Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.1967, Qupperneq 11

Bjarmi - 01.10.1967, Qupperneq 11
lega: „Ég vil fá svar án allra horna.“ „Þér skuluð þá fá svar án horna og tanna,“ sagði Lúther. „Göfugi keisari og furstar, ég hef skrifað margar bækur, sum- ar gegn þeim villukenningum, sem allir menn viðurkenna að séu villa. Ég þori ekki að neita því, sem mér finnst vera rétt.“ „Þú hefir ekki svarað spurn- ingunni, sem lögð var fyrir þig,“ sagði Eck, fulltrúi páfans, reið- ur. „Viltu taka aftur þær skoð- anir, sem páfinn fyrirdæmir? Þú ert ekki kallaður hingað til þess að prédika. Svaraðu strax.“ „Þar sem hans hátign krefst svars,“ sagði Lúther, „skal ég gefa nákvæmt svar. Verði ég ekki sannfærður með orðum Heilagrar Ritningar, get ég ekki og vil ekki taka neitt aftur. Það er ekki gott fyrir kristinn mann að tala gegn samvizku sinni.“ Því næst leit hann í kringum sig á hinn skrautbúna hóp, teygði út handleggina og kallaði með þrumandi raust: „llér stend ég og get ekki annað, Guð lijálpi mér! Amen.“ Einfaldleiki og hátign þess- ara orða vakti undrun þingsins. Menn voru sem þrumulostnir, og enginn vanþóknunarkurr heyrðist. Keisarinn náði sér fyrstur og sagði síðan: „Þessi munkur talar djarflega. Hann er hugrakkur í hjarta.“ „Taktu villukenningar þínar til baka,“ æpti Eck, „annars mun keisarinn fara með þig eins og þrjózkan villutrúarmann.“ „Guð hjálpi mér!“ svaraði Lúther. „Ég þori ekki að taka neitt aftur.“ Lúther dró sig því næst í hlé, en var brátt kallaður inn aftur, og önnur tilraun var gerð til þess að fá hann til þess að taka kenning sína aftur. „Marteinn, þú hefir ekki tal- að með þeirri hæversku sem skyldi,“ sagði Eck. „Það er f jar- stæða að tala um Ritningarnar eins og þú gerir. Segðu einfald- lega, hvort þú vilt afturkalla eða ekki.“ „Ég hef ekkert annað svar en það, sem ég hef þegar gefið,“ sagði Lúther rólega. „Ríkisþingið mun koma sam- an á morgun, til þess að heyra álit keisarans,“ sagði Eck. „Þú mátt fara, Lúther.“ Klukkan var nú orðin átta um kvöldið, þegar Lúther gekk eftir troðfullum götunum í fylgd með hermönnum. „Er verið að fara með hann í fangelsi?“ hrópaði múgur- inn. „Nei,“ svaraði Lúther, „ég er aðeins að fara í gistihús mitt.“ Er hann kom inn í herbergi sitt, kom þjónn inn með silfur- drykkjarker. „Hertoginn af Brunswick biður yður um að hressa yður,“ sagði maðurinn. „Guði sé þökk. Ég er þá ekki alveg vinalaus. Guð minnist Eiríks hertoga á dauðastund- inni,“ svaraði Lúther. Næsta dag lýsti keisarinn því yfir, að hann mundi fórna keis- aradæmi sínu, dýrgripum sínum,’ vinum sínum, lífi sínu, líkama og sál til þess að eyðileggja Martein Lúther. Lúther fór að ráði vina sinna og yfirgaf Augsburg að nætur- lagi. Hann hafði hitt Cajetan kardínála að máli þar. „Segðu aðeins sex bókstafi! Revoco! Ég afturkalla!“ sagði umboðsmaður páfa. „Ég þori það ekki,“ svaraði Lúther ákveðinn. „Sannaðu, að ég hafi rangt fyrir mér og þá mun ég fúslega taka þetta aft- ur.“ „Vill kjörfurstinn stefna lönd- um sínum í hættu þín vegna?“ „Guð forði því.“ „Hvert ætlar þú þá að leita til þess að fá vernd ? Hvar ætlar þú að vera?“ „Undir himninum — eða í himninum,“ sagði Lúther. „Guð stöðvar öldur hafsins við strönd- ina, og hann stöðvar þær með sandi!“ bætti hann við. „Hann mun leiða þetta mál farsællega til lykta.“ Kristniboðssambandinu bárust eftir. taldar gjafir í ágúst: Frá einstaklingum: A. H. kr. 10.000,00, H. og G. M. kr. 1.000,00, Á. S. kr. 500,00, G. H. kr. 500,00, Áheit kr. 100,00, S. K. kr. 500,00, J. Þ. kr. 1.300,00, P. S. kr. 100,00, D. G. kr. 1000,00, M. Kd. kr. 300,00, G. S. kr. 12.000,00, St. G. kr. 2.400,00, S. G. 2.700,00, G. B. kr. 100,00, í tilefni af- mælis kr. 5.000,00, S.F.S.V. kr. 2.000,00. Félög og samkomur: lnnk. samskot á tjaldsamkomum kr. 21.930,06, Innk. á kveðjusamk. vegna Katrínar og Gísla kr. 41.076,33, Innk. í IV, V, og VI fl. í Vindáshlíð kr. 1217,10, Innk. viðb. við tjaldsamk. kr. 200,00. Baukar: Baukur Edithar kr. 176,91, Baukur á vinnustað kr. 654,95, J. S. kr. 252,55. Kristniboðssambandinu bárust eftir- taldar gjafir í sept.: Frá einstaklingum: S. W. kr. 2.000,00, N. N. kr. 100,00, Z. kr. 6.000,00, Gjöf úr dánarbúi K. D. kr. 5.000,00, Á. Á. kr. 1.000,00, S. Þ. kr. 105,00, T. S. kr. 7.000,00, G. S. 150,00, Þ. S. 100,00, A. D. 125,00, I. B. kr. 300,00, K. E. 5.250,00, I. S. kr. 100,00, Á. G. kr. 100,00, R. M. kr. 1.000,00, S. G. kr. 1.000,00, J. V. kr. 1.000,00, O. I. kr. 400,00. Fé'ög og samkomur: Samkoma í Sævangi kr. 250,00, Sam- koma á Drangsnesi kr. 636,00, Sam- koma á Hólmavík kr. 715.00, Innk. á samkomu kr. 367,00, Innk. á sam- komu í Betaníu kr. 16.220,00. Baukar: Baukur í vörðu á Bitruhálsi kr. 228,45, Baukur i Laugarneskirkju kr. 613,88, Baukur Ásdísar kr. 154,75. r-----------------------------n Samliaiul íslenzkra kristniboðsfélaga Skrifstofa: Amtmannsstíg 2B - Reykjavík Simar 17536 og 13437 Pósthólf 651 Bréf og gjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnar ^J BJARMI 11

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.