Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 9
FRÁSÖGN Lítur þú á starf þitt sem köllun? „Ég komst að raun um að hæfileikar mínir voru gjöf frá Guði og ég vil nota þá í þjónustu við hann segir hann í viðtali við „Christians in Sport“. Síðan hefur íþróttamaðurinn, sem ensku blöðin kölluðu „aldrei á sunnudögum", einnig byrjað að keppa á sunnudögum. Það var ekki auðveld ákvörð- un. Edwards vildi vera kristinn með vinum sínum í íþróttalífinu á Englandi. En keppni á sunnudögum var vandamál. „íþróttin mín skiptir mig miklu máli en ég vissi jafnframt að Guð vill að ég beri honum vitni með því hvað ég set í forgangsröð. Spurningin var ekki hvort það væri rétt eða rangt að stökkva á sunnu- dögum, heldur hvað væri rétt fyrir mig að gera. Ákvörðunin um að keppa ekki á sunnudögum byggðist á því að trúarlíf mitt væri mikilvægara fyrir mig en íþróttirnar." Seinna dreymdi hann draum sem leiddi til þess að hann fór að hugleiða hvort það væri e.t.v. vilji Guðs að hann keppti einnig á sunnudögum. I draumnum var hann á íþróttavellinum tilbúinn til að stökkva. En aðhlaupsbrautin var lokuð af fjölda fólks sem stóð fyrir honum. Það var síðan fjarlægt og hann gat stokkið. „Ég trúi því að Guð hafi gefið mér þennan draum til að segja mér að það væri ekki keppni á sunnudögum sem ég væri hræddur við, heldur hvað fólk myndi segja ef ég keppti á sunnudögum. Stóra stökkið var ekki að ég myndi stökkva langt heldur þetta skref sem ég tók í trú og trausti til Guðs og þess að hann gæti notað þessa ákvörðu mína,“ segir hann. „Þegar ég hef nú skipt um skoðun og tekið ákvörðun um að keppa á sunnudögum er það vegna þess að ég tel að Guð hafi sýnt mér að ég geti með þátttöku í íþróttum borið honum vitni. Ég trúi því að Guð vilji að ég þjóni honum rneð íþrótt minni. Og Valdís Magnúsdóttir, kristniboði og kennari Valdís Magnúsdótíir fluttist til landsins í sumar, eftir 12 ára starf sem kristniboði í Kenyu. Hún svarar því strax játandi að hún liafi litið á það sem köllun að starfa sem kristniboði. Nú fer fólk til hjálparstarfa á fjarlœgar slóðir og er að láta gott af sér leiða án þess að blanda Guði þar inn í. Hver er munurinn? Það getur verið margt sem leiöir fólk til hjálparstarfa. Yfirleitt eru laun- in góð, jafnvel skattfrjáls. Fólk fær tækifæri til að heimsækja annað land og kynnast annarri menningu og ekkert verra að láta gott af sér leiða. Sá sein gerist kristniboði ytlrgefur eigin inenningu og umhverfi og fer út í óvissuna með það að markmiði að gera aðra að lærisveinuin Guðs. Við hjónin hefðum aldrei enst þarna úti ef við hefðum ekki átt sannfæringu um að það væri Guðs vilji. Þá veit maður, að Guð leiðir, verndar og gefur styrk og fær að revna það. Maður getur ekki verið svona lengi í burtu og tekist á við erfiðleikana án vissu um köllun Guðs. Hjálparstarfsmenn eru yfirleitt ráðnir til eins árs í senn. Núna þegar þú ert komin lieim og starfar sem kennari, lítur þú á það sem köllun? Ég hef kannski ekki upplifað það sem sterka köllun að kenna og frekar litið á það sem hefðbundna atvinnu. Ég stend frammi fyrir því núna, þar sem ég er með mjög erfiðan bekk, að afhenda Guði það líka og spyrja um hans vilja. Venjulega er það þannig þegar við erum að leita eftir Guðs vilja, að við biðjum til hans og svo opnast dyr hér og þar. Svo fínnum við að við erum á réttri hillu, þegar við erum búin að henda okkur út á djúpið. hann sem kallaði mig til þjónustunnar mun einnig koma því til leiðar að svo verði,“ segir heimsmeistarinn í þrístökki, Jonathan Edwards. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.