Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 21

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 21
MENNING & LISTIR Réttar forsendur, rétt svör Oft hafa kristnir menn verið feimnir við listina vegna þess hversu mikið hún er afkristnuð. Um leið hafa þeir framselt hana til afkristnunar. Þegar kristnir menn hafa valið þann kost- inn að draga sig út úr heiminum hafa afleiðingarnar yfirleitt verið slæmar og um leið hafa þeir brugðist hlut- verki sínu. Par sem þessi afstaða er óbibliuleg og á sér rætur i klassískri heimspeki Grikkja, en ekki í ritning- unni. Jesús segir að kristnir menn séu „salt jarðar“ og spyr í framhaldi: „Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það?“ (Matt. 5:13). Sem „saltandi salt“ eiga kristnir menn að reyna að bragðbæta menningu síns tíma og vernda hana gegn niðurrifi eyðileggingarinnar. Menning verður fyrst andkristin ef röngum guði er þjónað. Rookmaaker bendir á að það sé einfaldlega rangt að líta á kristindóm og listir sem tvo mismunandi hluti sem eiga ekkert sameiginlegt hvor með öðrum. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki spurning um kristindóm og listir heldur hjáguða- dýrkun heimsins og hlýðni við lög- mál Guðs. Réttara er að spyrja um stöðu kristninnar innan sköpunar Guðs heldur en samhengi kristin- dóms og lista. Vandamál listanna leysist eingöngu í Jesú Kristi, ekki í flótta frá heimin- um. Eina uppgjöf okkar er fyrir Guði og hún er án nokkurs hiks. Frans frá Assisí afsalar sér veraldlegum eigum sínum. 1990. Kathy Frugé-Brown. Lokaorð Hugmyndir Rookmaakers minna okkur á að það getur verið skylda kristins manns að láta sig list og menningu varða á réttum forsendum. Það alvarlega er að ef kristnir menn grafa talentur sínar i jörð (Matt. 25:14-30) þá verður „saltið troðið undir fótum'1. Lúther þurfti að taka afstöðu til þessara mála og eru orð hans góð niðurstaða stuttrar greinar um stórt málefni. Lúther sagði: „Ég vil sjá allar tegundir lista, í þjónustu hans, sem hefur skapað þær og gefið oss.“ HEM Heimildir: • Kidner, D. 1959. The Christian and the Arts. London • Rookmaaker, H. R. 1981. The Creative Gift. Leicester • Rookmaaker, H.R. 1973 (2. útg). Modern Art and the Death of Culture. London • Rookmaaker, H.R. 1978. Art needs no Justification. London • Ryken, L. 1979. The Triumphs of the Imagination. Illinois. 21

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.