Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.1967, Page 1

Bjarmi - 01.10.1967, Page 1
10.—11. tbl. 61. árg. Hamarshögg í Wittenberg HAMARSHÖGG, hvell og snögg, renna inn í blæinn bliöa, berast hœgt að eyrum lýða. Það óma hamarshögg svo víða, að haft ei sérstalct geta að þýða þessi fáu hamarshögg, hvell og snögg. HAMARSHÖGG, hvell og snögg, boða lýð að byrjar smiður að byggja — eða rifa niður — hvert högg er aðeins lítill liður, að loJcasigri hvert þó styður. Braut hans ryðja hamarshögg, hvell og snögg. HAMARSHÖGG, hvell og snögg. Fölur munkur hamri heldur, höggið gneistaflugi veldur, af litlum neista œsist eldur, sem aldrei mun í viðjar felldur. Neistann skópu hamarshögg, hvell og snögg. HAMARSHÖGG, hvell og snögg ofar klukkna helgum hljómi heyrast boða styrkum rómi: „Hjátrú, vík úr helgidómi, Herrans náð svo skírt þar ljómi.“ Skurðgoð mola hamarshögg, hvell og snögg. HAMARSHÖGG, hvell og snögg milli álda skópu skipti, skuggans ógn af lýðum svipti, nýja tímans tjaldi lyfti. Trú frá lögmálsþrœlkun kippti föila munksins hamarshögg-, hvell og snögg. J

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.