Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 31
Víst er um það, að þessi tilraun stuðlar að því, að útvarp og sjónvarp verður notað meira en áður í þjónustu hinnar kristnu prédikunar." Sálfræðingurinn Willey Olsson komst svo að orði: „Mér virtist prédikun Billy Grahams ein- föid og kjarngóð. Fjöldasamkomurnar má nota bæði til góðs og ills. Þar er allt komið undir boð- skapnum og þeim hvötum, sem þeir láta stjórn- ast af, er flytja boðskapinn. Það er ekki óhugs- andi, að sumir þeirra, sem komu fram á sam- komunum, hafi spurt sig á eftir, hvers vegna þeir gerðu það, en ég hygg, að flestir hafi áttað sig á þeim verðmætum, sem skipta höfuðmáli.“ Billy Graham var glaður og þakklátur, þegar somkomunum lauk, og hann taldi þær myndu marka skil í kirkjusögu Evrópu. Hann var ekki einn um þá skoðun. „Margt kirkjufólk veitti Billy Graham engan stuðning í fyrstu“, sagði þýzki lútherski biskupinn Hans Thimme. „Nú hefur það séð, að herferðin gat af sér andlega vakningu. Æ fleiri hafa hyllzt til hans, af því að þeir hafa komizt að raun um, að hann er maður, sem Guð notar á sérstæðan hátt.“ Sagan á eftir að skera úr um, hvort þau um- mæli standast, sem blað eitt í Rotterdam við- hafði, meðan samkomurnar í Dortmund stóðu yfir: „Billy Graham burstar rykið af kirkjunni í Evrópu.“ Viðautihið Er Billy Graham ekki vellrík- ívúhotísifílaq ur maður? Það er vitað, að ógrynni fjár rennur til starf- semi hans. Sumt af því, sem menn láta af hendi rakna, fer að vísu beint til ákveðinna starfs- greina. Þar má t. d. nefna hina reglulegu sjón- varpsþætti hans í heimalandi hans. Sjálfstæð ver- aldleg félög eiga sjónvarpsstöðvarnar, og verða menn að kaupa dagskrártíma dýrum dómum. Þessir þættir eru kostaðir einvörðungu af ótal- mörgum áhugamönnum og velunnurum, sem gera sér ljóst, hvílíkt gildi þessi starfsemi hefur. Andstæðingar vakningarstarfsemi í Banda- ríkjunum hafa haldið því fram, að sumir áhrifa- miklir prédikarar hafi orðið loðnir um lófana af samskotafé, sem þeir hafi safnað á samkomum sínum. Billy Graham hefur ætíð verið þess hvetj- andi, að kristnir menn gæfu ríflega af tekjum sínum til málefnis guðsrikis. En hann tók snemma þá ákvörðun, að það fé, sem safnast kynni á samkomum hans, skyidi hann ekki nota til eig- in þarfa nema að litlu leyti. Með þetta í huga stofnaði hann ásamt samverkamönnum sínum samtök, sem kallast „The Billy Graham Evange- listic Association“’ Trúboðssamtök Billy Gram- hams. (Áritun er: The Billy Graham Evangelistic Association, 1300 Harmon Place, Minneapolis, Minnesota 55403, U.S.A.) öll samskot og gjafir, sem starfi hans áskotnast, renna til þessara sam- taka og eru færð þar inn á reikninga, en Graham og félagar hans ætla sér aðeins föst laun mán- aðarlega. Þótt Billy Graham sé að manna dómi einhver mesti prédikari, sem nú er uppi, tekur hann ekki meiri laun en venjulegur safnaðar- prestur i stórborg í Bandaríkjunum. Segja má, að stofnun Trúboðssamtakanna hafi verið nokkurs konar „neyðarúrræði". En fyrr en varði hafði félagsskapurinn miklum verkefnum að sinna, og nú eru samtökin eflaust meðal meiri háttar kristilegra starfsgreina í Vesturheimi Þar má nefna útvarpsstarfsemi Grahams,, sem áður hefur verið sagt frá, og svo sjónvarpsþættina. Útgáfa blaða og bóka er gildur þáttur starfsem- innar. Samtökin standa fyrir bréflegum nám- skeiðum í biblíufræðum, gefa út smárit o. s. frv. Þau gefa út kristilega blaðið „Decisiorí', þ. e. Ákvörðun, og áður hefur verið minnzt á fram- leiðslu kvikmynda. Kristilega tímaritinu „Christianity Today“ var hrundið af stokkunum að tilhlutan Billy Gra- hams. Það er nú útbreiddasta kristilega tíma- ritið í Bandaríkjunum og er einnig lesið á Islandi. Hið mikla, alþjóðlega trúboðsþing, sem haldið var í Berlín árið 1966 og sótt var m. a. af Haile Selassie Eþíópíukeisara, ásamt mörgum öðrum, var haldið á vegum þessa tímarits, og var Billy Graham heiðursforseti þess. Hliðstæð þing hafa síðan verið haldin i Asiu og Bandaríkjunum. Maður nokkur segir svo frá heimsókn sinni í höfuðstöðvar Trúboðssamtaka Billy Grahams: „Höfuðstöðvar Billy Grahams eru á hernaðar- lega mikilvægum stað í miðju landinu. Þaðan eru greiðar samgöngur til hinna miklu milljónaborga á ströndunum eystra og vestra, þangað sem beina má starfi einhvers umfangsmesta trúboðs, sem um getur á vorum tímum. „The Billy Graham Evangelistic Association“ er skráð á húsið, þar sem það stendur í miðborg Minneapolis. Að utan likist skrifstofan einna helzt snyrtilegu verk- smiðjuhúsi, og sama er að segja um húsakynnin sums staðar að innan. Það er tekið vel á móti gestum, og innan stundar er farið að sýna mér húsið. Ég hefði víst átt að segja húsin. Samtökin hafa nú orðið um 400 manns í þjónustu sinni, og segja má, að þau hafi keypt heilt hverfi húsa. En það er bæði þörf á húsrými og starfsfólki til að taka við rúmlega 700 þúsund bréfum á mánuði! Ég leit inn til hóps kvenna, sem sitja við það allan daginn að opna bréf. Þær merkja bréfin með ákveðnum lifum, eftir því hvort bréfritarinn ósk- ar eftir bókum, upplýsingum, sálgæzlu eða vill gerast áskrifandi að blaði o. s. frv. Á einni skrif- stofunni sitja tveir prestar og lesa fyrir bréf, þar sem þeir veita hjálp í andiegum efnum. I stórum sal er mörgum smálestum af bókum, smá- ritum og bréfanámskeiðum pakkað inn og síðan sent í allar áttir. 1 annarri stofu er spjaldskrá blaðsins „Decision“. Furðuleg skýrsluvél geymir skrár yfir gefendur, áskrifendur og reikninga. Framh. í næsta blaði. IIJAKMI »1

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.