Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 4
Sendur aí Guði fTr ininnin^arræðu séra (■uiliniuniiar Ola Olafssonar i Dónikirkjunni vió úiför IKjarna livjóiissonar. Menn koma fram, — einn af öðrum. Sendir af Guði. Ekki eru þeir ljósið. Þeir koma til þess að vitna um ljósið. — Guð hefur kosið þá. Þeir ganga veg útvaln- ingar, og sá vegur er stundum brattur, — „því að Drottinn ag- ar þann, sem hann elskar, og tyftar harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur.“ — En handan aga og erfiðis er slíkum geymd sú umbun, sem ekki verður með orðum lýst: Þeir eru bræður Krists, börn Guðs. — Þeirra er himnaríki. í húsi Guðs er kvaddur einn slíkra á þessum degi: — Bjarni Eyjólfsson var fæddur hinn 14. ágúst 1913 í Reykjavík. Hann var sjötta og yngsta barn fá- tækra foreldra af góðum skaft- fellskum ættum. Faðir hans, Eyjólfur Bjarnason, var frá Þykkvabæ í Landbroti. Móðirin, Þórdís Sigurðardóttir, var frá Bakka á Mýrum. Um bernsku sína og æsku rit- aði Bjarni bók, er út kom í Nor- egi fyrir nokkrum árum. Þar er sögð saga af viðkvæmum og veikluðum dreng. Hrífandi og átakanleg er hún með köflum. — Kjör verkamanns með stóran barnahóp voru í knappasta lagi. Fátæktin setti mark sitt á skap- höfn sveinsins. Þó varð trú- hneigðin snemma einhver sterk- astur þáttur í lífi hans. Hann vildi verða prestur. — Hann unni mjög föður sínum, sem var róttækur baráttumaður fyrir bættum kjörum verkalýðs, en föðurlaus varð hann á áttunda eða níunda ári. Uppfrá því varð hann einrænni og innhverfari en áður, og minningar um bar- áttu móðurinnar við einstæð- ingsskap og sára fátækt brenndu sig í hugskot hans. Frá þeim ár- um varð honum óbærilegt að skulda nokkrum manni nokkuð. — Kennari hans í sunnudaga- skóla KFUM, Guðmundur Ás- björnsson, gaf honum Biblíu. — Þá bók las hann upp frá því. Hún hafði sterk og varanleg áhrif á hann. Annar kennari hans, Jens Jensson, gaf honum bók um indverska kristniboð- ann, Sadú Sundar Sing. — Þá kviknaði fyrst sú glóð, sem síð- ar varð að brennandi kærleika til kristniboðs. Fljótlega eftir fermingu tóku að æsast öldur hugans, svo að af varð löng og tvísýn trúarbar- átta, sem harðnaði með hverju ári. Biblían lauk æ betur upp augum hans, kenndi honum að skoða sjálfan sig með augum Guðs. Það leiddi ekki til gleði, heldur til sektarkenndar og nán- ast örvilnunar á stundum. Hann reyndi að iðrast og játa synd sína. En hann heyrði aldrei svar Drottins. — Hann gekk í ungl- ingaskóla, stundaði vegavinnu á sumrum, svo lengi sem heilsa entist. Nýir vinir, ný reynsla og nýjar kenndir unglingsáranna urðu honum í ýmsu til gleði, en juku á hinn bóginn togstreitu hugans og sálarstríðið. — Hann kynntist Magnúsi Stefánssyni, skáldi. — Sjálfan langaði hann æ meir að skrifa og verða skáld, og hann hlaut uppörvun til þess. — Hann tók að stunda unglinga- fundi í KFUM, — kynntist séra Friðrik og öðrum leiðtogum þar. Við það jókst trúarleg þekking hans og skilningur. En frið við Guð gat hann þó aldrei fundið. — Um áramót 1930—31 hafði hann loks ratað í svo mikla and- lega raun, að hann hætti að stunda skóla og gaf sig á vald örvæntingunni og leit sinni að sálarfriði. Um sömu mundir bil- aði heilsa móður hans með öllu. Þar með var heimili þeirra mæðgina lagt í rúst og reis síð- an aldrei aftur. Það, sem eftir var vetrar, sökkti hann sér í lestur Biblí- unnar — dýpra en nokkurn tíma áður. Þá var eins og örlítið rof- aði til um sinn. Jesús varð hon- um nálægari og raunverulegri en hann hafði verið nokkru sinni síðan snemma á bernsku- árum. — Hann fann og skildi, að Jesús var í senn hinn eilífi Guðs sonur — og vinur fátækra og syndugra manna, fylling allra fyrirheita og opinberun vilja Guðs. — Hann var sannfærður, en átti ekki þá trú, sem frelsar. Um vorið 1931 lauk hann gagnfræðaprófi fyrir hvatning kennara sinna. Þá var heims- kreppan skollin á, og fram und- an var aðeins fátæktin, atvinnu- leysi, — sultur og umkomuleysi. — Hann hallaði sér að vinum sínum í KFUM, — reyndi að fara eftir hvatning þeirra og gefa Guði hjarta sitt. — En breytingin varð aðeins til hins verra. Hann sökk í djúpið, — þar sem var syndaneyð og ekk- ert annað. — Það var þá, sem hundraðasti og þrítugasti sálm- ur Davíðs varð að bæn hans: „Úr djúpinu ákalla ég þig, Drott- inn, herra, heyr þú raust mína.“ — Fáeinum vikum fyrir jól ákvað hann loks að gera hinztu tilraun til sátta við Guð. — Tækist hún ekki, skyldi hann láta staðar numið. Hún tókst ekki. Þá var ekki annars kostur en sætta sig við að vera útskúfaður. — Hann hætti að lesa og biðja. Á næsta sunnudagsmorgni lá leið hans framhjá dyrum þess- arar gömlu kirkju, á leið frá vinnu, rétt um þær mundir, er messa var að hefjast. Hann ákvað að fara hingað inn í kveðjuskyni. Er hann sat hér og hlustaði á prédikun séra Bjarna, tók eitthvað að ljúkast 4 B J A II M I

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.