Bjarmi - 01.10.1967, Qupperneq 30
Aðalskrifstofan
Leynilega kristinn
4% „kristinna manna“ í Japan.
Ibúar Japans eru nú taldir vera 99 milljónir. Af þeim eru nú
aðeins 0,8% taldir kristnir, þ. e. a. s. þeir eru skráðir í einhverja
kirkjubók, jafnvel þótt mikill hluti þeirra komi ef til vill sjaldan
til kirkju. Hvílíkur starfsakur! Það er ekki aðeins, að eitt og eitt
ax hafi orðið eftir á þessum akri, heldur má segja, að akurinn
sé allur óunninn. Uppskeran er rétt. aðeins byrjuð.
Samt geta einkennilegir hiutir gerzt. I manntali hins opinbera
skrá um 4% landsbúa sig kristna. Hvernig stendur á því? Tugir
þúsunda hafa, ef svo má segja, streymt í gegn um kirkjur og
biblíunámskeið og hafa síðan horfið aftur út um bakdyrnar. Það,
sem sáð var, er nú ef til vill farið að skjóta frjóöngum. Þeir
vilja að minnsta kosti ekki lengur teljast búddatrúar. Og þá
skrá þeir sig kristna. Ég held, að eitthvað geti gerzt í hópi þess-
ara manna í náinni framtíð. Hver vill biðja fyrir þeim?
Vera má, að einhverjir þessara einstaklinga hafi snúið baki
við kristindóminum vegna ofsóknanna á heimsstyrjaldarárunum.
Samt hefur Kristur ekki sleppt taki á þeim. Og hætt þú ekki
að biðja fyrir þeim.
Einn þeirra heitir Ishiwarisan. Hann er aðstoðarforstjóri í
sjónvarpsfélagi nokkru. Ég kynntist honum fyrir nokkrum ár-
um, þegar hann vann að kvikmyndagerð. Hann var að segja frá
Betelskipinu. Við gengum fram og aftur um þilfarið tunglskins-
bjarta nótt, og hann sagði mér frá bernsku sinni.
Faðir hans var prestur, og hann vildi sjálfur vera kristinn.
En þetta var á heimsstyrjaldarárunum, og allir urðu að hneigja
sig fyrir mynd keisarans. Hann var skóladrengur og tók sér
stöðu allra aftast, til þess að enginn sæi, að hann hneigði sig
ekki. Samt sem áður komst upp um hann, og hann var kærður.
Próf var í nánd, og enginn, sem hafði ekki shintoaltari heima,
gat náð prófi. Honum var tilkynnt þetta. Hann var vel gefinn
drengur. Yfirkennarinn var góður og göfugur maður og langaði
til að hjálpa unga gagnfræðaskólapiltinum. Dag nokkurn var
hann kallaður inn á skrifstofu yfirkennarans. Yfirkennarinn rétti
honum stóran böggul. 1 honum var shintoaltari. Með þessu móti
gæti kennarinn með góðri samvizku látið drenginn ná prófi.
„Þennan dag gekk ég grátandi heim til mín með heiðið altari
undir handleggnum," sagði Ishiwarisan. Hugsaðu þér, hvílík bar-
átta þetta hefur verið fyrir drenginn. „Þegar ég gekk framhjá
stórri tjörn á leið minni, fleygði ég altarinu í tjörnina — og
hætti í skólanum."
Það varð eitthvað svo hljótt á þilfarinu. Það var komið mið-
nætti, en tunglið lýsti. „Ég tel mig ennþá vera að nokkru leyti
kristin mann, enda þótt ég viti, að það er ekki allt eins og það
ætti að vera,“ lauk Ishiwarisan máli sínu. Ég veit ekki, hvort
vér ættum að telja hann í hópi þeirra, sem bræðurnir hafa gleymt.
(Þýtt úr bréfi norsks kristniboða, sem birtist í N.M.T.)
Stjórnir Kristniboðssambandsins,
K. F. U. M. og K., svo og nokkrir aðrir
aðilar í kristilegu starfi, hafa orðið
sammála um að sameinast um eina
skrifstofu og afgreiðslu fyrir starf-
semi sína. Enginn þessara aðila hefur
raunverulega þörf fyrir að hafa opna
skrifstofu með starfsliði allan daginn,
en sameinaðir hafa þeir mikla og
brýna þörf á slíku. Er það og öllum
þessum aðilum til miklla hagsbóta,
að slík skrfstofa sé starfandi, enda
oft verið óþægilegt, þegar einstakling-
ar hafa þurft að leita víðs vegar um
bæinn til að fá afgreiðslu á erindum
sínum við kristilegt starf.
Auglýsing er birt á næst öftustu
síðu þessa blaðs um skrifstofu þessa,
og bendum vér kristniboðsvinum,
kaupendum Bjarma og öðrum, sem
þetta snertir, á að kynna sér auglýs-
inguna og setja á sig simanúmer.
LÚK. 10—40.
Við/œtur Jesú
ViS fœtur Jesú dvel eg dimmar nœtur,
í dagsins önn, og fœ þar styrk
og mátt.
ViS fœtur Jesú huggast hver,
sem grœtur.
því hann vill gefa öllum frið og sátt.
A8 fótum Jesú eg má œtiS flýja,
þar á eg skjól i lífsins stormagný.
ViS fœtur Jesú fœ eg krafta nýja
og finn, hiS sjúka verður heilt á ný.
ViS fœtur Jesú kraup eg hrœdd
og kvíSin,
og kœrleik hans í hjartaS streyma
fann.
ViS fœtur Jesú vil eg vera hlýSin,
já, vinna allar stundir fyrir hann.
V.
Eina aðferðin til að eignast
vin er að vera vinur.
Emerson.
Vel veiztu, hvernig þú átt að afsaka verk þín og varpa
á þau Ijóma, en þú ert ófús að hlusta á afsakanir annarra.
Réttara væri, að þú ásakaðir sjálfan þig og afsakaðir
bróður þinn. — Tómas frá Kempis.
Þeir, sein vilja ekki iáta skelf-
ast af orði Guðs, munu aldrei
hljóta huggun af orði Guðs.
Grundtvig.
:«« BJAKMI