Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1981, Page 14

Bjarmi - 01.07.1981, Page 14
æru kristniboðsvinir. Það er undarlegt að hugsa um það að f jórðungur jarðarkringlunn- ar skilji okkur að, því að þið eruð lsvo nærri í hugum okkar. „Þótt skilji lögur lönd, / ei lýð Guðs skilja höf.“ Við erum nú búin að vera hér í rúman mánuð og höfum séð um starfið hér ein megnið af þeim tíma. Það hefur gengið vel, a.m.k. enn sem komið er. Fólkið í hérað- inu hefur tekið okkur vel að því er virðist, enda þykir því gott að hafa kristniboðana hjá sér. Kristni- boðið leiðir svo margt gott af sér, s.s. skóla, atvinnu, sjúkraflutninga, svolitla sjúkraaðstoð og svo ótal minni atriði, sem of langt mál yrði upp að telja. Eitt mesta þjóðþrifa- verk í sveitinni fyrr og síðar er án efa vatnsleiðslan, sem Skúli lagði hingað forðum daga. Stöðug- ur straumur fólks er hingað allan daginn til þess að ná í vatn úr krön- unum hér á kristniboðsstöðinni; margir koma, langt að. Út úr myrkrinu Þó er það fagnaðarerindið um hinn upprisna frelsara okkar og Drottin sem hefur mestu áhrifin lægð,- sem veitir mjög litla þjón- ustu. Oft kemur fólk með sár til að láta binda um og þá getum við hjálpað, þótt það taki stundum allt of mikinn tíma frá öðrum störfum. Kjartan hefur oft verið beðinn um að sækja og keyra veikt fólk til næsta sjúkraskýlis. Eitt kvöldið kom fólk með fár- veikt lítið bam með malaríu og um leið með lítinn dreng með skað- brenndan handlegg. Við slíkar að- stæður stöndum við líka ósköp hjálparvana og óskum þess heitt og biðjum, að Guð mætti kalla mann eða konu til að sinna slíkum verkefnum og feta á þann hátt í fótspor Jesú á meðal Pókot-fólks- ins. Við tókum um daginn með okk- ur unga konu með 1—2 mánaða gamalt barn til Kapengúría. Þar er sjúkrahús (25 km héðan eftir vondum vegi upp mikinn bratta), sem ríkið rekur, og getur fólk fengið ókeypis lækningu þar. Litla barnið var greinilega með mjög háan hita og mikið kvef og móðir- in, sem verið hefur kristin í hálft ár, sagðist halda, að barnið sitt væri búið að vera svona slappt í mánuð. Pábbinn vissi ekki að barn- ið væri svona veikt, þar sem h^nn ur morgunhugleiðingar í upphafi hvers vinnudags fyrir starfsfólkið og reynir að hafa þær á swahílí. Okkur fer fram í að nota það mál, en mjög margir skilja eingöngu pókotmálið. Vonandi getum við lært það, eitt og eitt orð í einu, orðaforðinn nú þegar orðinn 15—20 orð! Starfið héma býður upp á mikla möguleika, þótt ekki sé hægt að sinna öllum þeim beiðnum, sem borist hafa um að fá að heyra fagnaðarerindið. Uppfræðsla hinna skírðu er ekki sem skyldi. Flestir eru ólæsir og óskrifandi og geta því ekki uppbyggt sig í trúnni eins og þeir vildu svo gjarnan, en þeir reyna að taka sér tíma tvisvar á dag til að biðja. Bæði á kvenna- fundunum og á skírnarnámskeið- inu, sem haldið er einu sinni í Viku, teygar fólkið í sig frásagnir Biblí- unnar. En ef reynt er að kenna þeim kenningarleg atriði, gengur öllu verr. Þetta er allt svo nýtt og margt að læra bókarlaust, að bezt er að kenna sem mest sögurnar um Jesúm, að ekki sé talað um að sýna myndir með, þá er eins og fólkið sé komið í bíó, svo lifandi og skemmtilegar verða þær þeim. Við þökkum fyrir fyrirbænir KJARTAN JDNSSDN SKRIFAR FRÁ CHEPARERÍU Við erum umvafin bænum ykkar í lífi fólksins og leiðir það úr myrkri heiðni og dauða. Ólöf Inger er að verða hálfs árs og var að fá fyrstu „vinnukonumar" í munninn. Heilmikil magakveisa hefur fylgt því. Ef við hefðum verið heiðn- ir Pókotbúar, hefðum við órtast að hún myndi deyja og þá gripið til þess ráðs að grafa upp litlu tenn- umar deyfingarlaust, eins og ein konan, sem býr ekki langt héðan, en hún skar í munninn á dóttur sinni litlu og fjarlægði fjórar tennur. Við finnum mikið fyrir því, að hér er ekkert sjúkraskýli. Kaþól- ikkar hafa eitt í um sex km fjar- hafði ekki séð það frá fæðingu. Hann hafði verið í nokkra mánuði hjá hinni konunni sinni, sem býr langt í burtu, en sú átti einnig mjög veikt barn, er hafði verið lengi á spítala. Konan átti því enga peninga fyrir neins konar hjálp, fyrr en manninum þóknaðist að koma til hennar. Það hefði óneit- anlega verið gott að geta hjálpað þessari systur okkar hér á stöð- inni. Guð er trúfastur Byggingu hússins okkar miðar mjög vel áfram og við hlökkum mjög til að flytja inn. Kjartan hef- ykkar. Við höfum fundið það svo áþreifanlega að við erum umvafin bænum ykkar. Guð hefur svo sann- arlega verið trúfastur við fyrirheiti sín og gefið okkur allt, sem við höfum þurft á að halda hverju sinni. Þennan pistil viljum við enda með því að benda á hann, sem elsk- aði okkur og lagði sjálfan sig í söl- urnar fyrir okkur. Þekkir þú hann? Á hann þig? Hefur hann fengið að breyta lífi þínu? — Kveðja með Matt. 9,35-38. Ykkar í Kristi, Ólöf Inger, Heiörún, Valdís og Kjartan. 14

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.