Vorið - 01.02.1974, Page 9

Vorið - 01.02.1974, Page 9
an var að sjá þá tína brauðmol- ana úr grasinu. Nú höfðu þeir fengið sjón og gátu fylgt móður sinni. En bágt áttu þeir með að horfa í birtuna. Nú færðu börnin sig niður í hvamminn til þess að geta séð músarungana betur. En þá hlupu þeir allir til móður sinnar. Hún leit til barnanna, eins og hún vissi, að þau hefðu gefið henni mat. En svo fór hún aftur inn í holuna með ungahópinn sinn. Þannig liðu nokkrir dagar. Börnin fengu að sjá músina og börnin hennar. Og smátt og smátt fór músin að verða gæfari og át brauðmolana ásamt músarungun- um, þó að börnin væru þarna skammt frá. Hún óttaðist þau ekki. Þetta ævintýri úti í holtinu létu börnin enga vita um. Þetta var músin þeirra. Þau höfðu fætt hana meðan ungarnir voru ósjálf- bjarga. Þau gættu þess, að ganga ríkt eftir því, að kettirnir á báðum bæjunum væru lokaðir inni á uóttunum. En þeim þótti undar- legt að sjá aldrei músapabba. Kannski hafði kisa náð í hann? Svo var það einn dag, þegar börnin lágu í grasinu skammt frá, °g músamamma var að tína brauðmola með börnum sínum, að hún kallaði þau öll til sín. Hún stefndi til barnanna með allan hópinn á eftir sér, en svo beygði hún af leið, fór í hring í kringum börnin og svo inn í holuna sína. Hvað átti hún við með þessu? Mýs geta ekki talað, svo að það veit enginn. En börnin voru alveg undrandi og þetta vakti ímyndun- arafl þeirra. — Var hún að þakka okkur fyrir matinn, sagði Fríða. — Nei, hún er farin að venj- ast okkur, sagði Bragi. Þá gerðist það einn morgun, að börnin komu með mat að holunni, en þá sáu þau þar enga mús. Brauðmolarnir lágu ósnertir. Þau biðu, en enginn kom til að tína þá upp. Þau fóru aftur heim hálf von- svikin. Það hafði verið svo skemmtilegt að fylgjast með mús- arungunum og sjá þá stækka. Þeir höfðu svo falleg augu. Næstu daga fóru börnin út í hvamminn, en þau sáu aldrei músina og ekki var hreyft við brauðmolunum þeirra framar. — Hún hefur flutt eitthvað burt, sagði Fríða. — Hún hefur flutt eitthvað burt frá bæjunum, sagði Bragi, Framhald á bls. 42.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.