Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 18
VIÐTAL og nú er rennandi vatn í skálanum árið um kring. Sumarstarfið er gildur þáttur í starfi KFUM og KFUK hér á Akureyri. Aðsóknin var afar góð á liðnu sumri. Gert er ráð fyrir 24 börnum í senn en rými er fyrir 28 börn. Við höfum góð tengsl við stjórnir annarra sumarbúða KFUM og K og formenn- irnir hittast einu sinni á ári. Draumurinn rættist Fréttamaður Bjarma gisti í húsakynnum KFUM og KFUK í Sunnuhlíð um það leyti sem hann spjallaði við Jón Oddgeir. Sunnuhlíð er reyndar stórt verslunarhús í Glerárhverfi. Við höfum það fyrir satt að hugmyndin um að félögin eignuðust samastað í þessu húsi sé runnin undan rifjurn Jóns. — Við störfuðum árum saman í kristniboðshúsinu Zíon sem Kristniboðsfélag kvenna byggði af myndar- skap og vígði 1933. En okkur hafði lengi langað til að eignast eigin félagsmiðstöð. Við héldum samkomur sameiginlega á sunnu- dögum í Zíon. Þá gerist það að kona nokkur, Kolbrún Hallgrímsdóttir, fer að sækja samkomurnar og virðist kunna vel við sig. Þar kemur að hún fer að hafa orð á því að hún vilji arfleiða KFUM og KFUK að eigum sínum eftir sinn dag. Þegar Kolbrún lést 1977 féll það í minn hlut að ganga frá dánarbúinu. Var þá komið á fót byggingarsjóð þar sem gjöf hennar var stofninn. Við störfuðum árum saman í kristniboðshúsinu Zíon sem Kristniboðsfélag henna byggði af myndarskap og vígði Í9J5. En okkurhafði lengi langað til að eignast eigin félagsmiðstöð. Brugðið á leik á fundi með börnum. Um þetta leyti var byrjað að byggja stóra húsið við Sunnuhlíð og þá lagði ég til að við keyptum hlut í húsinu. Við seldum hús, sem Kolbrún gaf okkur, og höfðum nú handbært fé til að borga fimmtung af verði húsnæðis í Sunnuhlíð. Við fengum lán úr sr. Friðriks-sjóði fyrir sunnan og víðar og höfðum mörg járn í eldinum til að afla okkur fjár. — Jón lét m.a. gera veggplatta með bæninni Faðir vor í bláum lit til ágóða fyrir byggingarsjóðinn. Þá hefur hann til þessa haft veg og vanda af Loganum, auglýsingablaði með viðtölum og fróðleik. Loginn hefur komið út í 14 ár. Póstmenn og sjálfboðaliðar dreifa blaðinu um bæinn og um Eyjafjörð. Hvert tölublað hefur skilað félögunum drjúgum tekjum. Jólakort voru seld o.s.frv. Sigurbjörn Einarsson biskup vígði aðsetur félag- anna í Sunnuhlíð við hátíðlega athöfn 17. niars 1985. Tíu ára afmælið hefur nýlega verið haldið í sumarbúðum er matarlystin nær takmarkalaus og brauðið hverfur fljótt af bökkunum. Sr. Sigfús Ingvason forstöðumaður situr við borðsendann. Björgvin Jörgensson stjórnaði drengjaflokkunum um margra ára skeið. hátíðlegt. Félagsheimilið er á annarri hæð hússins. í því er 100 manna samkomusalur, setustofa, gesta- herbergi, anddyri og snyrtingar. Rúmgott bílastæði er við húsið. Tryggöin og fórnfýsin varöa mestu KFUM og KFUK á Akureyri voru sameinuð 1993. Formaður er Bjarni E. Guðleifsson en Jón Oddgeir er varaformaður. í vetur hafa telpnadeild og drengja- deild verið starfandi í Sunnuhlíð, einnig deild ungs fólks og í febrúar var farið af stað með unglingadeild. Þá eru almennar samkomur á vegum félaganna og Kristniboðsfélags kvenna á hverju sunnudagskvöldi á veturna. — Eg á trú mína á Jesú Krist að þakka öllum þessum félögum auk foreldra minna og svo afa og ömmu sem voru einlægir kristniboðsvinir. Við 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.