Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 29
AF VETTVANGI - um réttlætið meðal þjóðanna - um fjánnál þjóðanna - um ákvarðanatöku þjóðanna. Alyktun þingsins var send kvennaráðstefnunni í Peking sem haldin var í ágúst sl. Alyktunin er hljómur af rödd kristinna kvenna. Þá tók við heimsþing KFUK (World YWCA Council Meeting) dagana 7.-15. júlí. Pað hófst með þingsetningu og hátíðarmálsverði vegna 100 ára afmælis Heimssambandsins. Það var mér óverðskuldaður heiður en jafnframt mikil gleði að vera þar fulltrúi KFUK á íslandi, sem einnig á 100 ára afmæli bráðlega. Fram kom að 25 milljónir kvenna stæðu að baki þessara u.þ.b. 750 fulltrúa sem voru á þessum seinni fundi. Við erum í stóru samfélagi margra þjóða. Þinghaldið fór frábærlega fram. Umræður voru opnar og málefnalegar og gengið að máluni og frá málurn af einurð. Skoðanir kvenna voru ólíkar unt margt en lýðræðislegum reglum fylgt í öllum þingsköpum. Ég fann að við höfum margt að læra af þessum framsýnu, djörfu og einlægu konum. Ég kynntist einnig örlítið ólíkuin kjörum og lífsháttum og óskiljanlega erfiðum lífsaðstæðum ntargra þeirra, sem þarna voru og ég talaði við, en einnig hugprýði þeirra, bjartri von og trú á Drottin Jesú og föður miskunnsemdanna, Guð allrar huggunar. Móttökur kóreönsku kvennanna voru frábærar. Gestrisnin mætti okkur hvarvetna í ljúfri framgöngu þeirra og fegurð austurlenskra siðvenja. Söngur, tónlist, dans, litaflóð í skreytilist og fleira og fleira skapaði umgjörð um þinghaldið sem gerði dvölina ógleymanlega og gleðiríka. Við sáum lítið af landinu en við vorum nieð þjóðinni. Forsetafrúin tók á rnóti okkur í sínum bústað. Borgarstjórinn gerði okkur veislu á Olympíuleikvanginum. Ráðherra ávarpaði okkur við þingsetningu og bauð okkur til veislu og KFUK- konur buðu okkur í sitt hús og sýndu okkur meðal annars myndband um starfið í Kóreu, sem bæði er umfangsmikið og marg- þætt. Með þessu nefni ég lítið eitt af því sem við nutum. Kæru systur í KFUK. Ég ber ykkur kveðju KFUK-kvenna uin allan heim. í 100 ára gamalli hreyfingu eru margar kyn- slóðir kvenna, konur á öllum aldri. Heimssam- bandið hvetur til þátttöku yngri kvenna í þingstörfum og ábyrgðarstörfum í KFUK. Það hvetur til ábyrgrar stöðu allra kvenna hvar í stétt og stöðu sern við stöndum. Það hvetur til aukinnar inenntunar í öllum greinum. Það hvetur til þess að við, KFUK-konur, látum rödd okkar heyrast í þeirri kvennahreyfingu sem er í heiminum í dag, rödd sem byggir á grunni KFUK-hreyfingarinnar, þ.e. trú á þríeinan Guð, föður, son og heilagan anda. Við upphaf heimsþingsins Málfríður, Merilyn Miitton frá Kanada, Anne Zanen frá Hollandi, Sadonna Ganguli frá Indlandi og Helga Steinunn 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.