Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 42

Vorið - 01.09.1966, Blaðsíða 42
PÉTUR LITLI OG PLÓMURNAR EFTIR LEO TOLSTOJ Dag nokkurn kom mamma heim með plómur í bréfpoka handa börnunum. Þetta voru tíu stórar og þroskaðar plómur. Pétur litla langaði til að fá eina strax, því að honum þóttu plómur svo góðar, en mamma sagði, að hann yrði að híða með þær þar til eftir miðdegisverð.inn. Svo tók mamma plómurnar upp úr pokanum og þvoði þær. Svo lét hún þær í skál og setti skálina á borðið í stof- unni. Fór síðan fram í eldhús að sjóða matinn. Pétur litli varð eftir inni í stofunni. Hann gat ekki annað en horft stöðugt á plómurnar. Þær voru stórar og girni- legar. Hann gekk í kringum borðið og skoðaði þær frá öllum hliðum, en hann hreyfði þær ekki. Hvað skyldu þær vera margar, hugs- aði hann, og klifraði upp á stól íil að telja þær. Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu! Þær voru þá tíu. En hvað var þetta? Það var svartur hlettur á einni á annarri hliðinni. Hann tók hana og reyndi að nudda blettinn af henni. En það heppnað.ist ekki. Svo reyndi hann að sleikja blett- inn af. Það gekk ekki heldur. Að lokum reyndi hann að bíta hann af. Það heppn- aðist. Þá var enginn svartur blettur framar. En Pétur tók aftur annan bita, og áður en hann hafði hugsað sig uin, var plóman búin. Aðeins steinninn vaf eftir. Hann kastaði honum út um glugg' ann. Svo fór hann hljóðlega út úr stof' unni. Þegar mamma kom inn til að leggj3 á borðið, taldi hún plómurnar. Hún sa fljótt að eina vantaði. Skömmu síðar kom pabbi heim, mamma kallaði á börnin. Pétur koif síðastur inn. Hann leit til mömmu, eH hann sagði ekkert og hún sagði heldur ekkert. Þegar þau höfðu borðað, lét mamtn3 skálina með plómunum á borð.ið. Sv° sagði hún: „Eg keypti tíu plómur, tvær handa hverjum. En nú eru þær aðeins níu. Hef' ur nokkurt ykkar tekið eina þeirra?“ Pabbi neitaði, hin börnin tvö neituðo og Pétur neitaði. „Jæja,“ sagði mamma. „Mér þyki1' leitt, ef eitthvert ykkar hefur tekið plómu í Ieyfisleysi. En verst er, að ef menn gleypa plómustein, geta menn or'ð- ið veikir.“ „Það gerði ég ekki,“ sagði Pétuf- „Eg kastaði honum út um gluggann- Þá hlógu þau öll, en Pétur fór ^ gráta og sagði frá öllu saman. E. Sig. þýddb 136 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.