Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 6
ing, hugleysi, öfund, sundur-
lyndi, rógur, kröfuharka gagn-
vart öðrum, en mildi við sjálfan
sig, — ókristileg „kritik“ gagn-
vart vissum persónum, eftir því
í hvaða hring það er. — Hafið
þér ekki orðið þessa varir? —
Þó undrizt þér deyfð og lítinn
árangur, en hafið það, sem sund-
urdreifir, í yðar eigin hjörtum
og starfinu. Nei, bræður, allt,
sem sundurdreifir, er frá hinum
vonda. Oss ber því að samein-
ast í einum anda trúar og helg-
unar, anda kærleiks, sem ekki
leitar síns eigin, heldur þess,
sem Guðs er.“
Hvað má til lækningar verða?
— Sameiginleg bæn, segir þar.
— Og bænarefnið er einnig
íhugunarvert. Á sunnudögum
skal þannig t. d. biðja fyrir
kirkju og prestum landsins, „að
þeir láti leiðast af Heilögum
anda og boði hið skýra fagn-
aðarerindi." —
Enn er það sumarið 1935,
hinn 17. júní, að Bjami Eyjóifs-
son er kosinn i stjórn Kristni-
boðssambands Islands — sjálf-
um sér til mikillar undrunar. —
Hann er þá aðeins tuttugu og
tveggja ára.
Hver viðburðurinn rekur síð-
an annan. Árið 1936 kemur
hingað merkileg og uppörvandi
heimsókn frá Noregi, — Ole
Hallesby, prófessor, ásamt
nokkrum stúdentum. Árið eftir
fara þeir nokkrir héðan á kristi-
legt stúdentamót i Noregi. Þar
eignast þeir nýja reynslu meðal
trúaðra jafnaldra. — Þeir efna
til kristilegra móta í tjaldi við
Vatnsenda. Þær samverustundir
verða áhrifaríkar. Bjarni finnur
og skilur, hvílík næring og upp-
örvun það er kristnum mönnum
og kristniboðsvinum, sem lifa i
dreifingu, að fá að koma sam-
an og uppbyggjast sameiginlega.
Hann gerist forgöngumaður um
almennt, kristilegt mót í Hraun-
gerði 1938, — og það verður
slíkur viðburður, að almenn mót
eru talin til árlegra nauðsynja
vor á meðal. Andi Drottins er
með í verki. —
Árið 1939 er Bjarni kjörinn
formaður Kristniboðssambands-
ins, aðeins tuttugu og sex ára.
— Hann er valinn til forystu á
akri Guðs, — og skyldur og
byrðar, sem á hann leggjast,
verða æ þyngri með hverju ári,
sem líður. — Þó lætur honum
bezt að lifa og starfa með fá-
mennum vinahópum. Þar er
hann fullkomlega með sjálfum
sér, — glaður, — hlýr, síauð-
ugur í verki Drottins, — ávallt
að miðla og fræða. — 1 litla
húsinu á Þórsgötu koma vinir
saman a. m. k. í tvo áratugi í
hverri viku — til þess að lesa
saman Guðs orð, biðja og
syngja. Og Bjarni er leiðtoginn.
Margur lifir þar dýrmætar
stundir. — Alla daga vikunnar
er starfað frá fótaferð og stund-
um langt fram á nótt. — Starf-
ið í KFUM er einhver sterkasti
þáttur í lífinu, — en kristniboð-
ið tekur einnig æ meiri tíma,
orku og kærleika. Það er köllun
lians framar öllu öðru. — Þó er
hann, þegar fram líða stundir,
kjörinn í stjórn KFUM. Þegar
séra Bjarni lætur af formennsku
félagsins fáum mánuðum fyrir
dauða sinn 1965, er Bjarni Eyj-
ólfsson kjörinn eftirmaður hans.
Þess gerist ekki þörf, að
lengra sé rakið, og Bjarna Eyj-
ólfssyni þarf ekki hér að lýsa,
— hvorki hinu kyrrláta og hlé-
dræga fasi hans — né heldur
þeim eldi og krafti, sem innra
bjó. Hann var lærisveinn Jesú
Krists, — vottur þess, að hann
hafði endurleyst, friðkeypt og
frelsað syndara. Vitnisburður
hans var alvöruþrunginn og
fluttur af djúpri sannfæringu —
í Bjarma, i vinahópum, við sálu-
sorgun einstaklinga, úr prédik-
unarstólnum, í sálmum og
söngvum, sem vér þekkjum öll.
Orð Guðs var grundvöllur lífs
hans. Jesús Kristur var skjól
hans og skjöldur. 1 honum var
allt hjálpræðið og hvergi ella.
— Krossinn var Bjarna heilagt
tákn. Ávallt bar hann kross-
mark innan klæða. — Þótt allir
vissu um trú hans, var hann þó
svo dulur á margt í eigin lífi,
að fáir vissu t. d. á hverjum ver-
aldarefnum hann lifði. — Ég
hef ekki heimild til þess að
skýra frá því hér, en úr húsi
Drottins séu þeir blessaðir, sem
báru umhyggju fyrir honum. —
Verkið, sem eftir hann liggur,
er ótrúlegt að vöxtum. Sumt af
þvi geymist á blöðum, — ljóð
og sálmar, prédikanir og margs
kyns fræðandi efni, einkum um
kristniboðið. Sumt geymist með
rödd hans fyrir tækni nútímans.
Allt er það nú orðið að verð-
mætum. En sjálfur dó hann fá-
tækur — eins og hann fæddist
og lifði. Það angraði hann ekki.
Hann var glaður og sæll til
hinztu stundar. Líf hans var lof-
söngur, — og hann vildi, að það
endaði á lofsöng. — Einhvern
tíma á fyrri árum hafði hann
óskað þess, að á dauðastundu
fengi hann að heyra í eyrum
sinum þann volduga lofsöng
Tómasar Aqvinos: „Tunga mín
af hjarta hljóði." —
Hið síðasta versið er þannig:
„Sönnum Guði, son getanda,
Syni getnum fyr’ upphaf,
huggaranum Helgum anda,
hinum tveim sem kemur af,
æ skal syngja sérhver tunga
sanna vegsemd, dýrð og lof.“
f Biblíu Bjarna Eyjólfssonar
voru tvær ritningargreinar rit-
aðar fremst. önnur, sú, er hann
gjarna tengdi við nafn sitt, úr
I. Jóh. 3,1: „Sjáið hvílíkan kær-
leika Faðirinn hefir auðsýnt oss,
að vér skulum kallast Guðs börn.
Og það erum vér.“ — Hin úr
.Tóh. 12,43: „Þeir elskuðu lof-
stír manna meira en dýrð Guðs.“
— Þar við var bætt þessum orð-
um: Varastu sál mín, að það
hendi þig.
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst,
vizka, makt, speki’ og lofgjörð stærst
sé þér, ó Jesú, Herra hár, og heiður klár.
Amen, amen, um eilíf ár.
o n j a n m i