Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1995, Blaðsíða 4
AÐALGREIN Hilmar Baldursson Guð kallar! Guð talar! Þegar við virðum fyrir okkur þessar staðhæfingar vakna stórar spurningar. Hvernig kallar Guð? Og önnur spurning sem er mikilvæg fyrir mig: Hvernig veit ég að hann kallar á mig? Hvers vegna kallar hann og hvernig? Hvað er það sem ég er kallaður til? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem koma upp í hugann þegar við veltum fyrir okkur köllun Guðs. Hvernig vitum vib ab Gub kallar? Hvemig vitum við að Guð talar, kallar? í upphafi Hebreabréfsins ritar höfundur að Guð hafi oftsinnis talað til mannkynsins í orðum spámannanna en nú hafi hann talað til okkar í syni sínum. Guð hefur komið til mannsins í syni sínum. En til hvers kom hann? Hann kom til þess að frelsa okkur og kalla okkur heilagri köllun, ekki eftir verkum okkar, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem okkur er gefin fyrir Krist Jesú, svo ég noti orð Páls postula í síðara Tímóteusarbréfi (1:9). Með öðrum orðum: Guð kemur til okkar í hinum stóra, óskiljanlega kærleika Jesú. Hann kemur til syndugs manns og segir: Ég, sjálfur skaparinn, stend þér við hlið. Ég vil reisa þig við, endurskapa líf þitt, veita þér nýja lífssýn, gefa þér nýtt, innihaldsríkt líf. Þetta er hinn mikli, óskiljanlegi kærleikur Guðs. Jesús segir: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, Hilmar Baldursson er guðfræðingur og kerfisfræðingur, búsettur í Gautaborg í Svíþjóð. heldur syndara“ (Matt. 9:13). Þrátt fyrir að við menn séum eins og við erum - með flekkaðar hugsanir og gjörðir, skrikkjótt lífshlaup - þá stendur Guð við hlið okkar og segir: Ég elska þig. Ég kalla á þig og vil tala við þig. Ég vil eiga samfélag við þig. Eða eins og Páll postuli skrifar í fyrra bréfi sínu til Korintumanna (1:9): „Trúr er Guð, sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, Drottins vors.“ Guð vill eiga samvist, samveru með okkur. Hann vill lifa með okkur í gleði og sorg. Hvernig kallar Gub? 1 Nýja testamentinu sjáum við Jesú þegar hann kallar lærisveina sína. Frásögnin er einföld, engin stór „dramatík". Þegar Jesús gengur framhjá tollbúðinni sér hann Matteus. Hann segir við hann: „Fylg þú mér!“ Stutt og einföld orð. Sá sem var ávarpaður stóð upp og fylgdi honum. Þannig getur það verið. Guð talar í einfaldleikanum. Margir hafa sagt frá því að Guð talaði til þeirra í kirkjubekk eða á samkomu þar sem orð Guðs var haft um hönd. Aðrir tala um aðstæður í lífinu þar sem Guð talaði. Þessar aðstæður hafa orðið að kalli frá Guði til eftirfylgdar. Einnig höfum við dæmi um að Guð talar til manna á mjög svo kröftugan hátl. Við lesum í Postulasögunni um Pál postula, þann mann sem hataði Krist og kristna menn og gerði allt þess að útrýma þeim. Guð varð að 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.