Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 24
VIÐTAL Konny ásamt Lilju Siguröardóttur og Gísla H. Friögeirssyni. voru virðing og viður- kenning mér svo mikil- væg og trú mín og traust til Jesú svo léttvæg? ! Ég brast í grát og grét mikið. Ég skammaðist mín ólýsanlega!! A meðan ég grét fann ég að Jesús sagði við mig: „Ég þarfnast þín! Fylg þú mér með öllu sem þér tilheyrir! Vertu þjónustustúlka mín! Ég er kominn til að veita þér gleði og allt sem þú þarfnast.“ Þá kraup ég niður og gaf mig algjörlega. Ég fékk að reyna fyrirgefningu synda minna og fyllingu heilags anda. Þetta þykir okkur yndislegt að heyra og við lofum Guðfyrir það! En var Guð húinn að undirhúa þetta á einhvern hátt og hvað hefur hreyst eftir afturhvarf þitt? Guð lagði leið mína til Islands. Ég kynntist KSS fimm mánuðum eftir að ég kom til Islands og englar Guðs hafa örugglega alltaf beint mér í rétta átt. Eftir þetta, sem ég er búin að segja frá, urðu sunnudags- kvöldin í Breiðholtskirkju (UFMH) mér blessunarrík, einkum snertu tilbeiðsluljóðin við mér. Guð hefur læknað mig af blindu, sem fram að þessu hefur hindrað mig í að sjá að ég er dýrmæt og þess virði að vera elskuð. A hverjum degi er ég þakklát að fá að lifa og vera undursamleg sköpun hans eins og segir í Sálmum Davíðs 139,14. Eftir þessa köllun til eftirfylgdar er ég meðvituð um mátt heilags anda til að breyta okkur. Ég þrái að líkjast Jesú og vil játa að hann er Drottinn. Ég má biðja um auðmýkt til að gleði mín breytist ekki í hroka og um ljúflyndi ef ég reiðist. Drottinn vill breyta veikleika okkar í styrkleika sinn fyrir áhrif heilags anda. Guð lagði leið mína til Islands. / Eg b/nntist KSSfimm mánuðum / eftir að ég kom til Islands og englar Guðs hafa örugglega alltafbeint mér í rétta átt. Þetta getur hann gert ef við gefumst honum til fulls. Ég get ekki lýst gleðinni sem Guð gefur og þeim friði við hann sem ég þráði alltaf svo mikið. Er eitthvað sem þú vilt segja lesendum að lokum eftir þess reynslu þína ? Verið ekki hálfvolgir kristnir menn! Jesús segir: „Þið getið ekki þjónað bæði Guði og mammón!“ Takið hundrað prósent ákvörðun að fylgja Kristi og þið munið eignast sannan frið. Jesús þarfnast ykkar, hann þarf fólk sem gefur sjálft sig algerlega til þess að Drottinn geti notað það. Guð blessi ykkur! Eftirmáli: Faðir Kornelíu lét nú í haust afstörfum fyrir aldurs sakir, en hann sat ungur þrjú ár í fangelsi vegna þess að hann hoðaði á grundvelli trúarinnar kœrleika í mannlegum samskiptum, einnig í garð þeirra sem taldir voru gegn skipulagi ríkisins. Konný er nú að hefja nám í guðfrœði við háskólann í Leipzig. Viðtal og þýðing: Gísli H. Friðgeirsson STEINAR WAAGE Toppskórinn SKÓVERSLUN M. 11 VIÐINGÓLFSTORG 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.