Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 15
KRISTNIBOÐ Erfiði frumherjanna “ Bros fór um andlit hans þegar ég nefndi nafn Shamebós. Glaöir Eþíópar Hann kvað foreldra sína hafa átt heima í Gada Bonki. Þegar móðir hans skyldi fæða hann reyndist fæðingin erfið. Voru þvl búnar til sjúkrabörur og lagt af stað með hana til sjúkrahússins. Á leiðinni mættu þeir Shamqbó. Hann spurði hvort hann mætti biðja fyrir þeim. Þau vissu ekki hvort það væri tilhlýðilegt af því að þau væru ekki kristin. Shamebó kvaðst geta beðið fyrir þeim engu að síður sem hann og gerði. Og meðan þau stöldruðu við þarna í skóginum fæddist drengurinn. Shamebó sagði foreldrunum að drengurinn skyldi heita Mekandis, „og það heiti ég“, sagði ungi maðurinn. Mekandis er amhariska og þýðir bygginga- maður eða smiður. Nú er Mekandis byggingamaður í Guðs ríki. Hann starfar 1 þorpi við Chamovatn. í upphafi kenndi hann lest- ur en hefur seinna kennt kristin fræði og nú eru 50 manns skírðir í þessu Gúdjíþorpi. Daginn, sem ég hitti hann 1 Arba Minch, var hann að leita hjálpar hjá sýnódunni (á biskupsstofu). Gúdjímenn eru háðir nautgripum enda að hálfu hirðingjar. Nú vildi svo illa til að pest hafði lagst á nautgripina. Hafa þessir Gúdjímenn misst lífsviðurværi sitt. — Kirkjan veitti hjálp og var ekið með korn til þorpsins og því dreift. Kannski hafa áhrif Shamebós byggst á því að hann hafi sýnt fólki, sem hann hitti, einlægan áhuga. Hann flutti því Guðs orð af heilum hug. Menn hafa fundið að á honum hvíldi kvöð og löngun til að veita þeim hlutdeild í þeim boðskap og fagnaðarerindi sem hafði mótað líf hans. Hvað var það sem gerði Shamebó svo áhrifamikinn? Var það prédikun hans? Var það viðmót hans? Hann hefur llklega talað Guðs orð til heiðinna manna með einhverju móti sem hefur höfðað til þeirra. Ég var staddur i þorpi í Gídole. Öldungur, sem er framarlega í kirkjunni þar, varð kristinn snemma á starfstíma Shamebós og kristniboðsins í Gídole. Þetta er almúgamaður sem hefur haldið áfram að yrkja jörðina eins og forfeður hans. Að því leyti er hann ekki mjög frábrugðinn öðrum í þorpinu en hann er þó betur klæddur, hreinn, fötin snyrtileg. Kofinn hans er Qjótt á litið eins og hinir kofarnir en þar er regla á hlutunum og eitthvað sem segir mér að hann sé nokkuð vel efnaður miðað við aðstæður í þorpinu. Hann og heimilisfólkið tala amharisku og þau eru öll læs. í kofanum eru bækur, söng- bækur og Biblíur. Ég spurði gamla manninn hvort hann hefði gengið í skóla. Nei, hann hafði verið eina viku á námskeiði fyrir öldunga í biblíuskólanum í Gídole. Hvar lærði hann þá að lesa? Shamebó og prédikarar, sem voru með honum, kenndu þeim starfrófið og undirstöðu í amharísku til þess að þeir gætu lesið kverið og efni á skírnarnámskeiði. Ég skynjaði erfiðið sem að baki lá, fyrirhöfnina alla sem þessir fyrstu starfsmenn kirkjunnar lögðu á sig til þess að stofna söfnuði. Enn er það svo að fólk verður að læra amharísku til þess að hafa not af Guðs orði. Nú eru skólar á mörgum stöðum og böm læra þvi amharísku og lestur þar. Shamebó var krafturinn á bak við þetta starf. Auðvitað gat hann ekki kennt í öllum þorpunum. Kristnir söfnuðir mynduðust við það að kristnir menn tóku að segja frá Jesú í nágrannaþorpunum. Þannig breiddist fagnaðar- erindið út um Gídole og nálæg héruð eins og Seisí og Gressl, Gúmmæde og Gobese. Bæn og fæðing f skóginum Ég heimsótti Arba Minch fyrir nokkmm vikum — og þá fór ég að hugsa hvað það hefði verið við Shamebó sem gerði hann svo áhrifamikinn. Hjá Pétri Klungsöyr lækni var ungur maður i heimsókn. Hann var dökkur á hörund en andlitið laglegt, klæddur í venjuleg „kakí-föt“. Við tókum tal saman. Hann var prédikari hjá Gúdjífólki, sem býr við Chamovatn, og sagðist hafa lokið 11. bekk í skóla enda talaði hann vel amharísku. Ég spurði hann hvort hann þekkti til Gúdjímanna sem bjuggu á stað er Gada Bonki heitir og er á Guðsbrú en svo kallast landið á milli stöðuvatnanna Chamo og Abai. Hann kannaðist vel við þetta fólk og sneri spurning- unni til mín, hvort ég hefði þekkt til þar. Ég svaraði sem var að svo væri og helst af frásögn Shamebós. ■_________

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.