Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 15
Af því bara! í sannleika sagt er ég ekki eins og ég ætti vera. í rauninni vil ég gjarna veita öðrum gleði og ánægju, eins og Guð óskar að ég sé, góður. En það er ég ekki. Jafnvel þótt ég sé það, er það yfirleitt af eigingjörnum hvötum - það kemur mér vel. Guð vill hins vegar að ég sé hjálpsamur án þess að hugsa um sjálfan mig, hvort ég fái hrós eða vaxi að verðleikum í augum manna. Og Guð vill að ég sé hjálpsamur án þess að ég geri það af ótta við að verða annars fyrir atyrðum. A stundum er mér nærri sarna um það hvort ég sé eins og ég ætti að vera en oftast veldur það mér van- líðan, því ég finn að eitthvað er í ólagi. Hvað þá? Jú, það er vegna þess að ég er kristinn, ég trúi Guð og son hans Jesú Krist. í Biblíunni stendur skrifað, að Guð fyrirgefi okkur það vonda sern við gerum. Hann vill fyrirgefa af góðri ástæðu, ekki þó af nokkru því sem við höfum gert golt heldur því góða sem Jesús gerði þegar hann lét líf sitt á krossi vegna synda okkar mannanna. Hann dó í staðinn fyrir mig og þig. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sern á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf‘. bá veit ég að Guð horfir ekki á það vonda sem ég kann að gera og sjálfur get ég með gleði lifað lífinu, Jesús dó fyrir mig. Guð hefur gefið mér eilíf líf án þess að ég sjálfur ynni til þess með einum eða öðrum hætti. Þessi staðreynd er svo frábær að ég á erfitt með að trúa henni. Þess vegna þarf ég að lesa daglega í Biblíunni og sækja messur og samkomur þar sem orð Guðs er prédikað og lagt út af því. Ég þarf að heyra um þetta góða aftur og altur. Þýtt úr Indre Missions Tidende; Holger Skovenborg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.