Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 21
Hjalti Hugason STJÓRNMÁL Trúin í kjörklefanum Hugleiðing um kristna trú og stjórnmál / / Iár er heitt vor á Islandi. Hitastigið sveiflast að vísu í kringum meðalhitann, eins og vant er. Hins vegar hefur hitnað í hinum pólitísku kolum eins og gengur á kosningaári. En kemur það mál lesendum Bjarma við? Er blaðið orðið pólitískt? Gjaldiö keisaranum þaö sem honum ber Allt frá upphafi hafa menn glímt við þá spurningu, hvort lærisveinum Krists beri að taka þátt í samfélagsmálefnum. Var það ekki sú spurning, sem lá undir steini, þegar Kristur var spurður: „Leyfist að gjalda keisaranum skatt...?“ og hann svaraði: „Gjaldið ... keisaranum það sent keisarans er, og Guði það, sem Guðs er“ (Matt. 22:15-22)? Allar götur síðan hefur kirkjan leitast við að túlka þessi orð og breyta samkvæmt þeim. Sannast sagna hafa túlkanir þó oft stangast á. Klausturhreyfingin spratt fyrst upp rneðal þeirra, sem töldu, að kristnir menn ættu ekki að bindast þessum heimi með valdabrölti og hagsmunagæslu. Siðbreytingarfrömuðurinn Marteinn Lúther kenndi aftur á nióti, að sérhver maður væri borgari í tveim ríkjum - andlegu og veraldlegu. Skyldur sínar í hinu andlega ríki rækti hann með því að leita Guðs ríkis og réttlætis. Hinum veraldlegu skyldum fullnægði hann hins vegar með því að rækja starf sitt af alúð með öllu því, sem þar fylgdi. I samfélagi ört vaxandi verslunar og viðskipta, þar sem samhæfing, ríkisafskipti og skrifræði fóru hraðvaxandi, hafði slíkt oftar en ekki afskipti af pólitík í för með sér. Raunveruleg merking orðanna um skattpeninginn, skyldurnar við keisarann og skyldurnar við Guð er að líkindum ólík, eftir því hvernig ríkisvaldinu er háttað. Á tímum hins al- valda keisaradæmis fólst merkingin að flestra mati í hlýðni við veraldar- valdið, þar til kröfur þess stönguðust á við opin- beraðan vilja Guðs. I lýðræðisríki, þar sem stjórnarstefna á að byggjast á yfirlýstum vilja almennings, felst merkingin miklu frekar í því, að lærisveinar Krists taki þátt í pólitík. Það gera þeir með því að ganga að kjörborði, þegar slíkt stendur til boða, kasta sér út í hringiðu flokkspólitíkur eða setjast í ráðherrastól. Allt eftir því, hvað hver og einn telur köllun sína fela í sér. Hjalti Hugason er lektor í guðfræði- deild Háskóla íslands. Kristilegir eöa ókristilegir flokkar? Oft læðist að rnanni sá grunur, að margt trúað i'ólk leiti að gildum markalínum, sem liggi þvert um hinn pólitíska leik- eða vígvöll og skipti honum upp í ljós og myrkur, illt og gott. Sumir hafa jafnvel litið svo á, að í þessu efni væri mögulegt að notast við línuna milli hægri og vinstri. Ekki þarf víða yfirsýn yfir hina pólitísku flóru til að gera sér Ijóst, að dilkadráttur af þessu tagi þjónar ekki tilætluðum tilgangi. Bæði hægra og vinstra niegin við strikið hafa kornið fram stjórnmálaöfl, sem kristnum mönnum ætti að hafa verið óinögulegt að starfa með, hefðu öll spil legið á borðinu. Þrátt fyrir það hafa rnargir trúaðir einstaklingar makkað með, enda er Svarti-Pétur oft falinn undir hinu póitíska spilaborði. Þessi staðreynd hefur oft fyllt fólk þeirri svartsýnu skoðun, að í stjórnmálum séu 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.