Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1996, Page 24

Bjarmi - 01.09.1996, Page 24
INNLIT Kjartan Jónsson Athyqlisvert kirkjustarf í Vestmannaeyjum Viðtal við hjónin sr. Bjarna Karlsson og sr. Jónu Hrönn Bolladóttur Poppmessur í Landakirkju vöktu mikla athygli síðast liðinn vetur, enda var kirkjan troðfull í hvert sinn sem þær voru haldnar. Hljómsveitin sem sá um tónlistina, Prelátar, fór nokkrar ferðir upp á land til að gefa fleir- um hlutdeild í þessum lið safnaðarstarfs Eyjamanna, enda vildu margir læra af þeim. Fréttir af þessu komu í sjónvarpinu. Það vakti athygli mína í vor er sjónvarpið sýndi myndir frá barnastarfi Landakirkju, svo kallaðra Kirkju- prakkara, að þar var m.a. lyftingakappi með lóðin sín og kenndi krökkunum listir sínar. Umsjónarmenn þessa starfs eru ung hjón, sem bæði eru prestar, sr. Bjami Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Þau komu til starfa í Vestmannaeyjum haustið 1991. Poppmessur Hvers vegna velja menn svona messujorm? „Tilgangurinn er að finna leið til að víkka dyrnar og lækka þröskuldinn á kirkjunni, til að auðvelda aðgengi sem flestra að helgihaldi og tilbeiðslu. Þetta eru mannaveiðar, boðun fagnaðarerindisins. Poppið er einfaldlega tónlistar- stefna, sem hefur festst í sessi og nýtur vinsælda. Við erum heppin að hafa tónlistarmenn hér í bænum, sem eru fúsir til að gefa kirkjunni af kröftum sínum. Þetta hefur gengið í 3 ár samfleytt einu sinni í mánuði og hefur tekist vel. Kirkjan er jafnan þéttsetin af fólki 1 þessum messum. Fólk Sumir voru auðvitað óhressir með þetta i uppha.fi og töldu þaðjafnvel guðlast að vera með svona hávaðatónlist í kirkjunni. En þessar raádir eru nú alveg þagnaðar. á öllum aldri, sem annars kemur ekki í kirkju, mætir þarna. Mest áberandi er fólk á miðjum aldri, um fimmtugt og þaðan af eldra, en einnig margt yngra fólk og ungir foreldrar með börn í burðarrúmi. Stór hluti þessa fólks kæmi ekki í kirkjuna í venjulega messu.” Hvernig hejurfólk tekið þessu? „Það er mjög glatt. Sumir voru auðvitað óhressir með þetta í upphafi og töldu það jafnvel guðlast að vera með svona hávaðatónlist í kirkjunni. En þessar raddir eru nú alveg þagnaðar. Poppmessan kemur ekki í staðinn fyrir aðalguðsþjónustuna á sunnudögum. Hún er eins og kaffi og konfekt á eftir sunnudagslærinu, guðsþjónustunni, sem borðað er kl. 14 á sunnudögum. Það breytist ekki. Guðsþjónustan er fast fæði, en poppmessan er eins og mjólkin. Boðunin 1 poppmessunni er svo einföld að hvert 12 ára barn skilur það, sem þar er sagt. En markmið okkar er að allir þræðir liggi inn i sunnudagsguðs- þjónustuna. Fyrir utan létta tónlist, þá reynum við að gera popp- messumar skemmtilegar. Prédikunin er oft í samtalsformi á milli okkar prestanna. Þannig finnst okkur við halda betur athygli ólíkra aldurshópa. Einnig höfum við fengið safnaðarfólk til að vitna um trú sína. Við fylgjum liðum hinnar hefðbundnu guðsþjónustu þó að það sé dulið flest- um, vegna þess að þeir em óformlegir og renna saman í eina heild. Fólk er leitt í gegnum messuna með því að næsti liður er kynntur. Mikið er sungið af kórum. Sumir sálmar hafa verið útsettir upp á nýtt og þekktir sálmar eins og t.d. Ó, þá náð að eigajesú, eru sungnir. Mjög margir koma að þessum messum, við prestarnir, hljómsveitarmeðlimir, unglingar, fólk sem tekur á móti kirkjugestum formlega og réttir þeim bækur, fólk sem 24

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.