Vorið - 01.02.1974, Page 34
LITIÐ
ÆVINTÝRI
Sagan
honum
Sóta
Það var einu sinni smáhestur, sem hét
Sóti, af því að hann var á litinn eins og
svartkámugur sótari, þegar hann skríður
upp úr reykháfi.
Sóti var til húsa á heimilinu hennar
Önnu og hún Anna var átta ára. í tvö
ár hafði hún nótt og nýtan dag verið að
biðja hann föður sinn um að gefa sér
hest. þegar faðir hennar sagði þá: — fá,
en, það er nú enginn leikur að hafa hest
í íbúð inni í miðri borginni. — Þá sagði
Anna: — Hesturinn getur bara verið í
baðherberginu.
Þar kom að lokum, að faðir hennar
lét undan þessum þrábænum dótturinn-
ar, keypti Sóta og fór með hann inn
í baðherbergið. Nú, Sóta voru gefnir
hafrarnir sínir í vaskinn og hann svaf í
baðkerinu, enda hafði Anna lagt hálm
í botn þess til þess að það færi betur
um hann. Venjulegir hestar sofa flestir
standandi, en Sóti hafði nú ekki þann
sið. Hann svaf alltaf á bakinu í bað-
karinu og teygði lappirnar sínar beint út
í loftið. Honum fannst líka, að hann ætti
auðveldara með að hugsa, þegar hann )a
þannig. Á daginn stóð hann fyrir frani-
an spegilinn og speglaði sig, og fannst
hann vera hinn snotrasti smáhestur. Af
sjálfsdáðum tók hann nú að bursta tenn-
ur sínar á kvöldin og stundum þvoði
hann sér líka um hófana.
Þegar Anna ætlaði að skreppa á hest-
bak, þá teymdi hún Sóta fram í lyftuna
— þau bjuggu á sjöundu hæð — svo
rann lyftan með þau niður og þá þeystn
þau fram og aftur um skemmtigarðinn
sér til hinnar mestu skemmtunar.
En svo gerðist það dag einn, að Sóti
sat fastur í lyftunni. Lyftan ók upp °$
taglið á honum klemmdist fast í lyfW'
dyrunum. Sóti fann ekki svo ýkjamikið
til í taglinu, en hann kvartaði nú sa®t
og kveinkaði svo að undir tók í öl®
húsinu. Upp frá þeim degi þvertók hann
fyrir það að aka í lyftu, og hann ko®
sér ekki til þess að ganga upp og nið®
34
VORl0