Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 20
VAXANDI VERKEFNI í GAMU GGFA-HÉRAÐI Awasa, 20.11. 1971. Kæru vinir. Okkur gafst gott tækifæri til þess að senda ykkur kveðju, þar sem við eigum frí þennan mánuð. Við höfum ekki átt kost á afleysara fyrr en á þessu ári. Dr. Aarsland frá Irgalem leysir mig af. Kom það sér vel, þar sem ekkert annað sjúkrahús er nú í Gamu Gofa-fylki en Gidole. Sjúkrahúsinu í Chenca hefur verið lokað. Ríkið byggir sjúkra- hús í Arba Minch, en því er ekki lokið. Arba Minch er höfuðstað- ur fylkisins. Eins og þið vitið, er norska kristniboðssambandið að byggja stöð þar og iðnskóla. Á þessu hausti tóku þeir á móti fyrstu nemendunum í iðnskól- ann. I skólanum eiga að verða þrjár deildir, byggingar-, sauma- og véltæknideild. Leggja á áherzlu á landbúnaðarvélar. Það er félagsskapur iðnskóla- kennara í Noregi, sem ætlar að kosta rekstur skólans. Norska ríkið hefur gefið fé til bygging- ar skólans. Per Helland kristni- boði vann mikið verk við upp- byggingu staðarins. Hann lézt á þessu ári af hjartasjúkdómi, og er gröf hans skammt frá, þar sem kirkjan á að rísa. Næsti ná- granni við kristniboðsstöðina er sjúkrahúsið. Vinna við það gengur fremur hægt vegna fjár- skorts, er sagt. Ég heyrði keis- arann segja í ræðu, sem hann hélt á krýningarafmælinu, að Arba Minch sjúkrahús ætti að taka til starfa á þessu ári. Yfir- völdin hafa farið þess á leit við kristniboðið, að það reki sjúkra- húsið. Við höfum afhent tillög- ur okkar, en samningar hafa ekki verið gerðir ennþá. Annar atburður, sem sýnir velvilja yfirvaldanna í Gamu Gofa, gerðist í s.l. viku. Þá kom fræðslustjórinn að máli við Lindtjöi’n, formann okkar, þess erindis að biðja um, að starf yrði hafið í vesturhluta fylkis- ins á meðal hirðingjaþjóðflokks, sem hann lýsti sem mjög frum- stæðum. Allar tilraunir yfir- valdanna til þess að hafa áhrif á hann, hefðu mistekizt. Meðal annars hefðu þeir reynt með valdi að skipa þeim að senda börn í skóla. Ekki tókst þá bet- ur til en að börnin voru skilin eftir í forsjá skólans, en hirð- ingjarnir hurfu á brott til sinna starfa. Okkar starf í Gamu Gofa er nú rúmlega 20 ára gamalt. í Gi- dole var fyrst byrjað og síðan í Konsó. Arba Minch er þriðja stöðin. Innan skamms munu danskir kristniboðsvinir byrja starf í Gressí. I Gressí er stór hópur kristinna manna, sem hefur heyrt undir Gidole. Starf- ið í Gidole er orðið umfangs- mikið. Við fögnum því, að Dan- ir taka Gressí-svæðið. Þegar starfið vex of ört, vofir sú hætta yfir, að hinir ungu söfnuðir fái ekki þá tilsögn, sem þeir þurfa. Að fræða þetta fólk er mikið og vandasamt starf. Hvernig eiga þeir að varðveitast i sinni ungu trú, ef þeir hvorki kunna að lesa Guðs orð né vita skil á grund- vallaratriðum kristinnar trúar? I Konsó hefur vöxtur starfsins orðið með heilbrigðum hætti. Mikið lán er að hafa fengið góða samstarfsmenn. Prestarnir þrír eru öðrum til fyrirmyndar. Það er festa yfir safnaðarstarfinu í Konsó. Ekki er starfið erfiðleika- laust. Gísli mun sennilega skrifa um hörð átök, sem söfnuðurinn hefur orðið að ganga í gegnum. Átökin voru vegna gamalla, heiðinna siðvenja Konsó-þjóð- flokksins, sem á engan hátt voru samrýmanlegar kristinni lífs- skoðun. Þótt við getum þakkað Guði fyrir mikinn og góðan árangur, megum við ekki gleyma því, að við erum rétt að byrja starf okkar á meðal Konsóþjóðflokks- ins. Söfnuðirnir, prestarnir og aðrir starfsmenn safnaðanna eru mjög vakandi fyrir skyld- um sínum gagnvart því að boða heiðingjunum Guðs orð. Stöð- ugt er farið til nýrra staða. Námskeið af ýmsu tagi eru hald- in í þorpunum. Lestur er kennd- ur, trúnemum er kennt og sums staðar er reglulegur skóli, sem kennir öll fög fyrstu bekkja barnaskóians. Verklegum fram- kvæmdum á stöðinni í Konsó er heldur ekki lokið. Kirkja hefur enn ekki verið byggð. Nokkurt fé er fyrir hendi, en ekki nóg. Ráðgert er að byggja kirkjuna og biblíuskólann í einni heild. Fást þá minni salarkynni, sem hægt er að bæta við, þegar halda á stórar samkomur. Loks viljum við þakka öllum kristniboðsvinum heima, sem margir fóma miklu til starfsins og biðja reglulega fyrir því, og sendum við kveðjur okkar með orðum Páls postula í I. Þess. 5, 23—24: ,,En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega, og gjörvallur andi yðar, sál og lík- ami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists. Trúr er sá, er yður kallar, og hann mun og koma þessu til leiðar.“ Ykkar einlæg Áslaug og Jóhannes Ólafsson. r------------------------------- Sainbnml íslcnzkra kristnibndsfclaga Skrifstofa: Amtmannsstíg 2B - Reykjavík Simar 17536 og 13437 Pósthólf 651 Bréf og gjafir til starfs sambandsins sendist til skrifstofunnar 20 R4AUHI

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.