Vorið - 01.02.1974, Síða 25

Vorið - 01.02.1974, Síða 25
Síðan lögðum við af stað að morgni næsta dags. Við grófum í fjóra daga. Loksins hættum við, enda vorum við búin að grafa tvö herbergi, sem voru ekkert svo lítil. Bróðir minn gróf nú þetta að vísu mest allt einn, því að hann var elstur og sterkastur En við urðum fyrir miklum vonbrigðum. Daginn eftir fór að snjóa. Ég hafði aldrei séð svona mikla hríð. Það sást ekki faðmlengd frá húsinu. Það snjóaði stans- laust í þrjá daga. Alltaf var hríðin jafn mikil. Loks hætti að snjóa. Við ákváðum að fara að sjá snjóhúsið. En okkur til hugar- angurs var það horfið. Við gengum fram og aftur, en sáum það hvergi. Allt í einu fann ég, að ég var að hrapa niður. Þegar ég áttaði mig, sá ég að ég var komin inn í snjóhúsið okkar. Það hafði að- eins snjóað yfir það. Ég kallaði á hina krakkana. Þegar þau komu, urðu þau mjög fegin þegar þau sáu að snjóhúsið var ennþá heilt. Ása Björk. 14 ára. Guðný Hallgrímsdóttir Faxatúni 30, Garðahreppi. Einu sinni voru gömul hjón, sem voru mjög fátæk. Þau bjuggu í litlu koti langt uppi í sveit, en þau áttu lítinn son, sem var mjög fríður á að líta. Hann hét Stefán og var mjög vingjarn- legur. Eitt sinn sagði faðir hans að það hefði týnst lítil stúlka á aldur við hann, en sá sem mundi finna hana, mundi fá góð laun fyrir. Stefán bað föður sinn um að fá að leita að litlu stúlkunni. Faðir hans sagði að hann mætti fara og leita að litlu stúlkunni. Stefán fór nú til föður stúlkunnar og bað um að fá að leita að litlu stúlkunni. Faðir stúlkunnar sagði honum að hann mætti það, en hann yrði að passa sig á villidýrunum í skóginum, því að það var talið að hún hefði týnst í skóginum. „Og mundu að hún heitir Hjördís.“ „Já, ég mun muna það.“

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.