Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 5
upp innra með honum. Þar kom í prédikuninni, að skýring Lúth- ers á annarri grein trúarjátn- ingarinnar var höfð yfir: „Ég trúi, að Jesús Kristur, sannur Guð, af Föðurnum fæddur frá eilífð, og sömuleiðis sannur maður, fæddur af Maríu meyju, sé minn Drottinn, sem mig glat- aðan og fyrirdæmdan mann hef- ur endurleyst, friðkeypt og frelsað frá öllum syndum, frá dauðanum og frá djöfulsins valdi, eigi með gulli né silfri, heldur með sínu heilaga, dýr- mæta blóði og með sinni sak- lausu pínu og dauða, til þess að ég sé hans eign------ Þegar orðin: „sem mig glat- aðan og fyrirdæmdan mann hef- ur endurleyst," — náðu eyrum hans, var sem gáttir lykjust upp. Hann vissi og fann á þeirri stundu, að þetta var satt. — Jesús Kristur, sonur Guðs og vinur syndara, hafði þegar fyrir löngu endurleyst, friðkeypt og frelsað Bjarna Eyjólfsson. Sjá, — allt var orðið nýtt frá þeirri stundu. Það mun hafa verið á næsta sumri, 1932, sem hann var í Vatnaskógi og vitnaði af innra eldi um trú sína fyrir félögum sínum og jafnöidrum. Sumir þeirra tengdust honum órjúf- andi böndum. Þeir voru bræður hans i trúnni. Á sama sumri eða um haustið var Bjarni sjúkur og með sótthita að mála KFUM- húsið ásamt öðrum félögum. Þeir komust að því, að hann átti eiginlega hvergi höfðu sinu að að halla. Það var þá, sem þau hjónin á Þórsgötu 4, Sigur- jón Jónsson og Guðlaug Árna- dóttir, tóku hann á heimili sitt. Upp frá því varð hann aldrei viðskila við það fólk. Þeir voru brennandi í andan- um, hir.ir ungu menn í KFUM. — Bjarni gekk að vísu ekki heill til skógar. Hann varð þess vegna að hætta við að þreyta stúd- entspróf, sem hann hafði hug á. Þó að nógar væru námsgáfur, skorti þrekið. En eldurinn brann hið innra, og nóg var að starfa Bróðir Þegar ég var beðinn um að minnast Bjarna Eyjólfssonar fá- einum orðum, var mér það bæði Ijúft og skylt. Svo mikils hef ég notið frá hans hendi. Eftir margra áratuga kynni allt frá æskudögum eru margar minn- ingar, sem sækja á hugann og vitna um vináttu og uppbygg- ingu í Guðs orði og eru mér einkar dýrmætar. Við höfum átt margar stundir saman á Þórsgötu 4, í K.F.U.M., á kristi- legu mótunum, við altarisgöng- ur og bænastundir. Bjarni flutti Guðs orð þannig, að það varð persónulegt fyrir þá, sem heyrðu, þess vegna náðu orð hans hug og hjarta og höfðu úrslitaþýðingu fyrir einstakl- inga; og því erum við mörg, sem þökkum Guði fyrir hann. En dýrmætasta minningin, sem ég geymi um Bjarna, er frá þeim tíma ævi minnar, sem mér á akri Guðs. Bjarni gekkst fyr- ir samkomu með ungu fólki í kristniboðshúsinu, Betaníu, árið 1935. Sama ár var haldin hin fyrsta æskulýðsvika KFUM að frumkvæði Magnúsar Runólfs- sonar. Það var vor i lofti. — Þá um það sama leyti, 1935, réð- ust þeir þrír saman í það stór- virki að taka að sér útgáfu Bjarma, — Bjarni, Ástráður Sigursteindórsson og Gunnar Sigurjónsson. Þar komu bjart- sýnin og eldmóðurinn til skila í ritleikninni. — Bjarni varð að- alritstjóri blaðsins allt til dauða- dags. Þann 11. apríl 1935 hafði hann skrifað litla hugvekju með bænum eða bænarefnum fyrir vikudagana og gefið út á eigin kostnað. Þar má enn i dag sjá, hvað þeim unga votti Jesú Krists lá á hjarta: „Guð hefur gripið inn i.“ — „Og Guð hefur líka hrópað.“ — „Hann hefur reist upp hættumerkið til að- / raun var erfiðastur. Þá var ég 28 ára gamall og hafði tekið alvarleg- an sjúkdóm. Mér fannst þá allt bresta bæði hið innra og ytra. Gerði ég honum þá boð um að koma til mín. Og þeirri stund, sem við áttum þá, gleymi ég aldrei. Ég sagði við hann: „Nú á ég enga trú. Það virðist allt horfið mér og allt í molum, en þó er eitt eftir. Mér finnst ég geta sagt með postulanum: „Vér sáum dýrð hans, dýrð sem ein- getins sonar frá föður.“ Ég veit, að þetta er lifandi staðreynd." Bjarni tók þá í hönd mína og sagði: „Þetta nægir þér“. Hann kyssti á enni mér, og ólýsanleg- ur friður gagntók mig. Þannig var Bjarni, sannur vinur og bróðir í raun, þess vegna þakka ég Guði fyrir hann og blessa minningu hans. Ingvar Kolbeinsson. vörunar." — En honum „er ýtt til hliðar af eigingirnd mann- anna.“ — „Kæru Krists læri- sveinar! Krossinn hefur stöðv- að yður á vegi syndarinnar, og þér hafið látið frelsast. Yður hefir Guð því kosið sem votta þessara hluta. Það erum vér, sem því erum settir til aðvör- unar fyrir menn og starfs fyrir Guð. — Ábyrgð vor er því mikil. Ég hef gengið út og inn meðal Guðs barna hér í bæ, og hjarta mitt hefir fyllzt sársauka, er ég sé, hvernig þau rækja skipanir Guðs, bæði viðvikjandi samfé- lagi heilagra og starfinu fyrir þá, sem ekki hafa látið frelsast. Ég ætla ekki hér að ræða ýtar- lega um ástandið meðal vor. Ef þér hlutdrægnislaust íhugið það í Ijósi Guðs orðs, sjáið þér sjálf, hversu langt vér erum frá kappkostun þeirri, sem á að fylgja í fótspor iðrunar og aft- urhvarfs. Kærleiksleysi, met- ingur, ráðríki, hroki, sjálfsblekk- B J A R M I 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.