Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 3
Ný þungamiðja Það er líklega ekki í tísku að tala um köllun. Líklegra að það falli betur í kramið að tala um að koma sér áfram og berjast fyrir rétti sínum. Við erum oft svo upptekin af okkur sjálfum og því sem okkar er að það stýrir gjörðum okkar og verður jafnvel meginmarkmið í lífinu. Vilji hins vegar einhver tala um köllun þá er sennilegt að fólk geri sér ólíkar hugmyndir um hvað köllun er. Er það eitt köllun að fórna sér algjörlega fyrir hugsjón sína eða það að ferðast til framandi landa sem kristniboði? Gæti verið að það sé líka köllun að sinna daglegu starfi sínu og verkefnum af trúmennsku og heiðarleika? Pegar Jesús kallaði fólk kallaði hann það bæði til eftirfylgdar og starfa. „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða“ (Mark. 1:17). Auðvitað ætlar Guð okkur mismunandi hlutverk í lífinu. Störf og hlutskipti manna eru ólík. Flest vinnum við það sem við myndum líklega kalla „verald- Staldrað við leg“ störf en nokkrir eru þó kallaðir til „sérstakra“ starfa í Guðs ríki, t.d. sem prestar eða kristniboðar. Það á hins vegar ekki að fela í sér aðgreiningu í þá veru að sumir hafi hlotið köllun en aðrir séu bara að vinna venjuleg störf. Þegar við hlýðum kalli Jesú Krists til eftirfylgdar og tilheyrum honum er líf okkar allt orðið að köllun. Hver sem við erum, hvaða starf sem við höfum, hvort sem við vinnum heima eða úti, þá erum við kölluð til að þjóna Guði og náunganum. Eftirfylgdin við Krist snýst um það. Marteinn Lúther talar um að kall Guðs komi til sérhvers manns við dagleg störf hans. Guð er að starfi í veröldinni og þess vegna kallar hann menn til starfa, hvern í sinni stöðu. Lúther segir: „Ef sérhver maður þjónaði náunga sínum væri heimurinn fullur af guðsþjónustu.“ Ef til vill má orða það svo að þegar við fylgjum Kristi hættum við sjálf að vera þungamiðja lífs okkar sem allt snýst um. í staðinn verður Guð miðdepillinn. Við hættum að dýrka okkur sjálf og förum í staðinn að þjóna Guði og náunga okkar í daglegu lífi okkar. Guð heldur áfram að kalla fólk til ákveðinna þjónustustarfa í ríki sínu. Sumir eru kallaðir til að vera prestar, aðrir kristniboðar, enn aðrir leiðtogar í kristilegu æskulýðsstarfi o.s.frv. Og svo er fólk kallað til að þjóna Guði í fjölbreytilegum störfum atvinnu- og heimilislífs. Málið snýst ekki um hvers eðlis köllun okkar er því hún er í raun alltaf sama eðlis. Hún er frá Guði og til þjónustu við hann. Spurningin er hvort við hlýðum kölluninni, hvort eftirfylgdin við Jesú sé raunveruleg eftirfylgd þar sent við göngum í hans fótspor, ávinnum fólk fyrir Guðs ríki og sinnum þörfurn náungans, hvert á sínum stað. Það þýðir að við verðum að afneita sjálfum okkur. „Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér,“ segir Jesús (Mark. 8:34). Hvað merkir það? Það þýðir ekki að við eigum að fyrirlíta okkur sjálf eða gera lítið úr okkur sjálfum. Það merkir að líf okkar hefur eignast nýja þungamiðju. I stað sjálfselsku og eigingirni á kærleikur, fórnfýsi og umhyggja Jesú að einkenna líf okkar. I stað þess að snúast eingöngu í kringum okkur sjálf þjónum við Guði og náunga okkar. Erum við tilbúin til þess? I Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt Arnkelsson og Gunnar H. Ingimundarson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands, kr. 3.000,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu: SALT hf - Tómas Torfason. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Ný þungamiðja.......................... 3 Hilmar Baldursson: KöllunGuðs............................. 4 Halla Jónsdóttir: Fyrirbæn...............................10 Um víða veröld: Kristnir og múslímar saman.............12 Viðtal: Formenn KFUM og KFUK ..................14 Viðtal: Farðu og talaðu!.......................22 Kristniboð: Þrir söfnuðir við kristniboðsstöðina..25 Aí vettvangi: SÍK tekur þátt í útvarpsboðun til Kína.... 26 Helga St. Hróbjartsdóttir: Guð hjálpi okkurtil þess...............28 Jóhannes Ingibjartsson: Samfélag trúaðra.......................30 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.