Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.11.1997, Blaðsíða 5
síðustu sort? Af hverju eru ákveðnir litir stundum í tísku og stundum hallæris- legir? Hvað gerir það að verkum að séu gallabuxur af ákveðnu merki megi þær kosta jafnvel þrefalt á við venjulegar gallabuxur af svipuðu sniði? Eru kröf- umar um rétta útlitið eitthvað sem til- heyrir fyrst og fremst unglingamenning- unni? Við sem teljum okkur vera komin til vits og ára kímum ef til vill þegar við minnumst unglingsáranna. Þá skipti öllu máli að falla að ákveðnu lúkki og finna sig örugg í hópi þeirra sem aðhylltust sömu stefnu í útliti. En ef við höldum að við höfum skilið hópsálina við okkur þegar við létum skerða hár okkar í hæfilega herrasídd, skoluðum burtu túberingunni, settum plakatið af Bjöggameðbrotnatönn upp í geymslu, klæddum okkur úr Milletúlpunum og hentum Wham-plötunum þá er það mikill misskilningur. Komplexar unglingsáranna eru nefnilega aðeins æfing fyrir það sem á eftir kemur. Mælikvarðann á það hversu ánægð við getum verið með launaumslagið, bílinn, fötin og myndina sem mætir okkur í speglinum fáum við, eftir sem áður, í gegn um það hvað öðrum flnnst. Kröfur nútímans gera rétta lúkkið aðkallandi íyrir bæði kynin, allan aldur og nærri allar starfsstéttir þjóðfélagsins. Þó við séum fullorðin og teljum okkur laus úr viðjum tískuþrælahaldaranna þá breytist í raun ekkert eftir unglingsárin nema nákvæmlega hvað það er sem við teljum eftirsóknarvert. Sjálfsálit og sjálfsmynd byggist eftir sem áður á því hvernig aðrir koma fram við okkur og hvað við höldum að aðrir haldi um okkur. Við myndum eílaust snúa okkur við á götu ef við sæjum mann um sjötugt í „skeitarabuxum" (buxur með afar síðu klofi sem nú eru í tísku) og eins þætti það fremur skringilegt ef stúlka á fermingaraldri gengi dags daglega í peysufötum í skólanum. Öll fylgjum við tískunni og klæðum okkur og reynum að líta út í samræmi við aldur okkar og stöðu ævina á enda. Líðan „Fyrirsætubransinn gaf mér ekkert nema aura“ segir Hólmfríður KarLsdóttir, Ungftú heirrwr 1985 Hólmfríði Karlsdóttur, eða Hófi, þarf vart að kynna fyrir les- endum Bjarma fremur en öðr- um landsmönnum. Hún var rós í hnappagat þjóðarstoltsins sem Ungfrú heimur 1985. Æ síðan hefur það verið goðsögn að engin þjóð eigi fegurri fljóð en sú íslenska. Árið 1986, þegar Hólm- fríður hafði lokið skyldum sinum sem Ungfrú heimur, kom hún heim til íslands, tók upp fyrra starf sitt sem leikskólakennari og stofnaði fjölskyldu með sínum heittelskaða, Elfari Rúnars- syni. Þessi ákvörðun hennar olli mörg- um furðu. Bjarmi hafði uppi á Hólmfríði og spurði hana íyrst hvaða gildismat réði þvi að hún gaf frama sinn sem fyrirsæta og fegurðardrottning upp á bátinn. - Fyrirsætubransinn höfðaði aldrei neitt sérstaklega til mín og mér fannst það ekkert spennandi tilhugsun að hafa fyrirsætustörf að atvinnu úti í heimi. Þetta er gifurlega harður bransi og erfltt að koma sér á framfæri, auk þess sem mér fannst þetta ekki gefa mér neitt nema þá kannski einhveija aura. Starf mitt sem leikskólakennari veitir mér hins vegar mikla ánægju og að vera eiginkona og móðir gefur mér lífsfyllingu. Ég hef þó gripið í fyrirsætustörf stöku sinnum hér heima þegar leitað hefur verið til mín. Myndir þú segja að heimur fyrir- sætunnar væri að einhverju leyti gervi- heimur? - Nei, nei. Þetta er heiðarlegt starf eins og hvert annað og mér flnnst ekkert rangt við að vinna við fyrirsætustörf fyrir það fólk sem flnnur sig í þvi. En það er, eins og áður sagði, ekkert fyrir mig. Ert þú trúuð? - Já, ég er trúuð, ekki kannski neitt yfirmáta, en ég er trúuð. Trúin hefur gefið mér mjög mikið og skiptir mig miklu máli. Ég er ekkert mjög dugleg að sækja kirkju en ég bið til Guðs og rækta samband mitt við hann. Skiptir það máli í þessum heimi sem er svo upptekinn aj hinu ytra að tnia? - Það er mikilvægt fyrir alla að eiga trú á eitthvað sér æðra og sækja þangað styrk. Mér finnst það til dæmis skipta 'miklu máli að kenna börnum mínum að biðja þvi bænin og trúin hafa veitt mér styrk í líflnu og ég vænti hins sama fyrir þau, sagði Hólmfríður að lokum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.