Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 28
ORÐIÐ Jónas Þórisson ▼ rjár konur árla morguns á leið að luktri gröf. ■"V Þær María Magdalena, María móðir Jakobs I I og Saióme voru snemma á ferð til þess að wJ veita Jesú hinstu kærleiksþjónustu í kyrrþey. JL Hvíldardagurinn var liðinn, nýr dagur að renna upp. Hann byrjar með áhyggjum. Þær ganga hljóðlega um þröngar götur Jerúsalem í átt að grasgarðinum þar sem gröf Jesú var. Kyrfilega hafði verið gengið frá, stór steinn settur fyrir grafardyrnar, innsigli og varðmenn. Hver opnar? Hver mun velta steininum frá? Er þær kornu að gröfinni var sól runnin upp. Nóttin langa liðin. nýr eilífðar dagur genginn í garð. Ljósið hafði sigrað myrkrið, lífið dauðann. Gröfin var opin og gröfin var tóm. Fullar undrunar ganga þær inn í gröfina og fá að heyra um það ótrúlegasta sem gerst hefur. Hann er ekki hér, hann er upprisinn. Hann fer á undan yður og þið munuð sjá hann. Hvað gerðist veit enginn, ekkert mannlegt auga sá þetta undur. Það er Tráarhátíðir eru rnrgar í sögunni og af ólíkumforsendum en aðeins einn páskadagur, ein upprisuhátíð, pví Kristur er svo sanrmlega upprisinn, hann er upprisan ogíffið. leyndarmál Guðs og á því grundvallast kirkja hans, kristin trú. Jesús Kristur er upprisinn. „Hann lifir! Hann liftr! Hann lifir enn í dag! Hann leiðir mig á lífsins stig, og léttir þungan hag.“ Þannig yrkir sr. Magnús Runóllsson. Og hann heldur áfram: „í dag er hann á jorð, þótt veröld ekki viti, það veit hans litla hjörð.“ Kristur reis ekki upp til að hverfa til himins, hverfa frá því mannkyni sem krossfesti hann og bregst honum sífellt, sem afneitar honum og gleymir, sem litilsvirðir kærleika hans og umhyggju. Kristur reis upp til að vera með alla daga allt til enda veraldar. Hann reis upp til þess að ég og þú getum risið upp nieð honum til nýs lífs. Sigur hans er gefinn öllum sem við vilja taka. Hver og einn syndugur maður getur til hans flúið og átt athvarf í neyð og sorg. Sigurinn er unninn, dauðinn og djöfullinn liafa lotið í lægra haldi. Flytjið þennan boðskap, fyrst lærisveinum hans og svo til allra manna. Hann fer í brjósti fylkingar sinnar, með hverjum og einum sem á sigur upprisunnar trúir. Jafnt í gegnum dimman dal sem um grænar grundir, alltaf verður hann með sinni hjörð því hann er upprisinn, lifandi og alstaðar nærverandi Drottinn. Atburður t'yrsta páskadags er einstæður. Á sér enga hliðstæðu í sögu trúarbragðanna og eignast aldrei. Trúarleiðtogar hafa margir gengið um þessa jörð og flutt sinn boðskap með djörfung og skörungskap. Lifað heilögu lífi og fengið marga 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.