Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 28
AFVETTVANGI Helga St. Hróbjartsdóttir „Guð hjálpí okkur tíl þess að taka ákvarðanir sem endurnýja hreyfingu okkar“ Kvebja frá heimsþingi KFUK í Seoul í Suöur-Kóreu Síðastliðið sumar stóð ég meðal þúsund annarra kvenna í Seoul Cultural Center í Suður-Kóreu á heimsþingi KFUK. Þar var ég fulltrúi KFUK á íslandi í hópi kvenna frá u.þ.b. 100 löndum. í anddyrinu fór skráning fram. Asía, Afríka, Ástralía, Ameríka, Evrópa - já, þar var litla Iandið mitt og nöfnin okkar Málfríðar Finnbogadóttur. Ég gekk í hátíðarsalinn. Fundarhöldin byrjuðu með hátíðarbrag. Fundarkonur voru fagurlega klæddar þjóðbúningum og hátíðarklæðum. Andlitin ljómuðu, gul og skáeygð, en þó ólík, svört og hvít og í ótal brúnum litbrigðum. Alls kyns fólk - kynkvíslir, lýðir og tungur - KFUK-konur frá ýmsum þjóðlöndum. Löndum sem kristniboðar Vesturlanda hafa farið til síðustu eina og hálfa öldina með fagnaðarboðskapinn um Drottin Jesú Krist og frá Vesturlöndum og Austurlöndum nær. Konur sem starfa meðal sinnar eigin þjóðar í trú á Jesú Krist og ganga fram í verki og trú, vinna mann- úðar- og kærleiksverk eftir ýmsum félagslegum leiðum. „Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum." Þessi orð Jesú hljómuðu með mér þegar ég hlustaði á konurnar á heimsþinginu. Þær kynna sjálfar sig og segja: „Við erum kristinn félagssakpur, opinn öðrum, en við störfum á okkar forsendum, þ.e. kristnum trúargrunni. í trúnni á Guð setjum við okkur við hlið hvers barns sem er hungrað, hverrar konu eða manns sem lifir í fátækt, hverrar fjölskyldu sem lifir án vonar og án möguleika til þess að lifa í fullri mannvirðingu. A þessum grundvelli setjum við okkur í andstöðu við allt og alla í heiminum sem varnar barni þess að fá fæðu og húsaskjól, varnar fólki vinnu, menntunar og heilsuverndar. Þar sem við fullyrðum þetta á grundvelli trúarjátningar okkar tökum við okkur stöðu sem við erum ekki vanar að vera í. Það er að vera með eða nálægt hinum fátæka, blinda, þeim sem er í fangelsi, þeim sem er þjáður. Það er að standa upp úr sæti forréttindahópsins og taka stöðuna nær Drottni sem dó undir valdi heimsdrottnanna, hrakinn og hrjáður. Guð hjálpi okkur til þess að taka ákvarðanir sem endurnýja hreyfingu okkar og gera hana að hreyfingu í heiminum í dag og á morgun.“ Hér hef ég vitnað til orða Ruth Sovik, fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimssambands KFUK. Á þessu þingi var fullyrt að hið nýja afl í heirn- inum í dag væri rödd kvenna. Því til staðfestingar var haldið þriggja daga málþing kvenna undir forystu Heimssambands KFUK, dagana 3.-7. júlí, um heimsmálin: 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.