Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.01.1972, Blaðsíða 21
Gæska Guðs ieiðir tii iðrunar Gidole, 21. okt. 1971. Kæru vinir. Mér hefur aftur gefizt tæki- færi til þess að fara út í þorp á sunnudegi. Hér dvaidi í nokkra daga Alf Höyland, ungur smið- ur, sem reisti sjúkrahúsið nýja, röskur og skemmtilegur maður. Við tókum okkur til og fórum akandi og aðallega fótgangandi til þorps nokkurs, sem heitir Ge- bale. Vegalengdin þangað er ekki mikil, en leiðin liggur um snarbrattar hlíðar og gilskorn- inga, og vorum við fegnir, að veður var þurrt, því að það er sannarlega ekki heiglum hent að þræða einstigin í vætutíð, þegar moldin verður hál eins og gler. Ég skil núna, hvers vegna illa fór fyrir manni einum, sem lagður var inn á spítalann fyrir nokkru. Hann hafði dottið út fyrir veginn og var víst bæði rifbrotinn, viðbeinsbrotinn og hryggbrotinn, þegar að honum var komið, þar sem hann lá ein- hvers staðar neðar í fjallinu. Kirkjan í Gebale stendur á skemmtilegum stað uppi á flöt- um hól, en á allar hliðar eru djúpir dalskorningar og hinum megin í hlíðunum standa kofar fólksins, umkringdir pálma- trjám og öðrum gróðri. Stór skóli stendur rétt hjá kirkjunni. Þar þurfa nemendur varla að kvarta yfir loftleysi, þó að bekk- urinn sé þétt setinn, því að vegg- irnir eru ekki annað en gildar trjágreinar, en enginn „kikka“ á milii, eins og oftast er, svo að þarna er hægt að horfa i gegn- um húsið. — Kirkjan er stórt hús með stráþaki, og þar er einnig séð fyrir góðu lofti. Gólf- ið var þakið pálmaviðarbiöðum, og fólkið settist í raðir á blöðin, einkum þó börnin, en flest full- orðna fólkið tyllti sér á bálka uppi við veggina allt í kring. Þarna var allstór hópur, um 150 manns, og tæplega helmingur- inn börn. Þarna var margt skemmtilegt að sjá. Ræðustóll- inn t. d. eða hurðin á kirkj- unni. Ræðustóllinn hafði rétt lag, en vafasamt er, hvort nokk- ur fjöl eða spýta í honum hafi verið hefluð. Sama er að segja um hurðina. Þeir hafa sennilega sléttað viðinn eftir mætti með öxi eða hníf. Við Alf tókum báðir til máls, og þó að túlkarnir væru tveir (annar var hjúkrunarmaður af spítalanum), var gott hljóð. Mest dáðist ég að bömunum, því að samkoman varð löng, hátt á annan tíma. Ekki vil ég þó viðurkenna, að það hafi ver- ið ræðumönnunum að kenna, því að þeir voru báðir stuttorðir. En þegar þeir höfðu lokið máli sínu, mun stjórnandi samkom- unnar hafa spurt, hvort nokkur væri þarna staddur, sem vildi taka ti’ú á Krist. Stóð þá upp kona ein. Hún var sveipuð tepp- inu sínu. Hún sagðist vilja fylgja Kristi. Hún rétti upp höndina og hafði eitthvað yfir eftir stjórnanda samkomunnar, senni- lega afneitun á djöfladýi'kuninni og yfirlýsingu þess efnis, að hún vildi héðan í frá vera kristin. Auðvitað verður enginn ki’istinn af slíkri yfiilýsingu einni sam- an, en slík ákvörðun opinber- lega getur þó verið mikils virði og orðið upphaf á stefnubreyt- ingu einstaklingsins, þó að hann eigi langt í land. Síðan gekk maður nokkur fram og leiddi lít- inn di’eng sér við hönd. Hann talaði langt mál. En erindi hans var að segja frá því, að hann hefði hvai’flað frá trúnni, en Guð hefði kallað til sín að nýju. Hefði það gei’zt með þeim hætti, an sonur hans hefði orðið sjúk- ur, en náð bata, og varð það til þess, að maðurinn sá að sér og sneri aftur til Guðs. Kærar kveðjur, Benedikt Arnkelsson. Mnií ionnadur i húpi rnuiirn rnr<)li<)u. Ki'ni rrifa hrrri Miión. Gleymum ekki Kína Einu sinni var kristniboðs- akur Islendinga í Kína. Nú er Kína lokað land. Óljósar fréttir bei’ast þaðan af hlutskipti krist- inna manna. Rúmenski pi’estur- inn Richard Wurmbrand telur, að mai’gir leiðtogar kristinna manna sitji enn í fangelsum eða fangabúðum. Álítur hann, að þeir séu um 100.000 að tölu. Þó telja ýmsir, að tala kristinna manna í Kína hafi tvöfaldazt á ái’unum eftir að kommúnistar tóku völdin, og að þeir séu nú um 2 (4 milljón, þrátt fyrir þi’engingar og ofsóknir. — Mun- um eftir að biðja fyrir Kína. BJARMI 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.