Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1996, Side 11

Bjarmi - 01.09.1996, Side 11
samleið um þá forsendu, að leyni hugans geti opnast inn úr sjálfu sér, að vitundin geti víkkað, dýpkað, náð æðra stigi. En þegar hér er komið skiljast leiðir. Annars vegar eru þeir, sem gera ekki ráð fyrir að finna annað en sjálfa sig, verukjarnann í sjálfum sér, og ná að leysa hann úr viðjum þeirrar skynjunar, sem er bundin efni, tíma, rúmi, persónu- legri ég-vitund, og (þegar trú af indverskum upprana á í hlut) fjötruð við miskunnarlaust lögmál endurholdgana og endurgjalds. Hins vegar era þeir, sem stjórnast af þeirri hugsun, sem birtist í orðunum: Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði (Sálm. 42). Allir eiga að þekkja, hvernig það er að verða hrifinn, gagntekinn, frá sér numinn. Slíkt geta menn lifað án trúarlegs viðbúnaðar eða áhrifa. Og það getur komið fyrir, jafnvel fyrirvaralaust, að manni finnist vitundin rjúfa öll takmörk - það er þess kyns upplifun, sem sérgreinir mýstík samkvæmt flokkun fræðimanna. Hvað sem því líður er það víst, að þegar sál manns lifir mest, fær hún hugboð um eilifð. Guð hefur lagt eilífðina í brjóst manns- ins (Préd. 3,11). Það merkir: Hugboðið er staðreynd og það er rétt, hvernig sem það er vakið, þú átt að vita, að þú ert meira en barn fljúgandi dægra, sem skilja ekkert eftir, og svipulla unaðsstunda, sem eru horfnar um leið og þær heilsa. Þú átt heima í eilífð Guðs. Sú eilífð er það ríki Guðs, sem Jesús talar um og býður að gjöf. Það er í nánd, svo nærri, að það er hið innra, m.ö.o. eins nærri þér og þinn eigin hugur, þinn innri maður, um leið og þú lýkur þér upp þar inni, þá er Jesús þar við dyrnar með ríkið sitt. 3. Kristin innsjá á margt sameigínlegt sálfræðilega skoðað með almennri reynslu af því tagi, sem hér var vikið að, og enn meira sameiginlegt með djúpreynslu manna, sem eru annarrar trúar, þó að skilin séu skörp í grundvallar- atriðum, bæði hvað snertir forsendur, hugmyndir og markmið. Margir kannast við það, sem sr. Friðrik lýsir: „Hann seig niður í kyrrðardjúp sálarinnar, þar sem hugsunin er orðalaus, en sýnir andans stíga þess betur upp“. En það var Jesús, sem hin djúpa íhugun hans snerist um, „hann sá bak við krossinn undur upprisunnar, og honum fannst kraftur og gleði gagntaka sig allan“ (Sölvi bls. 246-247). Sömu sálrænu einkenni segja sitt um það manneðli, sem allir eiga saman, en minna um hinn eina Guð allra manna. En um það era allir alvörutrúmenn einhuga, að hin æðsta reynsla kosti átakamikinn innri viðbúnað og að ekkert sé fullkomlega eftirsóknarvert annað en sá veruleiki, sem þeir hafa komist í snertingu við. Þar er sú perlan, sem allt er látandi fyrir, eins og Jesús segir um ríki sitt (Matt. 13,46). Þar er það í boði, sem eitt er alger nauðsyn (Lúk. 10,42). Þetta, sem er ljóst

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.