Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.1996, Side 30

Bjarmi - 01.09.1996, Side 30
SJÓNARHORN Helgi Gíslason Gildi kristilegs barna- og unglingastarfs Helgi Gíslason er æskulýösfulltrúi KFUM og KFUK í Reykjavík Börn og unglingar eru sérstakur hópur í okkar samfélagi. Ótal aðilar reyna að ná til þessa hóps og sinna þörfum þeirra fyrir fjölbreytta tómstunda- iðju. Á hverju hausti berast inn á heimili bama og unglinga tilboð um þátttöku í starfi á vegum skáta, dansskóla, alls kyns íþróttafélaga, félagsmiðstöðva, kirkjunnar, tölvuskóla, KFUM og KFUK, björgunarsveita svo fátt eitt sé talið. Hluti af þessum tilboðum kemur frá aðilum sem bjóða upp á kristilegt starf. Þekktast er starf i sóknarkirkjum og á vegumKFUM ogKFUK. Margar hreyfingar, sem starfa að ákveðnum málum eða markmiðum, voru upphaflega kristilegar en áhersfan hefur smám saman flust alfarið á málefnið, til dæmis sum íþrótta- og skátafélög. Með lýsingunni „kristilegt” er yfirleitt átt við starf þar sem börnum og unglingum er m.a. annars boðið upp á fræðslu og samfélag um kristna trú. Kristilegt starf hefur i sjálfu sér ekkert gildi nema það byggi á því að Jesús Kristur vill vera hveijum manni frelsari, fyrirmynd og vinur í lifinu hér á jörð. Biblían kennir okkur að maðurinn er skapaður í Guðs mynd til samfélags við hann. Jafnframt hefur maðurinn fengið það hlutverk að vera nokkurs konar ráðsmaður Guðs hér á jörðu. í því felst meðal annars að ábyrgð mannsins er bæði á honum sjálfum og öðrum gagnvart Guði. Það að vera alvöru maður er því að lifa í samræmi við það sem manninum er ætlað. Markmið og tilgangur kristilegs starfs er því að hjálpa börnum og unglingum að læra að verða almennilegar manneskjur. Með öðrum orðum að læra að trúa og vera trúaður í daglegu lífi. Svo vill til að trú og trúarlegar spumingar vakna hjá hverjum manni og þessi persónulegi þáttur þarf að þrosk- ast á sama hátt og aðrir þroskaþættir, s.s. félagsfæmi og skapferli. Þessari þörf er oftar en ekki illa mætt í þjóð- félagi okkar. Trú er álitin einkamál hvers manns og tengsl trúar og siðferðis em stórlega vanmetin. Skólanámskrár gera ráð fyrir því að rætt sé og kennt um kristna trú fyrstu skólaárin en þegar unglingar (í gmnn- og framhaldsskól- um) þurfa mest á að halda fræðslu um tengsl siðferðis, gildismats og lífsskoðunar þá finnst mönnum allt annað mikilvægara í skólakerfinu. Alvöm kristilegt barna- og unglingastarf einkennist af leiðtogum sem trúa á Jesú Krist, líta á hann sem frelsara og leiðtoga og að þessi trú birtist í daglegu lífi þeirra. Trú þeirra sést i verki. Þar em börn og unglingar virt sem alvöm manneskjur og þeim mætt sem slíkum. Markmið slíks starfs er að börnin læri að trúa og lifa í daglegu lífi sem lærisveinar Jesú Krists en ekki að trúin verði að einhverju hillufyrirbæri sem er tekin fram þegar við á, á sama hátt og íþróttaskór era teknir með á íþróttaæfingu. Gildi starfsins er því ekki í sjálfu sér háð viðfangs- efnunum. íþrótta- og skátastarf, ferðamennska, tölvu- notkun eru allt dæmi um viðfangsefni sem hægt er að iðka undir kristnum formerkjum. Sr. Friðrik Friðriksson stofnandi KFUM og KFUK á íslandi hafði áhuga á öllu sem var þroskandi fyrir manneskjuna og leit á allt slíkt sem leiðir í kristilegu starfi. Hann missti hins vegar aldrei sjónar á aðalatriðinu sem er trúin á Jesú Krist. Það skiptir miklu að það sem gert er höfði til sem flestra hliða mann- eskjunnar. Tími stórra funda, þar sem þátttakendur eru óvirkir, hlusta og horfa á það sem fram fer, er liðinn. Sjónvarpið hefur að mörgu leyti uppfyllt þá þörf. Mikil- vægara er að virkja þátttakendur, leyfa þeim að skapa eitthvað, undirbúa fundi, ferðast, taka þátt í íþróttum og svo framvegis. Starf, þar sem saman fer holl og góð tóm- stundaiðja i andrúmslofti sem er mótað af trú ásamt fræðslu um Guðs orð, ætti að bera ávöxt. Hins vegar er það oftar en ekki annarra en þeirra sem leiða slíkt starf að sjá ávöxtinn í verki. Oft er það ekki fyrr en börn eru orðin fullorðin að í ljós kemur hvað þeim finnst skipta mestu. Því hefur verið haldið fram að einkenni okkar tíma sé mikil áhersla á þroska og menntun en trúarlega séum við ennþá uppi í trjánum. Að minu mati hefur manneskjan fyrst náð fullum þroska þegar hún hefur tekist á við þroskaskref trúarinnar. Það er algengt að heyra um fólk sem telur að það sem það lærði í sunnudagaskóla eða i KFUM hafi verið besta vegarnestið í lífinu. Gildi kristilegs starfs fyrir börn og unglinga er því ótvírætt. Þar fara saman skyldur okkar við Guð og fagnaðarerindið og ábyrgð okkar á öðmm mönn- um. 30

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.