Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 1
r Bjarni Eyjólfsson, ritstjóri Bjarma, andaðist þriðjudaginn 18. janúar s.l., eftir langvarandi vanheilsu, og fór útför hans fram fimmtudaginn 27. sama mánaðar að viðstöddum miklum mannfjölda. Bjarni var aðalritstjóri „Bjarma" frá ársbyrjun 1936 og til dauða- dags, eða í 36 ár. Eins og stund- um hefur verið minnzt á, má segja, að forsíðan á fyrsta tölu- blaðinu, sem kom út undir ritstjórn Bjarna og okkar félaga hans í árs- byrjun 1936, hafi markað stefnuna, sem blaðið fylgdi æ síðan, að flytja orð krossins, fagnaðarerindið um Bjarni Eyjólfsson i'ifKÍjóri lljarma F. 14. ágúst 1913 - D. 18. jan. 1972 Jesúm Krist, og fræða um þann grundvöll, sem Drottinn Jesús lagði oss til sáluhjálpar með friðþægingu sinni fyrir syndir vorar og upprisu hans oss til réttlætingar. f ávarpinu, sem „Bjarrna" var fylgt úr hlaði með í þessu sama tölublaði, er komizt að orði á þessa leið: ,,Vér sjáum margt í samtíð vorri, sem berjast þarf gegn. Guðleysi hefur verið tízka undanfarin ár og er tízka enn hjá fjölda manna. En hjá sumum ristir það dýpra en að vera tízka, það hefur náð dýpstu hjartarótum og er orðið þeim eilíft banamein. Það er orðin skipulögð sókn á ríki Guðs. Gegn þeirri stefnu mun blaðið eins og áður berjast. Margt er það, sem stimplað er „helgað Drottni" og borið fram í nafni heilagrar kirkju, en er þó hug- arsmíðar manna og gengur í bága við fagnaðarerindið, mannlegar stefnur, sem reka hið heilaga burt, en setja manninn í staðinn, þótt í hjúpaðri mynd sé. Gegn slíku mun- um vér berjast. Og svo loks svefninn. Fyrir hann hefur málefnið hlotið margan hnekki. Fyrir því mun blaðið í framtíðinni reyna að halda vakandi meðvitund lesendanna um hin veigamestu at- riði kristindómsins, til þess að lín- Framh. á bls. 13.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.