Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.04.1995, Blaðsíða 24
AFVETTVANGI Helgina 10.-12. mars sl. stóðu KFUM og KFUK t'yrir unglingadeildamóti í Vatnaskógi. Fjöldi þátttakenda var á limmta tug auk margra leiðtoga. Var það mál manna að þetta hafi verið mjög góður og skemmtilegur hópur og mótið hafi í alla staði heppnast sérstaklega vel. Þarna voru unglingar, fiestir á aldrinum 13-16 ára, frá Reykjavík, Keflavík, Akranesi, Ólafsvík og fjölmennasti hópurinn var frá öflugri unglingadeild félaganna í Vestmannaeyjum. Bæði kvöldin voru kvöldvökur þar sem unglingarnir lögðu sjálfir til skemmtiatriði, mikið var sungið og endað með hugleiðingu. Auk þess voru samverustundir fyrir hádegi á laugardag og eftir hádegi á sunnudag og seinni partinn á laugardag voru unnin mjög skemmtileg hópverkefni. Allir hóparnir unnu út frá einhverjum texta í Biblíunni sem segir frá því hvernig Jesús mætir fólki. Hægt var að velja niilli leikhóps, sönghóps, kvikmyndageröarhóps, blaðamannahóps, myndlistarhóps og baksturshóps. Mikið fannfergi í Vatnaskógi átti stóran þátt í að gera mótið skemmtilegt og eftirminnilegt. Skaflar náðu upp á þak á öllum húsunum á staðnum og þurfti t.d. að ganga í gegnum alllöng snjógöng til að kornast inn í matskálann. Frjálsa tímann á mótinu notuðu menn aðallega til að leika sér í snjónum en einnig var spriklað í íþróttahúsinu. Skömmu eftir mótið hitti Bjarmi fyrir þrjá drengi úr unglingadcildinni í Maríubakka í Reykjavík, j)á Sturlu, Ola og Davíð, og spurði þá nokkurra spurninga. Hvernig var ú mótinu? Mjög gaman. Hvað var skemmtilegast? Körfuboltinn í íþróttahúsinu og að syngja í sturtunni. En livað var leiðinlegast? Fara heim. Hvernig voru hinir krakkarnir? Fínir. Hvernig var maturinn? Upp og oían. Hvernig varsnjórinn? Harður! Hann var meiriháttar. Eittlivað að lokum? Bara halda annað svona mót á næstunni. Þess vegna bara um næstu helgi! Það er mikið framundan í unglingastarfi KFUM og KFUK og ber þar einna hæst norrænt unglinga- mót í Danmörku í sumar en á það stefna 60-70 unglingar héðan að fara.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.