Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 17
VIÐTAL — Og það er hlustað? — Teljarinn á tækinu sýnir mér að fólk notfærir sér þessa „þjónustu“ og það er auðvitað uppörvandi. Stundum tala menn við mig eða senda mér línu. Kona ein skrifaði: „Orð dagsins hafa hjálpað mér, þegar mér hefur liðið illa, og bent mér á að láta Guð leysa vandamálin með því að biðja. Guð blessi starf þitt og fórnfýsi." Viðbrögð eins og þessi hvetja mig til að halda áfram. Fyrst bæn, síöan ekib af stab Viðmælandi Jóns Oddgeirs hefur oft sest upp í bíl þar sem bænarorð á miða eru límd á mælaborðið. Þessa bílabæn hefur Jón látið prenta. — Þetta er eftir erlendri fyrirmynd. Hún var með upphleyptu letri á koparplötu. Ég lét vini mína þýða textann og svo var þetta prentað á litaðan pappír, ekki kopar, með lími á bakhliðinni. Fyrsta prentunin kom 1972. Jón réttir gestinum svartan miða með hvítum stöfum. — Þessi gerð er vinsælust. Bílabænirnar seljast og skipta núorðið tugum þúsunda. Ég vona að þær hvetji fólk til að biðja og til að aka rneð gætni. Kona ein á Egilsstöðum vildi fá 50 eintök. Ég hef fengið orð frá fjölskyldum um að þær leggi ekki af stað í ferð fyrr en þær hafi fyrst beðið saman bænina. Já, sumir segjast ekki hreyfa nýja bílinn sinn fyrr en þeir hafi komið bæninni á sinn stað. Bílabænin selst mest í Kirkjuhúsinu og Jötunni fyrir sunnan og á Shell-stöðinni hér á Akureyri. Útgáfa hennar hefur líka hjálpað rnér að bera kostnaðinn af símsvaranum. Ég var reyndar nýlega að láta prenta aðra bílabæn, stærri, á þunnu pappaspjaldi. Vonandi á hún líka eftir að gera sitt gagn. - Við fáum sjóðheitt te að ylja okkur á og Jón opnar kringlótt kökubox með ljúffengum smákökum. Hann sýnir okkur prófarkir að tveimur greinum sem hann ætlar að gefa út á næstunni. Hann kallar útgáfu sína Þríeykið og hafa nokkur smárit komið út á þess vegum, t.d. um Votta Jehóva og um Biblíuna og spíritismann. Að þessu sinni er verið að undirbúa útgáfu á skrifum eftir Sigurbjörn Einarsson biskup um skírnina og er þess vænst að þau verði prentuð á þessu ári. Útgáfurit Þríeykisins hafa ýmist verið ókeypis eða seld við vægu verði. Orð Guðs til þín er nafn á öskju með 200 völdum Jón Oddgeir Guðmundsson á heima á Akureyri. ritningargreinum sem Jón hefur einnig gefið út og hefur farið víða um landið enda eftirsótt. Gildur þáttur: Hólavatn KFUM og KFUK á Akureyri eiga sumarbúðir við Hólavatn í Eyjaftrði. Þeim var komið upp á árunum 1959-1965. Jón Oddgeir Guðmundsson var 16 ára unglingur þegar séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og dóm- prófastur í Reykjavík vígði skálann. Árin liðu og nú hefur Jón setið lengi í stjórn sumar- búðanna. Formaður hefur hann verið í 18 ár. — Þeir eru orðnir margir vinnuflokkarnir sem farið hafa að Hólavatni um dagana enda sífellt einhver verkefni við að glíma. 1 sumarbúðum þarf stöðugt að breyta og bæta. Við endumýjuðum svefnsalina 1993 og smíðuðum þá nýjar kojur — svo að ég nefni dæmi úr seinni tíð. Vatnsmálin hafa verið okkur erfið. Tilmæli frá Menntaskólanum á Akureyri fyrir fimm eða sex árum um að fá að taka skálann á leigu að j vetrarlagi urðu til þess að við gerðum gangskör að því að bora eftir vatni. Við höfðum notast við vatn úr læk skammt frá og vorum auðvitað vatnslaus allan veturinn eftir að frjósa tók á haustin. Fyrst var borað rétt við skálann en án árangurs. Friðfinnui' Daníelsson bormaður, ættaður frá Gnúpu- felli, taldi líklegt að vatn væri að finna rétt við íþrótta- völlinn. Og hann reyndist sannspár! Þeir kornu niður á vatnsæð. Leiðsla var svo lögð þaðan í fyrrahaust / Eg heffengið orð frá fjölskyldum um að þœr leggi ekki afstað íferðfyrr en þær hafifyrst beðið saman bœnina. Já, sumir segjast ekki hreyfa nýja bílinn sinnfyrr en þeir hafi komið bœninni á sinn stað. [ 1 ^ jei" ”’------------‘ 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.