Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 10
ÚTVALINN ÞJÓNN GUÐS Köllun og útvalning hefur jafnan verið kristnum mönnum umhugsunarefni og álitamál. Flestir munu þó sammála um, að líf og starf margra kristinna leiðtoga beri ótvíræðan vott um sérstaka útvalningu Guðs á þeim til ákveðinna verka. Sér- stök handleiðsla og blessunar- rík áhrif þeirra staðfesta það, svo að varla verður móti mælt. Þannig er því farið að mínum dómi um vin minn og fóstbróð- ur, Bjarna Eyjólfsson. Vinir hans og samverkamenn í kristni- boðsstarfinu og í æskulýðsstarfi K.F.U.M. og K. eru líka eflaust sammála um, að hann var út- valið verkfæri Guðs, óteljandi einstaklingum til blessunar og hreyfingum þessum í heild. Ekki er ætlun mín með þess- um orðum að rekja æviferil Bjama eða segja sögu hans. Hana hefur hann að nokkru leyti sagt á hrífandi hátt í bók sinni: „Det demret en dag“, er út kom á norsku fyrir allmörg- um árum. Hins vegar langar mig að draga fram nokkur at- riði, sem sýna, hve hann var á margan hátt sérstæður maður, og styðja þá skoðun, að hann hafi verið útvalinn þjónn. Hann var sjúkur og vegalaus 18 ára unglingur, þegar hann kom á heimili foreldra minna, þar sem hann bjó síðan, meðan þau lifðu. Væri hægt að segja frá einkennilegum tildrögum þess, þótt það verði ekki gert hér. En handleiðsla Guðs var þar að verki, og blessun fylgdi honum, ekki aðeins fyrir mig, heldur fyrir okkur systkinin öll og heimilið sjálft. Ég get ekki neitað því, að ég kunni ekki alltaf vel við mig í návist Bjarna fyrstu árin — ekki frekar en syndugir menn kunna við sig í söfnuði réttlátra. Hann var sérstaklega handgeng- inn Biblíunni og bænin var hon- um lífsskilyrði. Trúar- og bæna- líf hans ónáðaði samvizku mína um of á þeim árum. En eftir að ég hafði sjálfur öðlazt aftur- hvarf til trúar, áttum við full- komlega samleið til hinztu stundar lífs hans. Bjarni hafði öðlazt meiri reynslu á vegi trúarinnar strax um tvítugt heldur en margir öðl- ast jafnvel á langri ævi. Trúar- barátta hans í æsku var svo sér- stæð, hörð og langvinn, að eins- dæmi mun vera. Breytingin frá dýpstu örvæntingu til fagnaðar- sælu, þegar fagnaðarerindið laukst upp fyrir honum, var svo mikil, að hún mótaði líf hans allt upp frá þeirri stundu, er hann öðlaðist fullvissu trúar- innar á náð Guðs í Kristi og fullkomnuðu verki hans fyrir synduga menn. Kjör hans í bernsku og æsku höfðu einnig mótandi áhrif á sálarlíf hans allt. Sterka trú- hneigð hlaut hann í vöggugjöf, og sem barn átti hann brenn- andi löngun til að lifa Guði þóknanlegu lífi. Þau fræði, sem hann lærði við móðurkné hlúðu einnig að þessari þrá. Þar lærði hann einlæga trú á Drottin og margt annað um þjóð og mann- líf, sem gáfuð kristin móðir kenndi drengnum sínum. Um „rökkurstundir heima“ hefur Bjarni gert nokkuð kvæði, sem ekki eru almenningi kunn enn- þá a. m. k., og lýsa þau vel þess- um áhrifum, sem hann bjó að alla tíð. Hann var tilfinninganæmur með afbrigðum. Stundum fannst okkur, vinum hans, það ekki einleikið. Á stundum var eins og honum væri gefin spámann- leg innsýn, og oft gat hann séð fyrir málalok strax í upphafi máls þess, er um var að ræða. Sumir telja slíkt e. t. v. almenna skarpskyggni, en þeir sem þekktu hann bezt, líta á þetta sem náðargjöf Guðs, og til eru þeir, sem töldu hann hafa þá náðargjöf, sem í Nýja testa- mentinu er kölluð greining anda. Enda hafði hann frábæran næm- leik gagnvart mönnum og mál- efnum. Sjaldan komu óþægileg atvik eða vandamál honum að óvörum, því að oftast hafði hann hugboð um slíkt fyrirfram. Þótt hann væri óvenjulegum gáfum gæddur, var annað, sem var mikilvægara í fari hans og starfi: Hann var vitur maður. Viðbrögð hans við verkefnum og vandamálum stjói’nuðust eins oft af innri sannfæringu og „augljósum staðreyndum". Ríkur þáttur í lífi Bjarna var sú ánægja, sem hann hafði af að gleðja aðra. Kom hún fram á ýmsan hátt, strax á unglings- árunum, þegar bróðurparturinn af sumarhýrunni í sveitinni fór til þess að kaupa dýrindis slæðu handa gamalli konu, sem var niðursetningur á bænum, og fylgdu með 1 eða 2 krónur, sem þá þóttu peningar. Eða er hann sneri við í tröppum pósthússins, til þess að gefa ræstingarkon- unni peningaseðil, því hann hafði hugboð um þörf hennar. Og margar veizlur höfum við vinir hans setið um dagana, þar sem hann bjó ekki aðeins til dagskrá og flutti hana, heldur bakaði eða matbjó með eigin höndum þær góðgerðir, sem fram voru bornar — stundum nokkurra daga verk. En gleði vöktu slíkar stundir og glaðast- ur allra var hann, er allt fór eins og efni stóðu til. io n j a n M i

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.