Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 17
VIÐTAL KFUK erum auðvitað mjög ólík og við höfum ólíkar aðferðir við að tjá trú okkar og tilbeiðslu. Við þurfum því að skapa samfélag þar sem við getum öll komið saman eins ólík og við erum og átt samfélag saman við Guð. Olafur: - I þessu sambandi hef ég verið þeirrar skoðunar að almennu samkomurnar eigi að vera vettvangur þar sem allir geti fundið sig heima og þess vegna þurfa þær að höfða til sem flestra þannig að þeir vilji taka þátt í þeim. Og mér finnst margt jákvætt hafa gerst í því efni eftir að við fluttum í nýja salinn á Holtavegi. En jafnframt þarf að vera rúm fyrir ólíkar samverustundir sem mæta þá mismunandi þörfum, t.d. AD-fundir og ýmsir stærri eða smærri hópar sem sinna hinu nánara og persónulegra samfélagi. - Erpredikun ogfrœðsla ífélögunum nógu skýr og markviss ? Gyða: - Ég tel að fræðslan í æskulýðsstarfinu sé markviss. Þar höfum við boðunarefni sem Lands- samband KFUM og KFUK hefur gefið út og þar er bæði skipulega og faglega unnið að því að koma kristinni fræðslu og boðun á framfæri við börnin. Mér finnst hins vegar erfiðara að greina það sem fram fer í fullorðinsstarfinu, t.d. á AD-fundum og samkomum félaganna en tel þó að þar fari fram skýr boðun Guðs orðs. Hvað fræðsluna varðar þá höfurn við Biblíuskólann. Hann er vettvangur fyrir mikla og góða kristilega fræðslu og ég held að hann sé mjög góð viðbót í fræðslumálunum. Ólafur: - Það má líka benda á að færst hefur í vöxt á ný að halda námskeið fyrir þá sem starfa í æskulýðsstarfinu og í sumum tilvikum er fólk jafnvel skyldað til að mæta á slík námskeið þar sem farið er í ýmis grundvallaratriði. Það hefur því ýmislegt verið gert á sviði fræðslumála undanfarið en auðvitað má alltaf gera betur. Hvað varðar boðunina í fullorðinsstarfinu mætti hugsa sér að hafa svipað skipulag og í barnastarfinu, þ.e. leggja upp með ákveðið skipulag eða boðunarefni. En þá stöndum við líka frammi fyrir því að gera okkur betur grein fyrir hver sé aðalt i Igangurinn með almennu samkomunum okkar. Eiga þær að vera vakningarsamkomur eða fyrst og fremst til uppbygg- ingar fyrir hina trúuðu eða er aðaltilgangurinn fræðsla? Hvað sem okkur finnst í því efni er mikil- vægt að það sé stöðugt umhugsunarefni okkar að reyna sífellt að gera betur og að predikunin sé skýr og markviss boðun Guðs orðs. Pað er meiri hætta á, eftirþví semfélagið eldist, að starfið verði stofnun en ekki straumur, eins og sr. Friðrik lagði svo mikla áherslu á. - Hvað um sálgœslu ogfyrirbœnarstarf? Ólafur: - Ég hef glaðst yfir því að þessi þáttur er að fá meira vægi í samfélaginu en hann hafði oft áður, a.m.k. er hann sýnilegri en áður. Það hafa verið samkomur þar sem boðið er upp á fyrirbænir. Aður gerðist þetta e.t.v. meira í einrúmi og heima- húsum. Hópur fólks í félögunum er greinilega með- vitaður um mikilvægi sálgæslu og fyrirbænar og hefur tekið þau mál sérstaklega að sér og aldrei verður lögð of mikil áhersla á þennan þátt starfsins. Allir þurfa einhvern tíma á því að halda að fá sálgæslu og eiga samtal við einhvern sem hlustar á þá og styrkir þá með orði Guðs og fyrirbæn. Þetta er eðlilegur hluti af góðu samfélagi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.