Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 11
VIÐTAL verið gríðarlega erfitt að vera kristniboði þegar vöxtur er mikill því að það getur verið slítandi að geta ekki komist yfir allt sem er aðkallandi. Menn fá vonda samvisku af því að geta ekki leyst úr vanda allra og úr þörf þeirra fyrir fræðslu. Kristniboðar eru undir rniklu álagi og þarfnast stöðugrar fyrirbænar kristniboðsvina og annarra trúaðra. Þrátt fyrir slítandi störf kristniboðanna við að leysa úr daglegum vandamálum sé ég lífið í kirkj- unni. Hún vex og dafnar og vandamálin verða smá- vægileg miðað við allt það góða sem er að gerast í starfinu og kristniboðarnir leysa svo vel úr. Það er eftirminnilegt að heyra hvað leiðtogar lúthersku kirknanna í Kenýju og Eþíópíu láta vel af íslensku kristniboðunum. Þeir þykja mjög duglegir. Mér, yfirmanni þeirra, finnst gott að heyra slíkt hrós og ég verð stoltur af kristniboðunum og kristni- boðsstarfi okkar íslendinga. Hvað er að gerast í kristni- boðsstarfinu þessa dagana ? Það er helst tvennt sem er brýnast. Það þarf að styrkja þá í trúnni sem gangast Kristi á hönd, veita þeim góða undirstöðu- fræðslu um Biblíuna og kristin- dóm svo að þeir varðveitist og þroskist í trúnni. Þá verðunt við að vera sífellt vakandi fyrir því að hefja starf á nýjum svæðurn þar sem trúin á Krist hefur ekki verið boðuð. Þá sé ég fyrir mér spennandi verkefni á nýju svæði í Kenýju. Það er varla að maður þori að hugsa um það því að það kallar á meiri vinnu, fleiri kristniboða og meiri fjár- stuðning frá Islandi. í norðurhluta Kenýju er héraðið Túrkana, norðan við Pókot, þar sem lítið kirkjustarf fer fram. Ég iör í leiðangur þangað árið 1979 og sá að þörfin var mikil. Enn bíður fólkið eftir að trúin á Krist verði boðuð þar. Það get ég séð sem nýtt starfssvæði okkar í náinni framtíð. Ef við byrjuðum starf þar mundi starf okkar í Kenýju og Eþíópíu ná saman því að Túrkana liggur að landa- mærum Eþíópíu þar sern Enn bíðurfólkið eftir að tráin á Krist verði boðuð þar. Það get ég séð sem nýtt starfssvœði okkar í náinni framtíð. Birna og Guðlaugur starfa nú. En mikill skortur á fjármagni leyfir okkur ekki að hugsa þangað í bili. En ég er líka glaður þrátt fyrir öll óleystu verk- efnin sem ég veit af. Ég sé hversu miklar breytingar hafa orðið í kristniboðsstarfinu frá því að ég sá til þess síðast árið 1991. Gríðarlegur kirkjuvöxtur kom mér skemmtilega á óvart og er hann þvílíkur að ntaður trúir varla sínum eigin augunt. Maður sér í þessu kraftaverk Guðs og fyllist þakklæti til Guðs yfir að fá að taka þátt í verkefninu sem Kristur kallaði okkur til: að gera allar þjóðir að lærisveinum sínum. Konur gegna lykilhlutverki í söfnuðunum í Pókot. Vigfús Hallgrímsson. Guðlaugur Gíslason og Birna G. Jónsdóttir eru að undirbúa nýtt starf á meðal Dasenech- þjóðflokksins syðst og vestast í Eþíópíu. 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.