Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 8
af sígarettum (500 stk.). Ég svaraði strax, að nafn hans væri ekki á meðal þeirra, sem ég mætti lána. Maðurinn svaraði, að það hlyti þá að stafa af gleymsku kaupmannsins. Hann ynni fyrir hann og ætti að fá greiðslu fyrir það á þennan hátt. Það var víst það, hve magnið af sígarettunum, er hann bað um, var mikið, sem olli þvi, að mér fannst eitthvað bogið við þetta. En hvað átti ég að segja? Ég hafði að minnsta kosti tvisv- ar sinnum séð þennan mann í alúðlegum samræðum við kaup- manninn. Sannfæring mín um, að hér væri ekki allt með felldu, jókst æ meir. Loks bað ég manninn um að koma aftur síðdegis þennan sama dag. Ég ætlaði að hugsa svolítið um málið. Þegar maðurinn var farinn, hófst barátta innra með mér. Hvað átti ég að gera? Til þess að stytta langa sögu segi ég strax, hver niðurstaðan varð: Ég ákvað að biðja Guð um að gefa mér takn eða vísbendingu um það, hvað ég ætti að gera. Ég bað Guð um að láta annan hvorn vina minna, sem ég til- tók, heimsækja mig í búðina, áður en maðurinn kæmi aftur — ef maðurinn segði ekki sann- leikann. Báðir þessir vinir mín- ir voru á vinnustað sínum, þann- ig að það yrði vissulega tákn, ef þeir kæmu inn í búðina. Tíminn leið. Þó nokkuð var liðið á síðari hluta dagsins, og ég hafði oft litið út um glugg- ann upp á síðkastið. En hvor- ugur þeirra, sem ég átti von á, hafði komið enn þá. Gat ég tek- ið það sem tákn þess, að mér væri alveg óhætt að láta mann- inn fá allar þessar sígarettur? Efinn tók aftur að ásækja mig. Þetta var ekki auðvelt viður- eignar fyrir 17—18 ára ungling. Ég leit enn einu sinni, óróleg- ur í hjarta, út um gluggann. Ég mun aldrei gleyma þeirri sjón, er ég sá. Hverja sé ég koma gangandi þarna eftir göt- unni og stefna til búðarinnar? Já, hverja aðra en þessa tvo Hómliirli jnn Útför Bjarna Eyjólfssonar fór fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 27. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst hún með kveðjuathöfn í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg, sem var þéttsetið vinum hans, ekki aðeins úr Reykjavík, heldur víðs vegar að. Norska Lútherska Kristni- boðssambandið sýndi þann heið- ur og vinarhug að senda sér- stakan fulltrúa til þess að vera viðstaddur athöfnina og flytja kveðju stjórnar sambandsins og kristniboðsvina í Noregi. Var vini mína, sem ég hafði nefnt frammi fyrir Guði. Það var ekki aðeins annar þeirra — eins og ég hafði látið mér nægja sem tákn — heldur báðir! Ó, hve ég varð glaður í hjarta! Og hve auðvelt var að endur- gjalda þeim bros þeirra, er þeir komu inn í búðina! Svo fékk ég að heyra ástæð- una til þess, að þeir komu. Ann- ar vann í miðbænum, hinn í austurhluta bæjarins. Báðum var allt í einu falið að fara sendi- ferð fyrir fyrirtæki sitt. Sá úr ,,austurbænum“ átti að fara niður í miðbæ, og sá, sem vann í miðbænum, átti að fara til austurhluta bæjarins. Þeir gengu því báðir eftir aðalgötu bæjarins, sem liggur frá austri til vesturs. Þegar þeir svo hitt- UTFOR Bjarna Eyjólfssonar það Trygve Bjerkrheim, rit- stjóri Utsyn um áratugaskeið, sérstakur vinur Bjarna og margra kristniboðsvina hér. Bjarni hafði fyrir andlát sitt látið í ljós þá ósk, að kveðju- athöfn yrði í húsi K.F.U.M. og K. og tiltekið þrjá söngva sinna, er hann vildi láta hljóma þar sem hinzta vitnisburð sinn: i.Upp, sál mín, nú og hátt lát hljóma“, „Ó, leyndardóma djúp“ og „Þér lof vil ég ljóða“. Þeir, sem þekktu Bjarna vel, vita einnig, að þessir sálmar túlka vel það, sem var rikastur þátt- ust í nágrenni búðarinnar, þar sem ég vann, datt þeim allt í einu í hug að líta inn til mín til þess að vita, hvernig mér gengi sem kaupmanni. 1 gleði minni sagði ég þeim frá því, er ég hafði tekið til bragðs i vandanum, sem ég hafði lent í. Þeir voru báðir sammála um, að mér bæri að líta á þetta sem svar við bæn minni. Það styrkti mig í því að láta manninn fá neitun, þegar hann kom síðar um daginn. Kaupmaðurinn staðfesti, að ég hefði gert rétt, er ég sagði hon- um frá heimsókn mannsins. Kaupmaðurinn sagði mér, að maðurinn væri mesti svika- hrappur. Oft hef ég hugsað um þetta » n j a n m i

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.