strákurinn eins og hann var langur til. Aki hafði aldrei áður lagt hönd á nokkurn, og næsta andartak fannst hon- eins og heimurinn hefSi stöðvast. i^n fljótt fékk hann annað umhugsunar- efni. Fjórir strákar frá Völlum réðust a hann. Þá reiddist hann, og aldrei hafði kann fundið eins, hve sterkur hann var, aðeins ef hann hefði haft tvo fætur til að ganga á. En það hafði hann ekki, því fór sem ^ór. Þess vegna féll liann um koll, þeg- 31 hann ætlaSi að flytja sig svolítið til ld að nota hnefana betur. Hann sá að fleiri og fleiri þyrptust í kringum hann, n^eðan hann lá þ arna og gat ekki tekið 1 neitt til að rísa á fætur. Og þá gerðist llað, sem lamaði allt hugrekki hans. ÞaS k°m ungur, fullorðinn maður, sem stakk höfðinu milli hinna og sagði: ■— Nú, er þetta bara auminginn frá Stíflu. Það sveiS ennþá sárara undan þessum °rðum en því, sem Kolbeinn í Innstadal ^allaði á eftir honum. Hann missti al- Veg kjarkinn og lá við, að hann hætti alveg við að rísa upp. Þá heyrði hann í ^jördísi á Bakka. Hún tróð sér í gegn um hringinn, og þegar Áki leit upp, stóð ^án fyr.ir framan unga manninn, stapp- aði reiðilega niður fætinum og sagði: Skammastu þín! En samstundis var Lúðvík frændi kominn, en eins og kunnugt er sér hann öetur með einu auga en aðrir með tveimur. Hópurinn tvístraðist til allra hliða, þegar Áki stóð upp og þeir voru sumir hálf skömmustulegir. En það var nokkur huggun, að félagar hans komu þarna fljótt og hughreystu hann á allan hátt. En þrátt fyrir það, eru það orð unga mannsins, sem hann man bezt, og þá missir hann aftur kjarkinn. Áki er kominn inn í birtuna í skóg- inum og hann stendur beint á móti fjall- inu. Það er eins og renni kalt vatn nið- ur bakið á honum, þegar hann hallar sér aftur á bak og starir upp fjallið. ÞaS er brattara en Kolbeinshæðin og mörgum sinnum hærra. Á fj allstoppin- um er vant að hafa jónsmessubál, og Áki hefur oft fengið að vera þar við- staddur. Þá hefur LúSvík frændi ekið honum langan krók og borið hann svo á bakinu upp og niður. — En ef hann reyndi nú sjálfur, hall- aði sér upp að berginu og klifraði svo eins hátt og hann gæti? ÞaS hefur hon- um aldrei áður komið í hug. Hann hef- ur ekki heldur fengið leyfi til þess. I livert skipti og hann hefur þurft að kom- ast eitthvaS upp í móti, þá hefur Lúð- vík eða Anna frænka eða einhver annar komið hlaupandi og hjálpað honum. Honum finnst hann heyra raddir þeirra, þegar þau hrópa: — ÞaS er ekki hægt. Það er olltof bratt. En ef það væri nú hægt? HugsiS ykk- ur ef hann gæti þetta. En það er eins og glímuskj álfti í hon- um að reyna þetta. Og þó óttast hann, að hann muni ekki geta það. — ÞaS getur varla orðið mjög liættu- legt, muldraði hann með sjálfum sér. VORIÐ 117

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.