Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 18

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 18
BÆKUR Jón Ármann Gíslason „Embodiment“ Hér verður gerð stutt grein fyrir afstöðu James B. Nelson, höfundar bókarinnnar Embodiment, til samkynhneigðar, en þessarara bókar var lítillega getið í greininni „Samkynhneigð - snúið mál“ sem birtist í 2. tbl. Bjarma 1996. Bókin hefur verið kennd í Háskóla íslands um nokkurra ára skeið. Viðfangsefni bókarinnar er að fást við spurningar eins og: Hvað hefur kristin trú að segja um líf manna sem kynvera? Og enn fremur: Hvaða áhrif hefur sú staðreynd að maðurinn hefur kynhvöt, á það hvemig hann skynjar Guð og reynir að lifa í samræmi við trúna? Titill bókarinnar, Embodiment, þýðir holdtekja. Þar er verið að vísa í Jóh. 1.14: Orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika. Höfundur segir, að holdtekja Guðs sé ekki fortíðaratburður, Orðið verði enn þá hold. Verkefni kristinna manna sé þá að reyna að höndla þetta Orð, hvernig það hafi til- hneigingu til þess að verða að veruleika í lifi okkar sem mannlegra vera. Hann segir að kristnir menn verði að taka mið af bæði ritningunni og hvernig þeim finnist Guð hafa opinberað vilja sinn gagnvart þeim. Nelson varar hins vegar við því að menn líti á ritniguna sem eins konar bindandi lögbók, sem hafi úrskurðarvald í öllum málum. Hann segir hins vegar að menn eigi að nota Biblíuna til þess að leiðbeina sér í þann farveg að elska Guðs móti líf þeirra. Nelson telur að kyneðli eða kynhneigð mannsins myndi mjög afgerandi vidd í persónuleika mannsins, ekki bara hvað varðar manninn sem einstakling, heldur einnig í samhengi kirkjunnar og samfélagsins alls. Þess vegna beri kristinni guðfræði að hafa jákvæða afstöðu til kynlífs og mannsins sem líkamlegrar Jón Ármann Gíslason er guöfræöingur. veru. Hann bendir á að Biblían hafni meinlætaafstöðu til kynlífs og vísar í því skyni til Ljóðaljóðanna. Hins vegar hafi fljótlega í sögu kristninnar þróast ákveðin meinlætaviðhorf, sem vildu tengja kynhneigðina við freistingar holdsins. Kirkjufeðumir vom yfirleitt neikvæðir í garð kynlífsins sem þeir litu á sem afleiðingu syndfallsins. Þessara áhrifa gætir jafnvel enn í nútímanum. Þessi kynferðislega tvíhyggja birtist enn fremur i því hvernig andinn er álitinn æðri líkamanum, rökhugsun talin merkilegri en tilfinningar, og körlum skipað skör hærra en konum. Nelson hafnar eindregið þessari tilhneigingu og segir að kynhvötin hljóti að tilheyra hinni góðu sköpun Guðs. í upphafi máls sín um samkynhneigð segir hann m.a. að kirkjan eigi stóra sök i því hvernig viðhorf 18

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.