Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 17
sinni, fái þá kjölfestu, sem nauð- synleg er, svo að þeir standist í þeirri ofurhörðu baráttu, sem þeir verða daglega að heyja. Þegar okkur Jóhannes bar að garði, voru öldungar og aðrir starfsmenn safnaðarins á fundi inni í kirkjunni, en þeir höfðu komið saman þegar daginn áð- ur. Þeir sátu í hring úti við veggina, gisna og misjafnlega hallandi, og ræddu ýmis mál. Þarna voru fulltrúar nokkurra safnaða, sem risið hafa á þess- um slóðum. Þeim varð skraf- drjúgt, enda liggur þeim ekki eins á og okkur, taugaveikluð- um hvítingjunum, sem erum flestir hverjir orðnir svo önn- um kafnir, að við megum varla vera að því að iifa. Á meðan skoðaði ég mig um í húsum fjöl- skyldunnar, sem hafði opnað dvr sínar fyrir Sjamebó, prédik- aranum. (Sjamebó er reyndar hróðir Asfás, sem kom heim til fslends um árið.) Fólkið hér um slóðir á nokk- ur húsdýr: Kindur, kýr og hænsni, og sumir eiga asna. Það ræktar nokkrar kornteg- undir og svo baðmull, og eiga sumir langt að sækja á akrana. Marcir hafa garðholu við hús sín. Þarna í Garda sá ég m. a. kaffitré og tóbaksjurt í einum húsagarðinum. Þegar ég kom inn í húsið, sat heimilisfólkið að snæðingi og át soðnar baunir úr stórum notti. og kona hrærði i potti. sem stóð á hlóðum. Þetta ,.eldhús“ var miög stórt. og alls staðar voru rifur og glufur á veggium. svo að reykurinn var ekki miög til óþæginda að dómi gestanna. Okkur Jóhannesi þótti biðin nokkuð löng, svo að við héidum harnasamkomu. meðan öldung- arnir voru að afgreiða siðustu mál sín. Ungur maður. líklega trúhoði. stiórnaði söng, og Jó- hannes talaði til barnanna á am- harisku, sagði þeim sögu úr Nvia testamentinu. og pilturinn túlkaði. Börnin hlustuðu á hvert orð, og auðheyrt var, að mörg þeirra kunnu söngvana. Fyrr en varði kom maður út úr kirkjunni. Hann hélt á stór- um krók eða keng úr járni. Þetta er kirkjuklukkan, og nú var hringt til samkomu. Hópur- inn var orðinn allstór, svo að samkoman var haldin úti. Þarna er nokkurt svæði fyrir framan kirkjuna, líklega þreskivöllur. Og enn hljómaði orð Guðs á þessum stað, þar sem ljósið rann upp fyrir tveim til þrem áratug- um og skín enn, þó að myrkrið hafi ekki enn látið undan síga að fullu. Eins og fyrr segir hef- ur andstaðan gegn trúnni harðn- að á þessum stað, svo að þeir, sem vilja fylgja Kristi, verða að ,.reikna kost,naðinn“. Þeir þarfn- ast fyrirbænar og aðhlynningar. Okkur var boðið til snæðings nð lokinni samkomunni. Kirkju- pólfið var þakið stórum lauf- blöðum, og löngum grindum, ems konar fótalausum borðum, var komið fvrir á gólfinu. Þarna voru nokkrir diskar. og svo hið fræga indierra. súrt brauð, miúkt og þunnt eins og þykk og stór nönnukaka. Þegar menn höfðu setzt á trólfið — við gest- irnir sátum á bekkium —, var vodd borinn á diskana, rauður af ninar og bragðið eft.ir því. og því næst var tekið til óspilltra málnnnn. Við .Tóhannes höfðum góða Ivst. enda voru um sjö klukkustnndir frá bví við höfð- nm fennið árbít um morguninn heima á kristniboðsstöðinni. Þrír til fiórir menn borðuðu af hvevium diski, en hver maður hafði sitt súra brauð. Þarna var í raun réttri hægt að tala um s^mfélagsmáltíð". Stundum rífa menn af brauði sínu. dífa í og ctin.cra uon í bann sem situr við hlið'na. Þetta er vináttu- merki en óneitanlega dálitið kostulegt í augum þeirra, sem ern óvanir siðnum. — Við fórn.m nokkuð aðra leið heim. og menn urðu móðir og heitir í sólskininu. enda sums st.aðnr likt og að klífa þverhnípi. og við erum auk þess í vfir 2000 m hæð yfir sjávarmáli, svo að loftið er þunnt og snautt af súr- efni. Annir lœknisins. Snemma um morguninn, áður en við fórum til Garda, fór Jó- hannes ,,stofugang“ á sjúkra- húsinu, og ég fór með honum fyrir forvitnis sakir. Jóhannes verður að sjálfsögðu að hyggja að sjúklingunum sunnudaga jafnt sem aðra daga. Miklar annir eru á sjúkrahúsinu. Það er óhætt að fullyrða, að orð fer af starfi læknisins og starfsliðs hans, og hefur aðsókn því auk- izt til muna í seinni tíð. Það líð- ur varla sá dagur, virkur dagur, að Jóhannes framkvæmi ekki uppskurð af einhverju tagi. Hirðingi kom langt sunnan úr landi fyrir nokkru og hafði slæma meinsemd í hnénu. Ég kom inn á skurðstofuna, þegar Jóhannes fór höndum um hann. Það var einkennilegt að sjá hann að verki með sög og ham- ar og ,,sporjárn“. Hann sagaði í sundur hnjáliðinn, báðum meg- in við liðamótin, og skeytti end- ana saman, þannig, að maður- inn fær staurfót. Öðruvísi var ekki unnt að hjálpa honum. Nú er hann í gipsi. Þarna var kona með lítið barn, sem þjáðist af næringarskorti. Það var 6 mán- aða gamalt, en vó ekki meira en nýfætt barn. Gisli kom ný- lega með konu frá Konsó. Hún var með barni, en legið hafði sprungið í kviði hennar. Barnið var dáið, en konan lifir. Nýlega dó hér drengur, sem hafði garna- flækju. Sama dag andaðist ung- ur maður, Amhari. Hann var frá Arba Minch. Hann hafði orðið fyrir árás úr launsátri, var stunginn hnífi, og annað lungað varð óstarfhæft. Hafði hann lif- að í mánuð, en þá þvarr honum styrkur. Faðir hans hafði setið yfir honum. Hann bar sig óvenjuvel, og með mörgum orð- um þakkaði hann starfsfólki sjúkrahússins fyrir þá umönn- un, sem sonur hans hafði notið. Ég veit, að starfsfólkið hafði talað við unga manninn um Krist. Guð einn veit, hvern ávöxt það hefur borið. Guðs orð er boðað á hverjum degi á sjúkrahúsinu. hér eins og H.IARMI 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.