Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 19

Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 19
BÆKUR vestrænnar menningar hafa jafnan verið neikvæð í garð samkynhneigðar. Hann segir það furðulegt, en augljóst, að margir kristnir menn séu fastir í bótstaflegum skilningi Biblíunnar á samkynhneigð, þó svo að hinir sömu séu fúsir til þess að túlka hana með miklum sveigjanleika að öðru leyti. Höfundur bendir á fjögur „túlkunarviðmið" er hann segir að ganga beri út frá, þegar Biblían er skoðuð. Þessi atriði eru: 1) Jesús Kristur er sá sem flytur manninum náðar- tilboð Guðs um endurnýjað samfélag við sig og líf í fullri gnægð. Hann er sá miðlægi „kvarði'1 eða regla í Biblíunni, sem allt annað skal taka mið af og dæmast út frá. 2) Sá sem túlkar Biblíuna má ekki gleyma sögu- legum aðstæðum og því umhverfi sem Biblían var rituð í. 3) Kristnum manni ber að túlka Biblíuna í ljósi afstæðrar menningar nútímans, sem hann sjálfur er hluti af. 4) Ritninguna ber að túlka þannig að hún taki mið af opinberun sannleika Guðs í öðrum fræðigrein- um er menn leggja stund á. Þá segir Nelson að Biblían fjalli aldrei um samkyn- hneigð sem kynhneigð (sexual orientation), heldur aðeins um vissa tegund samkynhneigðrar hegðunar fólks sem að öllum líkindum hefur í raun verið gagn- kynhneigt. Skilningur nútímans á samkynhneigð sem sálrænni tilhneigingu er hins vegar tiltölulega nýr af nálinni. Höfundur segir að kirkjunni beri að veita samkyn- hneigðum ótvíræðan stuðning í réttindabaráttu sinni. Þessi stuðningur skuli vera óháður því, hvort samkyn- hneigð sé álitin guðfræðilega og siðferðilega réttmæt. Enginn vafi leikur á því, að Nelson hefur ýmislegt fram að færa í umræðuna um guðfræði og kynferðis- mál. Megingalli bókarinnar felst að mínum dómi í því að hún er gegnsýrð af ákveðinni afstæðishyggju, eins og skýrt kemur fram í því hvernig hann vill nota Biblíuna. Nelson gefur kennivaldi Biblíunnar vægast sagt lítið vægi og lítur nánast á hana sem sögulega heimild einvörðungu. Þá gleymist það ef til vill í þessari bók að frelsi manna á kynlífssviðinu fylgir ábyrgð. Einnig má minna á að bókin kom upphaflega út árið 1978, talsvert áður en alnæmiumræðan komst í hámæli, þannig að augljóst er að margt hefur breyst í umræðunni siðan. Utbrennd veqna Guðs Þreyta, útkeyrsla og útbrennsla þeirra sem eru að starfa í Guðs ríki hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Þeir sem veita sálgæslu, og aðrir sem hafa með höndum meðferð og umönnun starfsfólks kirkju og safnaða, hafa verið í auknum mæli að benda á að fjöldi fólks unnir sér ekki þeirrar hvíldar og endurnæringar sem er svo nauðsynlegt í öllu starfi, einnig i starfinu í ríki Guðs. Bók Fredrik Brosché „Utbránnd för Guds skull“ kom fyrst út 1988. Hún hefur síðan verið gefin út í endurteknum upplögum og á mörgum tungumálum. Höfundur nálgast viðfangsefni sitt, útbrennslu, frá skýrum og góðum biblíulegum grunni, sköpun Guðs og skaparanum sem sjálfur hvíldist og hvernig öll sköpun hans þarf á hvíld að halda. Athyglisvert er að hann bendir á að líffræðilegar og sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að hin vikulega hvíld er sú sem er ákjósanlegust fyrir manninn, ekki á 6 daga fresti og ekki á 8 daga fresti, hcldur einmitt á 7 daga fresti, hvíld hvíldardagsins. Höfundur bcndir einnig á hvíld Jesú. Verk- efnin voru allt í kring um hann, fólk sem þurfti að fá að heyra fagnaðarerindið, fólk sem hafði komið til hans til að fá lækn- ingu. En hann, Jesús sjálfur, dró sig út úr mannfjöldanum, til að biðja, til að uppbyggjast og hvílast. Það skyldi þó ekki vera að við venjulegar manneskjur þurf- um á hvíldinnni að halda, rétt eins og Jesús? Bók Fredriks Brosché skilgreinir útbrennsluna ítarlega, auk þess sem fjallað er um að starfsfólk í kristilegu starfi þarf að bera ábyrgð á sjálfu sér og geta unnið fyrirbyggjandi og kristi- lega með sjálft sig. Bókin er þörf og góð ábending til allra sem eru í þjónust- unni í Guðs ríki, þar sem við eigum vissulega að vera brenn- andi í andanum, en ekki brenna upp. Fredrik Brosché Utbmiindför Guds skull EFSförlaget Halla Jónsdóttir I

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.