Vorið - 01.02.1974, Síða 27

Vorið - 01.02.1974, Síða 27
FÖNDUR Krókódíll úr korktöppum. Korktappar eru til í mismun- andi gerðum og stærðum. Á flest- um heimilum er jafnaneitthvaðtil af þeim. Korktapparnir eru þétt- ir, en þó má mylja þá og skera, mála þá með litum, setja þá sam- an með hárspennu eða vír, og þeir fljóta á vatni. En ef þú þarft að skera þá í sundur, er vissara að fá pabba eða mömmu til hjálpar, því hnífurinn þarf að vera beittur. 1 krókódílinn þarftu: 5 stóra korktappa. Hárspennur eða vír. Fljótandi liti, (þ.e. þekjuliti, vatnsliti eða málningu.) 4 nagla með haus eða teikni- bólur. Stífan pappír, (karton). 2 títuprjóna með lituðum haus. Lím, hníf og skæri. Stærsta tappann notar þú fyr- ir haus á krókódílinn og þann minnsta fyrir hala, Hina tappana festir þú saman með vírnum. í mjórri endann á stærsta tapp- anum (hausinn) skerðu smá rauf fyrir munn og festu mjóa papp- írsræmu eða efnisbút fyrir tungu. Þú mátt gjarnan hafa hana rauða. Settu síðan lituðu haustítuprjón- ana tvo í hausinn fyrir augu. Skerðu rauf í aftasta tappann og festu þar langri pappírsræmu sem þú getur málað og skreytt, þá er krókódíllinn kominn með hala. Síðan festir þú hausinn og halann við búkinn og málar allt saman í þeim lit, sem þér finnst passa vel við krókódílinn. Þegar málningin er þurr getur þú skreytt hann með doppum eða jafnvel málað á hann munstur. Að lokum stingur þú hausnögl- unum neðan í búkinn fyrir fætur.

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.