Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 8

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 8
í BRENNIDEPLI Kirkjrn er að mínum matí alltof mikil stofnun. Hún þarfheldur að láta sig meiru varða þá sem eru í nauð og óska hjálpar. Einnig þarfhún að vera mikíu virkari i málefnum líðandi stundar. Ég vildi líka ná sambandi við fleira fólk, t.d. frá Vietnam en tungumálaörðugleikar hömluðu því. Ég talaði ekki nógu góða íslensku og fæstir þeirra töluðu ensku. Nú hef ég hins vegar náð betri tökum á íslenskunni og hlakka til að takast á við verkefnið. Ekki allsfyrir löngu komfram í fréttum aó einhverjir tóku sig til og máluðu tákn sem tengja má kynþáttafordómum á Háteigskirkju, þar sem þú vannst. Hver voru viðbrögð þín við þessu? Þetta virtist nú því miður vera nokkuð skipulega gert. Slagorð nasista voru máluð ofarlega á vegg kirkjunnar þannig að stiga hefur þurft til. Ef til vill var þetta ekki alvarlegt en einhver vildi í það minnsta láta sem hann væri fullur kynþáttafordóma. Við urðum ekki fyrir neinu slíku aðkasti í Háteigskirkju, hvorki fyrr né síðar. Kirkjan þarf að hleypa heimdraganum Að lokum, hvaðfinnst þér að kirkjan ætti að gera íframtíðinni í þessum málum og hverniggeta meðlimir hennar brugðist við? Þetta er stór spurning. Almennt séð ættum við að spyrja okkur hvað felst í kristinni trú. Svarið er að trúa á Jesú Krist og hlýða honum. Auðvitað reynist okkur mjög erfitt að hlýða honum og við bregðumst. Köllun kirkjunnar er hins vegar ekki að byggja falleg hús eða að sóknar- presturinn einblíni á að vera 1 öndvegi og hafa stór- kostlegar messur. Kirkjan er að mínum mati alltof mikil stofnun. Hún þarf heldur að láta sig meiru varða þá sem eru í nauð og óska hjálpar. Einnig þarf hún að vera miklu virkari í málefnum líðandi stundar. Ég vil nefna sér- staklega tvö málefni nú. Annað hef ég að vísu þegar minnst á, flóttamennina. Hitt er málefni samkynhneigðra. Nú voru nýlega samþykkt lög á Alþingi um staðfesta samvist samkynhneigðra. Hvað sagði kirkjan um það mál? Biskup gaf að visu út yfirlýsingu eftir að lögin höfðu verið samþykkt. Fyrir þann tíma heyrði ég fulltrúa kirkjunnar segja að kirkjan gæfi ekki út yfirlýsingu um málið fyrr en það hefði farið í gegnum Alþingi! Þetta er ekki rétt að minu mati. Kirkjan ber ábyrgð á að reyna leiða þjóðfélagið í rétta átt. -Ég er ekki að segja að þessi að lög hafi verið röng en vil leggja áherslu á að mér finnst að kirkjan eigi að vera stefnumótandi varðandi það sem máli skiptir í þjóðfélaginu. Fólk þekkir ekki réttu lausninar og þarf að fá leiðbeiningar frá kirkjunni í samræmi við kenningar Jesú Krists. Þetta á líka við fleiri málefni, t.d. kjamorku- mál, liffæragjafir og ígræðslur og einnig þátt tækninnar i því að kveikja nýtt líf. Umræðan þarf að vera uppi, en kirkjan hefur því miður verið fjarri og hugsað of mikið um að halda í hefðimar. Starf á meðal útlendinga er eitt þeirra mála þar sem kirkjan þarf að hleypa heimdraganum og þora að fara út á meðal fólksins. Varðandi hvað meðlimir kirkjunnar geta gert þá á fólk einfaldlega að samþykkja útlendinga inn í hið daglega líf. Það er hlutverk kristins manns að bjóða útlendinga vel- komna og kynna þeim hvað við eigum í Jesú Kristi, jafnvel þó að hinn útlendi sé ekki kristinn maður. Hinn kristni á að sýna kærleika að fyrra bragði og útlendingur- inn finni þannig hlýtt viðmót. Við létum nú spjallinu lokið. Sólin skein enn í heiði. Hún hefur aldrei gert mannamun. Eftir notalegt morgun- kaffi á heimili presthjónanna á Bárugðtunni, hefur tiðindamaður Bjarma fengið ábendingu um að i þeim efnum getur hann tekið sér sólina til fyrirmyndar. Gurmar Þór Pétursson

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.