Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1981, Page 24

Bjarmi - 01.07.1981, Page 24
TALAÐ RITAÐ Áhrif kristindómsins Samtökin Lít og land héldu ráð- stefnu í Reykjavík 18. apríl s.l., þar sem fjallaö var um efnið Maður og trú. Hefur þess verið nánar get- ið í fjölmiðlum. Bjarmi birtir hér brot úr um- mælum nokkurra þeirra, er til máls tóku, skv. frásögn Mbl. J2> Eina skynsamlega skýring þess, sem gjörðist á alþingi árið 1000, er sú, að kristni hafi lifað í land- inu allan tímann á þeim svæðum, þar sem kristnir menn bjuggu, auk þess sem kristnir þrælar hafi haft mikil áhrif á uppeldi höfðingja- sona, en uppeldi þeirra var einatt að verulegu leyti í höndum am- bátta. Þannig hafi kristnin náð að gegnsýra allt þjóðlífið á 10. öld. Þá verður kristnitakan aðeins eðli- legt framhald þeirrar þróunar. Séra Jónas Gíslason, dósent. Allir, sem tala hér, fjalla um menningaráhrif kristinnar kirkju. Til þess mun hins vegar ætlast af mér að ég hafi í frammi almennar staðhæfingar um menningaráhrif stofnunarinnar á barbarasamfé- lagið íslenska, en að mínu viti flutti hún því siðmenninguna. Ritlist, tónlist, leiklist, myndlist og byggingarlist eru til okkar komnar fyrir kristin menningar- áhrif. Allt eru þetta auðugar list- greinar, sem stefna eins og öll list að fagurfræðilegri fullkomnun og fegurra mannlífi. Dr. Björn Þorsteinsson, prófessor. Ritað mál var frá upphafi frum- skilyrði þess að kristin kirkja gæti þróast; bókin var það tæki sem útbreiðslumenn kristninnar unnu með frá upphafi, og án bókarinnar fékk kristin kirkja ekki staðist. Þar af leiddi, að þjóð sem tók kristni varð einnig að tileinka sér ritlist, bókagerð og bóklestur að því marki, að hægt væri að rækja trúarlega innrætingu og guðþjón- ustur . . . Trúariðkunum kristinna manna fylgir tilbeiðs'a og bæn, sem krefst þjálfunar hugans, einbeitingar og ögunar. Þannig má búast við, að kristinn siður hafi ekki einungis lagt Islendingum til kunnáttuna að búa til bókfell og nota blek og penna til að skrifa á bókfell, held- ur einnig þá tamningu hugans sem rithöfundur þarf til að geta samið bókmenntalegt listaverk. En það er önnur saga. Ólafur Halldórsson, handritafræðingur. Hér verður látið lokiö þessu sögulega yfirliti yfir samband tón- Krossinn er tákn lífsins, ekki dauð- ans. Fagnaðarerindið eflir grósku og heilbrigt mannlíf. listar og kirkju á íslandi á liðn- um öldum. Þó að sambúðin væri lengst af viðburöalitil og fátt nýtt kæmi þar fram, var þó kirkjan alla tíð helzta athvarf tónlistar í land- inu. Allt fram undir lok síðustu aldar var varla til nótnablað, skrif- að eða prentaó, sem ekki var til orðið fyrir tilstuðlan kirkjunnar eða henni tengt með einhverjum hætti. Jón Þórarinsson, tónskáld. Eftirtektarvert er að bæði í ríkj- um sem kennd eru við frjálshyggju og skipulagshyggju mynda trúfélög mótvægi á ýmsum sviðum gegn skaðlegum áhrifum aukinna ríkis- afskipta. Þannig eru það helst trú- félög sem reka einkaskóla á Vest- urlöndum eftjr að menntun varð að samneyslu. Á ég þá aðallega við grunnskóla- og framhaldsskólastig. Er það áreiðanlega til að örva heil- brigða samkeppni á þessu sviði. í Póllandi hefur kirkjan orðið það afl sem helst getur fengið einhverju áorkað til að auka frelsi einstakl- inga og samtaka. í félagsmála- pakka þar í landi var samið um messur á sunnudögum og mér er sagt að Pólverjar hafi sent Bresjnef kirkjutónlist í afmælisgjöf. Dr. Guðmundur Magnússon, háskólarektor. Þegar við lítum okkur nær fer ekki hjá því að við sjáum hvílíku Grettistaki íslenska kirkjan lyfti í menningarefnum. Hún var ekki einasta undirrót og aflvaki þeirrar gullaldarmenningar sem við erum stoltust af, heldur bar hún uppi og nærði íslenska menningu um níu hundruð ára skeið og vann meðal annars það afrek að varðveita tunguna frá þeim örlögum sem tunga Norðmanna hreppti, auk þess sem hún hafði frumkvæðið um að gera íslendinga læsa og skrif- andi fyrsta allra þjóða. Er þá ótal- ið það þrekvirki að hughreysta þjóðina og telja í hana kjark á þeim myrku öldum þegar vonlaus- ast mátti virðast að reyna að halda uppi mannlífi í landinu. Þeim sem fara niðrandi orðum um kirkju og kristni sést gjarna yfir þá mikilvægu staðreynd, að margar þær hugmyndir og hug- sjónir sem við virðum hæst í mann- legum samskiptum eru runnar beint upp úr jarðvegi kristninnar sem aftur átti sinn hugmyndalega bak- hjarl í gyðingdómi. Vil ég þar eink- um nefna hugsjónir kærleika, misk- unnsemi, umburðarlyndis, jafnrétt- is, réttvísi og bræðralags. Sigurður A. Magnússon, rithöfundur. Varðveisla Það er eiginlega merkilegt að þarna um kvöldið, þegar stórviðrið var, þá voru Kristján Ólafsson á Hofsósi og kona hans með barn sitt í rúmi við hliðina á hjóna- rúminu. Þá heyrðu þau að eitthvað fauk á gluggann, konan varð hrædd og þau fluttu strax úr herberginu, en fáum mínútum síðar kemur blikk- plata inn um herbergisgluggann og á hjónarúmið og þaðan á barna- rúmið, svo sýnilegt var að ef þau hefðu ekki verið farin úr herberg- inu hefði orðið stórslys . . . Björn. Mbl. 19. febr. s.l. ,,Já, með ævarandi elsku hef ég elskað þig; fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig.“ Jer. 31, 3. 24 BJARMI

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.