Vorið - 01.02.1974, Page 38

Vorið - 01.02.1974, Page 38
trúa sínum eigin augum og eyrum — þessi foli, þessi villti foli — ótemjan — svona var hesturinn, sem hann hafði dreymt um. Tvö reipi voru bundin í múlinn og fjórir menn héldu í reipin og reyndu að halda hestinum niðri og teyma hann að landgöngubrúnni. Hann átti að fara um borð í skipið. Alek sá svartklæddan mann, klæddan á vestræna vísu, en með háan vefjarhött á höfði og virtist hann stjórna verkinu. Hann var með svipu í hendi. Skipanir sínar hrópaði hann snöggt og hvellt á máli, sem Alek skildi ekki. Allt í einu gekk maðurinn aftur fyr- ir hestinn og lét svipu ríða yfir lendar hans. Hesturinn stökk fram og þaut eins og elding á einn Arabann, sem hélt í reipið. Maðurinn féll við og stóð ekki upp aftur. Sá svarti frísaði og sparkaði frá sér í allar áttir. Um leið féll bindið frá augum hans. Aldrei hafði Alek séð annað eins hatur í augum nokkurrar skepnu.Nú hafði þeim þó tekist að koma honum hálfa leið-upp á landgöngubrúna. Alek var að hugsa um, hvar þeir mundu eiginlega ætla að koma hestinum fyrir í skipinu, ef þeim á annað borð tækist nokkurn tíma að koma honum svo langt. Og nú var hann kominn um borð. Alek sá, hvernig Watson skipstjóri pat- aði og benti mönnunum að koma hestin- um aftur á afturþilfarið. Drengurinn fylgdist með öllu, en hélt sig í hæfilegri fjarlægð. Nú sá hann básinn, sem hafði verið slegið upp. Petta hafði verið stór, rúmgóður þilfarsklefi, og reyndu menn- irnir að koma þeim svarta þar inn. Það var annars ekki mikið rúm í skipinu til gripaflutninga, og lestin var alveg full af vörum. Loks voru þeir komnir með hestinn að klefadyrunum og um leið sló svart- klæddi maðurinn með svipunni á lendar hestsins, svo að hann þaut inn í klefann. Alek ætlaði ekki að trúa því, að klefinn mundi standast þau átök, sem hann varð nú sjónarvottur að. Folinn sparkaði í all- ar áttir, svo að flísarnar úr þiljunuin voru eins og skæðadrífa.Hannlamdihóf- unum í gólfið, svo að undir tók. Svo rak hann aftur upp þetta nístandi hnegg,sem fór gegnum merg og bein. Alek fylltist meðaumkun með þessum villta, fallega hesti — folanum, sem var nú lokaður inni í þröngum bás, þar sem hann varla gat hreyft sig, — folanum, sem hafði áð- ur notið frelsisins og víðáttunnar. Watson skipstjóri átti í harðri orða- sennu við svartklædda manninn. Skip' stjórinn hafði vafalaust ekki átt von a því að fá slíka ótemju um borð. Svo tók maðurinn peningaveski úr brjóstvasan- um, taldi seðla og fékk skipstjóranurn- Watson skipstjóri leit á peningana síðan í áttina til bássins. Svo tók hann við fénu, stakk því á sig og gekk á burt- Svartklæddi maðurinn kallaði þá a mennina, sem höfðu hjálpað honum við flutninginn á hestinum, greiddi þe’111 launin og síðan flýttu þeir sér í land. „Drake“ hafði ekki langa viðdvöl- Landfestar voru leystar og Alek leit enn einu sinni yfir mannsöfnuðinn, sem stou á hafnarbakkanum. Sumir höfðu orðið að þola hófaspörk svarta folans. Svo sneri hann sér í áttina að básnum. Pá sa hann, að svartklæddi maðurinn hafð1 ekki farið í land. Hann var meðal f&' þeganna, en nú gekk hann niður í skip10 til vistarveru sinnar, en hinir farþegarn' ir stóðu enn fyrir utan básinn. Foliu11 VoR|Ð 38

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.